Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008
Hefur þú séð þessa kerru?
Þessi tveggja öxla kerra hvarf frá Hamarshöfða 8, Reykjavík á sunnudag eða
mánudagsmorgun (14.–15. desember). Númerið á vagninum er TB 168.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvarf kerrunnar eru beðnir að hringja í lögregluna
í Reykjavík í síma 444 1000 eða 820 1790.
PÁLL Óskar með Silfursafnið og
diskur með upptöku frá minning-
artónleikum um Vilhjálm Vil-
hjálmsson hafa barist hart um
toppsæti Tónlistans seinustu vik-
ur. Úrslitin í þessari viku eru
ljós, það er Vilhjálmur sem hafði
betur, náði að seljast örfáum ein-
tökum betur en Palli. Emilíana
Torrini kemur næst í halarófunni
með Me and Armini, frábærir
tónleikar hennar í Háskólabíó um
miðjan desember hafa eflaust
ekki skemmt fyrir sölunni.
Baggalútur með Nýjasta nýtt er
næst. Á tímum eins og landsmenn
upplifa nú í skammdeginu er
ómetanlegt að eiga menn eins og
þá sem skipa Baggalút, hvort sem
hlustað er á tónlistina þeirra eða
kíkt á vefsíðuna, alltaf ná þeir að
létta lundina, létta lífið, lyfta
munnvikunum. Annars er fátt um
nýjar fréttir af Tónlistanum,
sætaskipun nú svipar mjög til
seinustu viku.
!
"
# $ $% %
&'
%&()
*+ , %
&#
%&-./)%&() %
!
" # $%
&!! ' #(
)* )+
,,
-#(.! /01
- $ !
" (2 &
- 3
4 (! 15!
65! (
78 "8 '(
2
2
9' ( 2
7 #3
! 7 #3
/!. /!1%
"8 /!.
8 '(
2
2
!! "
# $%
&'#$
#"()*
+#,#-..$ / ##0
1. ##
2# $#23)4.!!##
5 1*!" 7 $8'
95 ##))# #:
+. ;6&#: "
<. 8' +. ;6
!= ; #)
-
&., . )#+# $
: $ !8'
>1! #
?! 0"' 5
010
23/
4-.)
51, 70+
8%
9 53
%26
$%2.&(
&,:;<&=> !
,,
" :1.
-#(.! /01
#( , (
$(22 ;#<
" (2 &
/!. /!1%
,,
50 1%
6
- = :(
>
% %
)* )+
!
" (2 &
@").1. $;
A #B
C="#:
A;#;
+.,# # .
&
4. .
7 $8'
>1! #
D=#). *
B "1 $
; 1E = #
2 A0
. #
A! 1#8;1"8#)) #)) #
'8 #
2: $2:
9 $ )15$
-=$$; #"*8*
23/
4-.)
70+
%3
"
%
70+
(% %
23/
4-.)
2?2% 0
%
*+ 51,
Vilhjálmur vinsæli
Morgunblaðið/Ómar
Jól Guðmundur söngvari Baggalúts
á aðventutónleikum þeirra.
HIÐ svartsýna jólalag Baggalúts,
„Það koma vonandi jól“, situr á
toppi Lagalistans og stekkur það-
an úr tíunda sæti á milli vikna.
Engan skal undra að lagið hafi
náð slíkum vinsældum enda um
snilldartexta að ræða við hið ljúfa
lag „Woman in Love“ sem Bar-
bara Streisand söng hér um árið.
Emilíana Torrini með frumskóg-
artrommuna sína þurfti að víkja
fyrir grallaraspóunum í Baggalúti
og engin skömm að því enda hefur
hún átt toppsætið undanfarnar
vikur. Hinn yfirvegaði KK tekur
þetta svo á æðruleysinu í þriðja
sæti.
