Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15ALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is FJÁRLÖG fyrir næsta ár voru loks samþykkt á Al- þingi í gær með öllum greiddum atkvæðum stjórn- arþingmanna en vinnan hefur dregist vegna erfiðra að- stæðna í efnahagslífinu. Óhætt er að fullyrða að lögin séu mjög frábrugðin frumvarpinu sem upphaflega var lagt fram 1. október sl. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu enn á ný að mikill skortur væri á grunnupplýsingum. Hrað- inn við fjárlagavinnuna hefði verið mikill og þingmönn- um því mjög erfitt að átta sig á hvað væri verið að sam- þykkja og hverjar afleiðingarnar yrðu. Lagði stjórnarandstaðan til að frumvarpið kæmi til endur- skoðunar á Alþingi ekki síðar en 1. mars nk. og Jón Bjarnason, þingmaður VG, vildi að afgreiðslu frum- varpsins yrði frestað þar til í lok janúar eða byrjun febrúar á næsta ári. Í millitíðinni yrði ríkisstjórninni heimilt að greiða úr ríkissjóði til bráðabirgða. Samkvæmt áætlun munu vaxtagjöld á næsta ári nema 87 milljörðum króna en það er ríflega fimmt- ungur af því sem ríkissjóður hefur til ráðstöfunar. Áætlað er að greiða þurfi 77 milljarða af þessu á næsta ári en fjárhæðin er í kringum 50 milljörðum króna hærri en áætlað var. Til samanburðar má geta þess að rekstur Landspítalans kostar tæpa 33 milljarða. 153 milljarða króna halli Fjárlaganefnd lagði til ríflega 67 milljarða króna hækkun á heildarútgjöldum frá því sem áætlað var á fjárlögum og hallinn verður því yfir 153 milljarðar. Hækkunin er að miklu leyti vegna verðlagsbreytinga en inni í þessu eru einnig tillögur nefndarinnar sjálfrar, m.a. um að styrkja fangelsið á Akureyri þannig að það geti verið opið allan ársins hring og að efla meðferð- arrúrræði á Litla-Hrauni. Fjáraukalög fyrir árið sem er að líða voru einnig samþykkt í gær en þau kveða á um hvernig skilið er við árið 2008. Stjórnarandstaðan vísaði allri ábyrgð á stjórnvöld og gagnrýndi m.a. 130 milljón króna auka- fjárveitingu til Flugstoða ohf., sem hefði komið fram með mjög skömmum fyrirvara og án fullnægjandi skýringa. Þá voru uppi miklar áhyggjur af því að ekk- ert fé væri veitt til að koma til móts við rekstrarhalla Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Lögin sem beðið var eftir Fjárlög og fjáraukalög voru afgreidd í gær  Vaxtakostnaður á næsta ári nemur hátt í þreföldum rekstrarkostnaði Landspítala eða 87 milljörðum EKKI var laust við að þingmönnum væri létt þegar þinglok nálguðust í gær. Eins og oft þegar þreytu- merki eru farin að sjást á fólki var boðið upp á kærkomið konfekt. Síðustu vikuna hafa margir spáð því hvenær þingstörfum lyki. Þeir bjartsýn- ustu töldu að það tækist sl. föstudag en svartsýn- ustu menn áttu allt eins von á að greiða atkvæði um fjárlög að kvöldi Þorláksmessu og jafnvel fram á nóttina. Blessunarlega datt þó engum í hug að grípa til ráðsins sem Fídel Kastró beitti eitt sinn þegar sykuruppskeran krafðist, þ.e. að fresta jól- unum. Og nú eru þingmenn farnir í jólafrí. Morgunblaðið/G. Rúnar Tóku forskot á sæluna með konfektáti Þingi frestað frekar en jólunum 60 ára mega taka út sparnað Fólk sem hefur náð 60 ára aldri getur nú tekið út lífeyrissparnað sinn í einu lagi og heimild til að fresta töku lífeyris verður ekki bundin við tiltekið aldursmark. Allir flokkar samþykktu frumvarp þessa