Morgunblaðið - 23.12.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.12.2008, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 Sími 551 9000 Sími 462 3500 Sími 564 0000 LOKAÐ Í DAG Þ Óskum landsmönnum Opnum aftur 26. desem Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ 7.-10. janúar 2009 Vínartónleikar Stjónandi: Markus Poschner Einsöngvari: Dísella Lárusdóttir Miðvikudagur 7. janúar kl. 19.30 Fimmtudagur 8. janúar kl. 19.30 - (Græn röð) Föstudagur 9. janúar kl. 19.30 Laugardagur 10. janúar kl. 17.00 - Örfá sæti laus Nýtt ár hefst með hátíðarbrag á Vínartónleikum þar sem hljóma sígrænar perlur eftir Strauss, Lehár og fleiri meistara óperettunar. Vínartónleikarnir hafa um árabil verið vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar og vissara að tryggja sér miða í tíma. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is AUGLÝSINGALAG Coca Cola frá árinu 1971, sem hefst á ljóðlínunum „I’d like to buy the world a home and furnish it with love,“ er ábyggilega með þekktustu lagstúfum sjónvarps- sögunnar. Í huga margra lands- manna markar spilun lagsins í sjón- varpi upphaf jólahátíðarinnar. Auglýsingin sem hér er jafnan leikin er sérstök jólaauglýsing sem gerð var árið 1984 en lagið á sér hins veg- ar lengri sögu sem er mörkuð ýmiss konar erfiðleikum og á tíma leit allt út fyrir að lagið yrði drepið í fæð- ingu. Hugmyndin varð til á flugvelli Í raun má segja að saga lagsins teygi sig aftur til ársins 1969 þegar Coca-Cola ákvað að skipta út auglýs- ingaherferð sem bar einkennisorðin „Things Go Better With Coke“ fyrir einkennisorðin „It’s the Real Thing“ sem margir kannast við í dag. Tveimur árum síðar, árið 1971, flaug Bill Backer, listrænn stjórnandi auglýsingastofunnar McCann- Erickson sem sá um markaðs- herferðir Coke, til London til fundar við lagasmiðina Billy Davis og Roger Cook sem höfðu verið ráðnir til að semja auglýsingastef fyrir nýju einkennisorðin. Báðir voru þeir reyndir lagasmiðir; Davis hafði sam- ið mörg lög fyrir Motown-útgáfufyr- irtækið auk þess sem hann hafði ver- ið meðlimur í Four Tops. Cook hafði hins vegar samið fræga standarda á borð við „You’ve Got Your Troubles“ and „Long Cool Woman (In a Black Dress)“ og fleiri vinsæl lög. Örfáum mínútum áður en vélin átti að lenda í London var henni beint til Shannon- flugvallar á Írlandi vegna þoku og þar urðu farþegarnir að dvelja næt- urlangt. Morguninn eftir þegar Bac- ker gekk inn í biðstofunni á Shan- non-flugvelli tók hann eftir því að farþegarnir sem kvöldið áður höfðu gengið þreyttir og argir frá borði, standa nú með kókflöskur í hendi og segja hver öðrum skemmtisögur. Backer lýsir því sem gerðist næst í bók sinni The Care and Feeding of Ideas sem kom út árið 1993: „Það rann upp fyrir mér að Coca-Cola væri meira en bara drykkur. Þegar fólk sagði hvað við annað „fáum okk- ur kók“ var það í raun og veru að segja „við skulum hafa ofan af fyrir hvert öðru í stutta stund“. Og það rann líka upp fyrir mér þarna á flug- vellinum á Írlandi að fólk sagði þetta um allan heim. Þannig fékk ég hug- myndina að því að kók væri ekki ein- ungis svaladrykkur heldur líka eins konar samfélagslegt lím sem færði fólk nær hvað öðru.“ Samsöngur heimsbyggðarinnar Flugvélin komst ekki til London þennan dag því þokan lá enn mjög þungt yfir borginni og því var flogið til Liverpool þar sem við tók löng rútuferð til höfuðborgarinnar. Þegar þangað var komið innritaði Backer sig á hótelið og þrátt fyrir að vera úrvinda eftir langt ferðalagið lét hann senda eftir lagasmiðunum og bjóst til að hefjast handa við nýja stefið. Hann útskýrði fyrir þeim Co- ok og Davis, hugmyndina sem hafði lostið niður í kollinn á honum í Shan- non. „Ég ímynda mér lag sem virkar á alla jarðarbúa eins og þeir væru ein persóna – persóna sem söngv- arinn vill kynnast og aðstoða. Ég veit ekki hvernig textinn á að vera en ég veit hver síðasta línan ætti að vera.