Það er augljóst að Íslendingar
velja íslenskt um þessar mundir
því af tuttugu efstu lögum Laga-
listans er aðeins eitt erlent (það er
ef Eivör Pálsdóttir telst til Íslend-
inga). En það er Bandaríska
hljómsveitin The Killers sem
laumupúkast í sjötta sætinu með
„Human“. ingveldur@mbl.is
Jólin koma vonandi
SJALDAN hefur verið jafn djúpt á stráka-
sveit og Take That en popplagasmíðar Gary
Barlow risu giska hátt upp fyrir þá með-
almennsku sem er iðulega stunduð í þeim
geiranum. Þetta er endurkomuplata númer
tvö og Bretinn er þvílíkt að lepja þetta upp
og ekki að ósekju. Innihaldið fágað og vel
unnið karlapopp fremur en strákapopp og ekkert nema gott um
það að segja. Og nei, ég er ekki búinn að missa það!
Annað líf
Take That – The Circus m
Arnar Eggert Thoroddsen
ÞAÐ er táknrænt, nafnið á nýjustu plötu
poppprinsessunnar Britney Spears, enda
hefur líf hennar verið algjör sirkus und-
anfarin ár. Hið sama má e.t.v. segja um þessa
plötu, hún er hálfgerður sirkus (í neikvæðum
skilningi þess orðs). Hún er „ofur-pródúser-
uð“ og fátt sem grípur, að undanskildu fyrsta
laginu „Womanizer“ sem er langbesta lag plötunnar. Afgang-
urinn er afar óspennandi og á köflum hreinlega leiðinlegur.
Vont og það versnar
Britney Spears – Circus bnnnn
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
SAMHENGISINS vegna er ekki annað
hægt en að skoða plötu Lennys Kravitz frá
1995 sem heitir því skemmtilega nafni
… Circus. Platan er langt frá því besta sem
kappinn hefur sent frá sér og í raun aumt
framhald af Are You Gonna Go My Way
(1993) þótt áhugamenn um góðan hljóm
ættu auðvitað að leggja við hlustir. Besta lagið er titillag plöt-
unnar … það eina sem Kravitzinn semur ekki sjálfur.
Annars flokks sirkus
Lenny Kravitz – Circus bbnnn
Höskuldur Ólafsson
POPPARINN Michael Jackson hef-
ur greinst með erfðasjúkdóminn
A1AD sem getur reynst banvænn.
Fyrir stuttu náðust myndir af Jack-
son þar sem hann var mjög veikluleg-
ur í hjólastól, hann fór einnig nýlega
fram á að fá að sleppa við að mæta
fyrir rétt í Bretlandi vegna veikinda
en þeirri beiðni hans var hafnað.
Blaðamaðurinn Ian Halperin, sem
sagður er hafa áreiðanleg sambönd
inn í fjölskyldu Jackson segir hann
þjást af sjúkdómnum sem kemur m.a.
fram í próteinskorti sem getur skað-
að lungnastarfsemina. Þá segir hann
Jackson næstum blindan eftir að hafa
barist við sjúkdóminn undanfarin
fjögur ár.
„Hann þarf á lungnaígræðslu að
halda en er líklega of veikur til að
þola slíka aðgerð. Hann þjáist einnig
af ígerð í líkamsholi og krónískum
magablæðingum, sem læknum hefur
gengið illa að stöðva, segir Halperin.
„Það er blæðingin sem er hættuleg-
ust. Hún gæti dregið hann til dauða.
Hann getur varla talað og hann hefur
misst 95% sjónarinnar á vinstra
auga.“
Jermaine Jackson, bróðir Michael,
staðfestir að hann eigi við erfið veik-
indi að stríða. „Þetta er erfiður tími
hjá honum, segir hann.
Jackson hefur til þessa verið talinn
einstæður faðir þriggja barna en fyrir
nokkrum dögum staðhæfði kona, sem
kallar sig Billie Jean Jackson að hún
væri eiginkona hans og móðir yngsta
barnsins, sem er sex ára. Hefur hún
höfðað mál gegn söngvaranum og
krafist sameiginlegs forræðis yfir
barninu auk framfærslu frá honum.
Jackson alvarlega veikur
Veikur Michael Jackson.