Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 20
Hann sáði Kristín leggur til að Adam ruggi sér kannski í ruggustól en í textanum sem oft er sunginn segir að hann ruggi sér í lendunum. Hugmyndaflug „Þá kemur kannski munnurinn út og skeggið fer til hliðar,“ segir Viktoría um hlátur jólasveinsins í „Ég sá mömmu kyssa“. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is H vernig hrærir maður vöggu? Og hver er þessi mannkind sem sungið er um yfir há- tíðirnar? Jólalögin eru uppfull af skrýtnum orðum og frá- sögnum sem á stundum er ekki á færi nema slungnustu málfræðinga að út- skýra. Nokkra þeirra er að finna á leikskólanum Dvergasteini þar sem fimm ára krakkar úr skólahóp tóku að sér að ljá frösum úr jólalögunum merkingu. Og það fer ekki milli mála að jóla- lögin eru í sérlegu uppáhaldi þessa dagana. Þar er „Adam átti syni sjö“ ofarlega á vinsældalista og því upp- lagt að byrja á að fá örlitlar skýringar á þeim texta. Hvað þýðir til dæmis „hann sáði“? „Er það ekki að hneigja sig?“ spyr Tristan Alexandersson að bragði en þær Viktoría Ósk Kjærnested og Steinunn María Guðgeirsdóttir eru heldur á því að þetta þýði að Adam sé góður. Og að „rugga sér í lendunum“ er nú bara að „rugga sér eins og mað- ur gerir það,“ segja krakkarnir klár- lega vissir í sinni sök. „Eða að rugga sér í ruggustól,“ bætir Kristín Þor- steinsdóttir við. Eins og sönnum bók- menntafræðingum sæmir er ákveðið að kryfja nánar orðið „lendar“ og krakkarnir eiga ýmsar skýringar á því: „Það eru hendurnar hér,“ segir Viktoría og bendir á olnbogann en Tristan telur sennilegra að um sé að ræða axlirnar. „Kannski er það skinnið?“ stingur Haraldur upp á. Með munninn út um skeggið Það hýrnar yfir krökkunum þegar skipt er um umræðuefni og textinn við „Göngum við í kringum“ tekinn til athugunar. Og þá er nærtækast að spyrja hvað einiberjarunnur sé? „Nei, það á að vera einiberjarund! segir Steinunn hneyksluð og leggur þunga áherslu á „D“ í lokin. Tristan er uppteknari af því að útskýra orðið. „Kannski það sé gosbrunnur og svo er gengið í kringum hann,“ stingur hann upp á. Sóley Guðmundsdóttir er ekki svo viss: „Eða það sé tré með berjum í.“ Hinar stelpurnar taka undir þessa skýringu og luma á ýms- um viðbótarupplýsingum. „Berin eru svo skreytt, af því að þetta eru svona platber,“ segir Steinunn og Kristín heldur áfram. „Og kannski er það gervitré.“ „Eigum við ekki að byrja að syngja?“ spyr Haraldur og er greini- lega farið að leiðast þófið en borð- félagar hans láta það sem vind um eyru þjóta því næst á dagskrá er „Nú er Gunna á nýju skónum.“ Talið berst að hinni brokkandi kisu, sem sumir telja að sé hlaupandi á meðan öðrum finnst líklegra að hún sé að mala. „Kannski er hún uppi á þaki, eitthvað að finna lyktina,“ segir Tristan og krakkarnir hlæja hátt og innilega að þessari hugmynd. Og svo var það flibbahnappurinn hans pabba sem börnin vita vel að er hnappur í skyrt- Söngelskur „Hvenær ertu eiginlega búin að tala?