efnis í gær. Í sama frumvarpi var einnig kveðið á um að samræmdar reglur um fjárfest- ingastefnu gildi um alla sem taka að sér vörslu séreignarsparnaðar, þ.e. bæði banka og lífeyrissjóði. Gildistöku þess ákvæðis verður þó frestað til loka næsta árs. Eftirlaun til bráðabirgða? Eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar var samþykkt í gær og voru þingmenn flestir sammála um að það væri skref í rétta átt. Stjórnarandstaðan vildi hins vegar ganga lengra og láta æðstu ráðamenn greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Samfylk- ingarfólk lagði áherslu á að nýju lögin væru grundvallarbreyting en málinu er þó að líkindum ekki lokið því allsherjarnefnd telur að skoða þurfi lögin betur. Kristinn H. Gunnarsson sagði nei, Siv Friðleifs- dóttir og Birkir J. Jónsson já en aðrir stjórnarandstöðuþingmenn sátu hjá. Þrýst á mál gegn Bretum Fjármálaráðherra hefur nú heimild Al- þingis til að nýta fé úr ríkissjóði í að höfða mál gegn Bretum vegna beitingar hryðju- verkalaga gegn Landsbankanum og þeirr- ar ákvörðunar að setja greiðslustöðvun á stærsta dótturfélag Kaupþings. Frum- varpið var flutt af fulltrúum allra flokka og samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um eða 53. Launalækkun þingmanna Kjararáð mun taka ákvörðun um launa- lækkun þingmanna og ráðherra og ann- arra sem undir það heyra. Til þess þurfti lagabreytingu þar sem ráðið taldi sig ekki þess umkomið að standa að launalækk- unum. Gert er ráð fyrir 5-15% launalækk- un. 49 þingmenn allra flokka greiddu at- kvæði með frumvarpinu en Jón Magnússon og Guðjón A. Kristjánsson sátu hjá. Rúmenar og Búlgarar úti Rúmenar og Búlgarar þurfa að bíða þess lengur að fá að koma til Íslands að vinna, en undanþága við EES-samninginn gagn- vart frjálsri för þeirra til landsins var framlengd til ársins 2012. 39 þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu greiddu at- kvæði með framlengingunni en Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson og Katrín Jakobsdóttir sátu hjá. Betra fyrir blinda Þjónusta við blinda, sjónskerta og dauf- blinda verður færð undir einn hatt með stofnun sérstakrar þjónustu- og þekking- armiðstöðvar. Um leið verður daufblinda viðurkennd sem sérstök fötlun en ekki samsetning sjón- og heyrnarskerðingar. Þetta samþykktu allir viðstaddir þing- menn, 51 talsins. Frumvörp orðin að lögumLíf í þinghúsinu Mikið líf var í Alþingishúsinu í gær á lokadegi þingsins fyrir jól. Atkvæða- greiðslur fóru nokkrum sinnum fram yfir daginn og þingmenn og ráð- herrar voru því oftast í góðu göngu- færi við þinghúsið. Í matsalnum var alltaf sægur af fólki sem gæddi sér á ostum, kexi og konfekti og ræddi ým- ist efnahagsmálin eða bara jólahald- ið framundan. Nei, já eða setið hjá Sjö frumvörp urðu að lögum í gær og Alþingi samþykkti að veita 29 lista- mönnum heiðurslaun á næsta ári. Einn nýliði er á listanum en það er Edda Heiðrún Backman. 