“ Að því sögðu dró hann upp servíettu úr jakkavasanum sem hann hafði hripað á: „I’d like to buy the world a Coke and keep it comp- any.“ Þessa nótt unnu þeir Backer, Davis og Cook að lagi sem átti síðar eftir að verða eitt frægasta auglýs- ingalag sögunnar. Daginn eftir fóru þremenningarnir með nýja lagið til útsetjarans Davids Mackays sem hóf að vinna að því með sönghópnum New Seekers. Eftir nokkrar til- raunir með að syngja lagið í dæmi- gerðum auglýsingastíl var ákveðið að syngja lagið eins og um dægurlag væri að ræða. Við það small lagið saman og nokkrum vikum seinna var það sent fullbúið til útvarps- stöðva í Bandaríkjunum. Í fyrstu átti lagið erfitt uppdráttar. Dreifing- araðilum í Bandaríkjunum líkaði ekki lagið og neituðu því að kaupa auglýsingatíma undir það í útvarpi. Í þau fáu skipti sem lagið var leikið hlaut það lítil sem engin viðbrögð. Draumur Backers um að kók sam- einaði fólk virtist ætla að breytast í martröð. Trú hans á laginu var þó uppgjöfinni yfirsterkari og með ein- hverjum ótrúlegum hætti tókst hon- um að telja Coca-Cola-fyrirtækið á að ráðast í gerð sjónvarpsauglýs- ingar með laginu. Hugmyndavinnan að auglýsingunni gekk illa allt þar til ungur starfsmaður McCann- Erickson bar fram þá hugmynd að auglýsingin yrði skotin líkt og um „fyrsta samsöng heimsbyggð- arinnar“ væri að ræða. Hann sá fyrir sér hóp af ungu fólki af öllum kyn- þáttum og þjóðarbrotum klæddan í „þjóðbúninga“ síns lands, syngjandi lagið í grænni fjallshlíð. Eitt af 100 mest seldu lögunum Auglýsingin var fyrst sýnd í Evr- ópu og hlaut um leið góðar viðtökur en sannkallað æði greip um sig í Bandaríkjunum þegar auglýsingin var sýnd þar í júlí 1971. Meira en 100 þúsund bréf bárust dreifingaraðilum Coke í Bandaríkjunum og eft- irspurnin eftir laginu var slík að út- varpsstöðvar höfðu ekki undan að spila lagið. Í Bretlandi er lagið enn þann dag í dag eitt af 100 mest seldu smáskífum allra tíma en í Bandaríkj- unum er auglýsingin iðulega talin hafa markað tímamót í sögu Coca- Cola og komið því á toppinn aftur sem stærsta gosdrykkjarframleið- anda heims. Staða sem Coke hefur einokað síðan. Jólalag sem bragð er að  Tæp 40 ár eru liðin síðan frægasta auglýsingalag heims var samið  Lundúnaþoka í janúar 1971 hafði mikil áhrif á smíði lagsins Jólaútgáfan frá 1984 Auglýsingin hefst á nærmynd af blaktandi loga en svo er klippt á þessa stúlku, sem margir kannast við úr auglýsingunni. Upprunalega auglýsingin frá 1971 Miklar rigningar bökuðu kvikmynda- gerðarmönnunum vandræði en að lokum tókst að taka auglýsinguna upp. Samsöngurinn Fólk af ýmsum kynþáttum og þjóðerni var líkt og í fyrri auglýsingunni fengið til að leika í auglýsingunni. I’d like to buy the world a home and furnish it with love, Grow apple trees and honey bees, and snow white turtle do- ves. I’d like to teach the world to sing in perfect harmony, I’d like to buy the world a Coke and keep it company. [It’s the real thing, Coke is what the world wants today.] Eplatré ... Í HNOTSKURN » Lagið var fyrst spilað í út-varpi 12. febrúar 1971 og náði fyrsta sæti á breska vin- sældalistanum en 7. sæti á þeim bandaríska. » Lagið hefur til dagsins ídag verið hljóðritað oftar en 75 sinnum. » Breska hljómsveitin Oasisgerðist sek um að notast við lagstúfinn í laginu „Sha- kermaker“ og varð að greiða 500.000 dali í sekt. » Upprunalega auglýsinginvar tekin upp í úthverfi Rómar á Ítalíu. Enginn leik- aranna syngur í sjálfu laginu. » Aðskilnaðarstjórnin í S-Afríku krafðist þess áður en myndbandið var sýnt þar í landi að það yrði skotið aftur með hvítum leikurum ein- göngu. Henni varð þó ekki að ósk sinni og auglýsingin var sýnd óbreytt. » Lagið má heyra í flutningiPáls Óskars á safnplötunni Rauð jól. Bergur Ebbi úr Sprengjuhöllinni samdi ís- lenskan texta lagsins sem kall- ast „Mig langar til“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.