“ spyr Haraldur blaðamann þreytulega enda vill hann heldur syngja. Ekki er allt sem kemur fyrir í textum jólalag- anna gegnsætt og vel skiljanlegt. Fimm ára sérfræðingar Morg- unblaðsins rýndu í þá og áttu ekki í vandræðum með að útskýra hin und- arlegustu atriði í jóla- söngvunum. Morgunblaðið/Valdís Thor Textafræðingar Þau Viktoría Ósk Kjærnested, Sóley Guðmundsdóttir, Haraldur Ingi Ólafsson, Steinunn María Guðgeirsdóttir, Tristan Alexandersson og Kristín Þorsteinsdóttir vita öll hvað þau syngja. Þau eru öll nemendur á leikskólanum Dvergasteini þar sem jólalögin eru oft sungin. unni og finnst líklegt að hafi dottið af og rúllað eitthvað í skyndingu. „Af því að hann segir fljótur Siggi finndu snöggvast flibbahnappinn minn,“ seg- ir Steinunn með áherslu. Þegar kemur að „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“ vita krakkarnir að sjálfsögðu að hlátur sveinka stafar af kitlum og kossum mömmunnar. „Þá kemur kannski munnurinn út og skeggið fer til hliðar,“ segir Viktoría og sýnir með heilmiklu látbragði þess- ar sviptingar í andliti jólasveinsins. Það er ekki hægt að yfirgefa slíka bókmenntaumræðu án þess að nefna textann í „Jólasveinar ganga um gólf“ en hann hefur lengi valdið deilum sem krakkarnir virðast þekkja út og inn og útskýra í þaula fyrir blaða- manni. En af hverju er kannan uppi á stól í þessari vísu? „Kannski er það bara einhver skápur, eða kannski er ekki til hilla og þá er bara kannan þar,“ segir Viktoría en Sóley á aðra skýringu uppi í erminni. „Kannski var Grýla að geyma könnuna þar af því hún var að þrífa með henni, hella úr henni á gólfið og skúra.“ Blaðamaður ætlar að halda áfram þreytandi spurningum sínum en er truflaður af Haraldi sem spyr án þess að blikna: „Hvenær ertu eiginlega búin að tala?“ Það er greinilega kom- in óþreyja í hópinn sem iðar í skinn- inu eftir að fá að syngja eitthvað af þessum fínu jólalögum og að lokum velja þau Bjart er yfir Betlehem til flutnings. Og með glimrandi fínu táknmáli og einlægri jólagleði syngja þau þennan fallega sálm hástöfum fyrir gestinn, sem hverfur út í snjóinn og desemberrökkrið með anda jólanna í hjarta. Gervitré með platberjum og kisa uppi á þaki Gengið á sjó út í Gróttu Eins undarlegt og það hljómar í eyrum flestra að geta gengið yfir sjó og land á Sóley full- komlega eðlilega skýringu á þeim göldrum, enda hefur hún oft gengið yfir sjó að eigin sögn. „Stundum labba ég út í Gróttuvitann og þá frýs oft sjórinn og þá kemur svona eyja til að labba í Gróttuvit- ann,“ segir hún. „En ég má bara vera í tíu mínútur í Gróttuvitanum, eða sex mín- útur, því þá kemur vatnið aft- ur og þá þarf ég að drífa mig til baka.“ Og þótt Tristan hafi ekki gengið yfir sjó sér hann ástæðu til að benda á að hann hafi nú farið á reiðhjólinu sínu yfir vatn. 20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 Vegaljós er ljósastaur Eitt og annað þarfnast útskýr- inga í „Bjart er yfir Betle- hem“, eins og t.d. vegaljósið skæra sem blaðamanni leikur forvitni á að vita hvað er? „Ætli það sé ekki ljósastaur,“ segir Kristín en Steinunn veit betur. „Nei, ég veit hvað það er,“ segir hún áköf. „Það er ljósið á Betlehemstjörnunni.“ Jól í Neskirkju 24. desember – aðfangadagur Jólastund barnanna kl. 16.00 Aftansöngur kl. 18.00 Jólasöngvar kl. 23.30 25. desember – jóladagur Hátíðarmessa kl. 14.00 26. desember – annar í jólum Jólaskemmtun barnastarfsins kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 Nánari upplýsingar á neskirkja.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.