34 frumvörp voru samþykkt í þess- um mánuði en engu að síður fær fjöldi frumvarpa og þingsályktun- artillagna að bíða. Eins og svo oft er mikill meirihluti þeirra mála sem af- greiðslu hljóta kominn frá ríkis- stjórninni. Frumvarp um takmarkanir á auglýsingum Ríkisútvarpsins verð- ur ekki að lögum núna þar sem menntamálanefnd telur það þurfa nánari skoðunar við. Sérstakt út- varpsgjald var þó samþykkt í gær og leysir það afnotagjöldin af hólmi um áramót. Fjórir þingmenn VG sátu hjá og þrír þingmenn Frjálslyndra sögðu nei. Aðrir sögðu já. Dagskrá þingsins Áætlað er að þing komi næst saman 12. janúar á nýju ári. ÞETTA HELST... EFNAHAGSKREPPAN á sér mörg andlit og sum jafnvel skemmtilega óvænt. Stöllurnar Jóna Guðlaug Vig- fúsdóttir og Erla Rán Eiríksdóttir, sem léku blak með liðinu Tromsö Vol- ley í Noregi á liðinni leiktíð, fengu óvænta hjálp við að fata sig upp fyrir árlega jólagleði félagsins. Þær eru ekki alveg tilbúnar að „þakka“ krepp- unni fyrir þá skemmtilegu reynslu en sumir telja þó að bein tenging sé við efnahagsmál þjóðarinnar. Þeirra til- finning er frekar að uppákoman hafi verið „hálfkjánaleg“. Jóna Guðlaug hefur orðið: „Ég var að tala við stelpu sem ég var með í lið- inu úti um að mig vantaði föt og hún bara hringdi þarna í einhverja versl- unarmiðstöð og reddaði því,“ segir hún. Forsaga málsins er, að því er segir á volleyball.is, að stúlkurnar hafi vantað jólaklæðnað til að vera vel búnar í árlegri jólagleði félagsins. Ís- lenska efnahagskreppan er þar nefnd til sögunnar en hvorug stelpnanna er tilbúin að taka undir það. „Þetta er svolítið ýkt þarna í greininni,“ segir Jóna Guðlaug og skellihlær. „Þetta var bara hjálp til að koma okkur í jólaboðið,“ bætir hún svo við og hnykkir á að þetta hafi komið sér rosalega á óvart. Ákvað að „nota“ stelpurnar Erla Rán segist telja að liðsfélagi sinn, sem stóð fyrir uppákomunni, hafi séð sér leik á borði að auglýsa verslunina, sem hún vinnur í. „Þetta var mjög fínt, sko, en kannski frekar kjánalegt,“ segir hún. „Hún fékk þessa hugmynd, að þetta væri aug- lýsing fyrir búðirnar, og ákvað að nota okkur bara í leiðinni.“ Stúlkurnar fóru í verslunina B-young til að máta föt og fengu 1.000 norskar krónur í úttekt. „Svo fórum við í einhverja skóbúð þar sem við fengum 400 króna úttekt,“ segir Jóna Guðlaug. Þar með var þó málinu ekki lokið því blaðamaður bæjar- blaðsins mætti á staðinn að fatakaup- um loknum og myndaði stelpurnar í nýju fötunum. „Svo kom frétt um þetta í blaðinu,“ segir Jóna Guðlaug en tekur svo undir orð Erlu Ránar um að þetta hafi verið pínulítið kjána- legt allt saman. „En við vorum að sjálfsögðu mjög þakklátar.“ Því má svo að lokum bæta við að Blaksamband Íslands útnefndi Jónu Guðlaugu blakkonu ársins 2008. Hún verður tvítug á næsta ári og fer aftur til Tromsö eftir áramót. Erla Rán leikur með Þrótti Nes eftir áramótin og verður nítján ára í febrúar. sia@mbl.is Mörg andlit kreppunnar  Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Erla Rán Eiríksdóttir fengu óvænta hjálp við fatakaup í Noregi  Þær eru þakklátar fyrir hjálpina þó að þeim finnist uppákoman í aðra röndina kjánaleg Fínar Jóna Guðlaug og Erna Rán í jólaklæðnaðinum sem þær fengu gefins. Í bæði fjárlögum og fjár- aukalögum er gert ráð fyrir heimild til að veita allt að 14 milljarða króna í stofnfé eða hlutafé til sparisjóðanna. Rík- isstjórnin fær heimild til að kaupa af Seðlabankanum við- skiptabréf sem hafa verið af- hent til tryggingar veðlánum bankans. og samkvæmt fjár- lögum má veita 385 milljarða til stóru bankanna þriggja. Þá er gert ráð fyrir að 150 milljónir króna fari til nefndar sem rannsaka á bankahrunið og 50 milljónir til embættis sér- staks saksóknara. Fé í sparisjóðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.