Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 21
Daglegt líf 21ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 Þennan dag fyrir 815 árum dó Þor- lákur Þórhallsson helgi, biskup í Skálholti, maður sem Jóhannes Páll II. páfi útnefndi verndardýrling Ís- lands árið 1985. Síðan þá hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og segja sumir að aldrei hafi verið jafn brýn þörf fyrir verndarmátt Þorláks helga og nú. Reyndar er það svo að hin veraldlegu harðindi sem nú ganga yfir koma misjafnlega við menn. Gamalreyndur búhöldur framan úr sveit sem hefur aldrei eytt meiru en hann hefur aflað sagði spurður um ástand mála að það sem aldrei hefði komið gæti ekki farið.    Í dag eru menn að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn og er í mörg horn að líta. Þó að annir séu miklar gefa margir sér tíma til að hittast og borða saman skötu, ýmist á veit- ingastöðum bæjarins eða þá í heimahúsum. Á morgun, að- fangadag jóla, fyllast síðan hús bæj- arbúa af hangikjötsilmi sem ætt- aður er í flestum tilfellum af hangikjötslærum frá Sölufélagi A- Húnvetninga. Bæjarbúar hafa verið duglegir að skreyta hús sín og lýsa upp svartasta skammdegið og er í gangi samkeppni á huni.is um jóla- húsið 2008 og verður niðurstaða í því vali kynnt í lok árs.    Ungmennafélagið Hvöt hefur stund- að það lengi að bera út jólapóst á aðfangadag og haft sér til aðstoðar jólasveina. Þessi siður hefur ávallt fallið í góðan jarðveg sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Börnin hafa legið úti í glugga og beðið komu jólasveinanna og ef svo óheppilega hefur staðið á að eitthvert barnanna hefur verið í jólabaði og farið á mis við Sveinka þá leggst töluverður þungi á barnssálina og ekki síður á þann sem setti barnið í bað á þess- ari ögurstundu. Ætíð hefur þó tekist að sefa sorgina og lýsa aftur upp barnssálina með gamalkunnum hús- ráðum.    Annar góður siður sem tekinn hefur verið upp í sýslunni er sá að fólk getur farið í Gunnfríðarstaðaskóg og fellt sitt eigið jólatré. Það er Skógræktarfélagið sem stendur fyr- ir þessu og fer þeim stöðugt fjölg- andi sem notfæra sér þetta og skap- ast notaleg stemming þegar fjölskyldur fara saman að velja sér tré og ylja sér á kakói á eftir.    Þetta ár sem senn hverfur í aldanna skaut hefur verið afar viðburðaríkt. Þetta var árið sem ísbirnirnir tveir gengu á land og athyglin beindist að Norðurlandi vestra. Nið- urstaðan í því máli varð að birn- irnir voru felldir og er hamur birn- unnar sem felld var á Hrauni á Skaga kominn á Blönduós en Haf- íssetrið verður framtíðarheimili Hraunsbirnu. Hafin var bygging útisundlaugar, og Vilko hóf krydd- framleiðslu í ársbyrjun. Almennt séð var góður gangur á atvinnulíf- inu en nokkurn skugga bar á þegar ákveðið var að loka mjólkurstöðinni um nú um áramótin.    Hvað sem öllu líður þá líður að jól- um, hátíð ljóss og friðar og hug- heilar jólakveðjur streyma frá manni til manns með ósk um far- sæld á nýju ári. Húnvetningar fagna líkt og aðrir landsmenn vax- andi birtu, hlúa að kærleikanum og senda hlýja strauma í allar áttir. BLÖNDUÓS Jón Sigurðsson Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Jólaskógur Sigurjón Guðmundsson með jólatré úr Gunnfríðarstaðaskógi. Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd var að hugsa um yfirstandandi erfiðleika: Þegar kvelst í máli meins og mæðu þjóðarbú, hvað mun annað hjálpa eins og himingefin trú? Hvað fær annað opnað leið að Íslands gæfusól, – þakið kærleik þjóðarmeið um þessi og önnur jól? Loks las hann greinarkorn eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur undir yfirskriftinni: „Mótmælendabrölt“: Kolla Bergþórs blaðs á síðum beitir penna létt. Menningar í miðjum hlíðum magnar skíðasprett. Margt hún hjalar, margt hún segir, minnst þó blási í kaun. Hætt er við að hennar vegir hringtorg séu í raun. Um „Mótmælendabrölt“ hún bullar, bráð á mörkum goss. Sjálf með hendur heimtufullar, hollustuna í kross! VÍSNAHORN pebl@mbl.is Íslands gæfusól M b l1 06 41 41 Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Gjafabréf Gjöfin hennar Frábært úrval af undirfatnaði: Lepel, Lejaby, Charnos, Elixir, Panache, Masqurade, DM, Pastunette. Aðhaldsundirföt: Miraclesuit, NN-Bodyslimmer. Glæsilegt úrval af sloppum, velúr, flís, satín Glæsilegur silki- og satínnáttfatnaður Frábært úrval Opið í dag kl. 10-22, aðfangadag kl. 10-13. Glæsilegar gjafaöskjur Náttfatasett og snyrtibudda fylgir Náttkjóll, strengur og augnmaski fylgja Sagt er frá athafna- mönnum og farand- verkafólki, knattspyrnuköppum og stjórnmálamönnum og síðast en ekki síst baráttunni um fram- tíð byggðar í Vestmannaeyjum. holar@simnet.is Hér eru sögurnar óteljandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.