Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 ÞAÐ er vel við hæfi að jólamyndin Four Christmases sé á toppi sein- asta Bíólistans fyrir jól. Tæplega tvö þúsund bíógestir skelltu sér á mynd- ina um síðustu helgi og er því heild- arfjöldi gesta kominn upp í 12.755 sem verður bara að teljast nokkuð góður árangur. Teiknimyndin Mada- gascar: Escape 2 Africa situr í öðru sæti eftir sýningar helgarinnar en rúmlega tvö þúsund manns sáu myndina um helgina. Tekjur af henni voru þó um einni milljón minni en af Four Christmases. Vís- indaskáldsögumyndin The Day the Earth Stood Still með Keanu Reeves í aðalhlutverki situr svo í þriðja sæti en hana sáu um 1.300 manns um helgina og er heildaraðsókn því komin í tæpa 8.000 manns og tekj- urnar um sex milljónir króna. Aðeins ein mynd var frumsýnd um síðustu helgi, kvikmyndin Taken með Liam Neeson í aðalhlutverki, en hún komst ekki hærra en í fjórða sæti. Rúmlega þúsund bíógestir skelltu sér á þessa mynd sem var að- eins sýnd í tveimur kvikmyndasöl- um. Unglingarómansinn Twilight nýtur enn ágætra vinsælda og fellur aðeins niður um eitt sæti á milli vikna. Rúmlega átta hundruð manns sáu myndina um helgina sem þýðir að heildaraðsóknin er komin í 9.204 gesti. Mest sótta myndin á listanum er hins vegar ennþá Bond-myndin Quantum of Solace en kvikmyndin hefur setið á listanum í heilar sjö vikur. Heildarfjöldi gesta er kominn yfir 60 þúsund manns og tekjur af myndinni hafa því náð 50 milljóna króna markinu. Tekjuhæstu kvikmyndirnar Allt eins og það á að vera     @%     A?A) ))$        , ) %   * )3+%A  9! ?# ( '1@A @B(  C2@ #( 6* #(  # " 1 "  ( + # D! ! 2 " @( =@ 1 ' '(   ? * 2  :( 1* E2 )( "+ 7                 Four Christmases Vince Vaughn og Reese Witherspoon lenda í svo fyndn- um aðstæðum að hálfa væri nóg. NÝJASTA grínmynd Jims Carreys skaust beinustu leið á toppinn í Bandaríkjnum eftir að talið var upp úr kössunum þar vestra. Kvik- myndin halaði inn um 18,2 milljónir dala eða rúmum tveimur milljónum dala meira en nýjasta hetjumynd Wills Smiths, Seven Pounds, sem var næsttekjuhæst. Kvikmyndin The Tale of Despereaux með Matt- hew Broderick hafnaði í þriðja sæti en hún fékk um 10,5 milljónir dala í kassann, litlu meira en vísindatryll- irinn The Day the Earth Stood Still en heildartekjur hennar eru komn- ar yfir 48 milljónir dala á aðeins 10 dögum. Ef marka má þær yfirlýsingar sem berast frá yfirmönnum kvik- myndaveranna var árið 2008 nokk- uð gott ár og ef sagan kennir okk- ur eitthvað mun lakur efnahagurinn ekki koma svo illa við buddurnar í Hollywood. Alveg er það dæmigert. Carrey á kunnug- legum slóðum 1. Yes Man 2. Seven Pounds 3. The Tale of Despereaux 4. The Day the Earth Stood Still 5. Four Christmases 6. Twilight 7. Bolt 8. Slumdog Millionaire 9. Australia 10. Quantum of Solace Kunnuglegt Carrey leikur lygara sem getur allt í einu ekki logið ... nei, bíddu nú við. Það var Liar Liar. Nú getur hann ekki sagt nei. Hmmm... Tekjuhæstu kvikmyndir vestanhafs LEIKKONAN Jessica Alba hélt brúðkaupsveislu á heimili sínu síð- asta föstudag, sjö mánuðum eftir að hún gifti sig. Alba og Cash Warren gengu í hjónaband án þess að láta neinn vita í maí á þessu ári og ákváðu að bíða með hátíðarhöld með vinum og fjölskyldu þangað til nú. „Veislan var til að fagna ást þeirra og hjónabandi. Það voru engin tár, aðeins mikil hamingja og ást. Þetta var mjög einstök veisla fyrir alla,“ sagði einn veislugestur. Bæði Alba og Warren héldu ræðu og auðvitað var Honor, sex mánaða dóttir þeirra viðstödd, en hún var klædd eins og móðir henn- ar, í gráan kjól. Hjónakornin giftu sig hjá dóm- ara í Beverly Hills, án gesta, þegar Alba var kasólétt. „Gifting Jessicu og Cash kom öll- um á óvart, henni fannst allt í lagi að eiga barn þó þau væru ekki gift en eitthvað hefur hefðin haft áhrif á hana. Cash er yndislegur maður og hún elskar hann mjög heitt,“ sagði vinkona leikkonunnar um málið. Alba og Warren hittust árið 2004 þegar hann var aðstoðarmaður leik- stjóra á tökustað kvikmyndarinnar Fantastic Four. Héldu brúðkaups- veislu Hjón Cash Warren og Jessica Alba. KÆRASTA Lindsay Lohan, Sam- antha Ronson, heimsótti sjúkrahús á sunnudaginn. Hinn 31 árs plötu- snúður var í fylgd Lohan er hún kom á sjúkrahús í Los Angeles, degi eftir að sagt var frá því að hún hefði verið að hringja í vini sína og kvarta yfir stressi og ofþreytu. „Hún þjáist af þunglyndi og af skorti á svefni og mat. Lindsay hef- ur verið að hjálpa henni í gegnum þetta en hún gekk í gegnum svipað ástand fyrir tveimur árum,“ sagði vinur stúlknanna við Life and Style Weekly-tímaritið. Læknar voru kallaðir á heimili Ronson stuttu áður en hún fór á sjúkrahúsið og vitni sáu hana flutta inn í gegnum neyðarinngang í hjólastól. Stress og ofþreyta Lindsay Lohan Samantha Ronson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.