Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 Gefðu áskrift að Morgunblaðinu Gjafabréf Morgunblaðsins er frábær gjöf til þeirra sem eiga allt.Hægt er að velja um ýmsar áskriftarleiðir og því hægt að finna eitthvað sem hentar öllum. Nánari upplýs- ingar er hægt að fá á www.mbl.is/askrift. – handa þér Gjafabréfin fást í afgreiðslu Morgunblaðsins, Hádegismóum. Nánari upplýsingar í síma 569-1100. Áskrift að Morgunblaðinu er áheit á fréttir, fræðslu og skemmtun dag eftir dag. ÁTÖKIN í Banka- stræti á Þorláksmessu 1968 eiga 40 ára af- mæli. Þarna fór fram eitt mesta uppþot síð- ari alda á Íslandi ásamt átökunum um Alþingishúsið 1949. 1968 sat Viðreisn- arstjórn í skugga hruns síldarstofnsins við Ísland. Þessu fylgdi atvinnu- leysi og kreppa. Hluti stjórnarand- stöðunnar, þ.e. Alþýðubandalag með Æskulýðsfylkinguna innan- borðs, hélt æsingafundi og hvatti til aðgerða sem mögnuðust upp í blóðug átök við lögregluna á Þor- láksmessukvöld. Mótmælafólkið hafði krafist þess að mega fara mótmælagöngu upp Laugaveg og niður Hverfisgötu. Sigurjón Sig- urðsson lögreglustjóri hafnaði því, en gaf leyfi fyrir göngunni upp Hverfisgötu og niður Laugaveg. Mótmælendur kváðust fara sína leið. Ég var ungur og nýbyrjaður í lögreglunni í desember. Okkur var öllum skipað að vera viðbúnir og um kvöldmat vorum við fluttir að Stjórnarráðinu. Við vorum vopnaðir kylfum og áttum von á hinu versta, þær fréttir bárust að mótmælendur væru á fundi þar sem boðið væri upp á áfengi og mikil árásarhneigð hjá mótmælafólkinu. Lög- reglumönnum var rað- að upp neðst í Banka- stræti. Við kræktum saman olnbogum og mynduðum keðju til að hindra framgang mótmælafólksins sem kom upp Austurstræti. Ég sá menn veifa samanrúlluðum dagblöðum, en við vissum að þar inni fælust járnrör sem barefli. Í fyrstu hélt hjá okkur keðjan, en hún liðaðist í sundur. Kylfur voru dregnar upp, Óskar Sigurpálsson lögreglumaður hafði misst húfu sína og fékk lög- reglukylfu í höfuðið fyrir misskiln- ing. Hann riðaði við og upp gaus kúla á höfði hans. Þarna var að verki eldri lögreglumaður, en þeir voru taugaveiklaðri en við yngri, e.t.v. minnugir innrásarinnar í Al- þingi 1949. Hafsteinn Sigurðsson lögreglumaður flaut ofan á múgn- um á Lækjartorgi, hann var varn- arlaus og lögreglufatnaður hans tættur af honum. Nokkrir lög- reglumenn brutu sér leið að honum með kylfum. Þá var enginn pip- arúði, en hann er betri fyrir fólkið en kylfur. Ég notaði ekki mína kylfu og þurfti aldrei að beita henni minn starfstíma í lögregl- unni. Ungar stúlkur úr Æskulýðsfylk- ingunni voru mjög aðgangsharðar, bæði þarna og síðar. Þær bitu og slógu lögreglumenn og spörkuðu í punginn á þeim ef færi gafst. Ein þeirra kom sér fyrir klofvega ofan á umferðarljósum og gargaði þar. Þetta var skelfileg upplifun á Þor- láksmessu, mikil átök fólks og lög- reglu. Ég man nánast ekkert eftir seinni hluta þessara átaka, nema sífelldu væli sjúkrabíla og lög- reglubíla. Mig minnir að milli 30 og 40 ferðir sjúkrabíla hafi verið farn- ar á svæðið. Fangageymslur lög- reglunnar voru fullsetnar. Í lokin minnist ég þess að Magnús Ein- arsson varðstjóri bað mig að ganga með sér um vettvanginn, en Lækj- artorg var þá yfirgefið af fólki, um allt var alls kyns fatnaður, fólk hafði verið í slag hvað við annað og ég átti von á að sjá afslitna útlimi. Þessi hryllingur var að baki. Ég vona að enginn þurfi að upplifa hann aftur hér á landi. Árin liðu og Ólafur F. Magn- ússon tók við starfi borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar fór fram ein sú ógeðslegasta aðför að stjórn- málamanni sem ég hefi séð. Ólafur var niðurlægður með ruddalegum hætti. Blaðagrein um skrílslæti í Ráðhúsinu sagði þar hafa verið alla vega tvær konur sem voru ungar í Æskulýðsfylkingunni á sínum tíma, þær hefðu komið í Ráðhúsið til Ólafs með börn og barnabörn og stýrt þessari aðför að borgarstjórn Reykjavíkur og væntanlegum borg- arstjóra. Síðan þetta gerðist hefur veru- lega kólnað byggingamarkaður hér á landi og bankahrun með hörmu- legum afleiðingum. Andmælaréttur fólks er viðurkenndur, en má ekki ganga út yfir lög og rétt. Hér á landi hafa farið fram ýmis konar mótmæli, sem eiga fullan rétt á sér í þeim þrengingum sem þjóðin hef- ur lent í. Hins vegar koma und- arlega fyrir sjónir ýmis mótmæli sem hafa innihaldið ofbeldi, eigna- spjöll og falin andlit. Ef ég man rétt var í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur að bannað væri að ganga dulbúinn um götur bæjarins, kannske er það úr gildi. Það hefur verið ráðist að stofnunum og jafn- vel ráðherrum ríkisins, nú síðast brotnar rúður hjá Fjármálaeftirlit- inu. Ráðist var inn í Alþingi, þar slasað fólk, en hið undarlega gerð- ist að ein daman úr Æskulýðsfylk- ingunni sálugu er orðin þingmaður og lét lögregluna „heyra það“ er lögreglan reyndi að skakka leikinn og koma innrásarfólkinu út. Hún mun eiga athafnasaman son í mót- mælum og skemmdarverkum. Formaður vinstra fólks í stjórn- arandstöðu kallaði strax eftir kosn- ingum er hann kom út úr Alþing- ishúsi eftir setningu neyðarlaga, hann hefur hellt olíu á eldinn, hann heldur að hann sé í miðri kosninga- baráttu og hann hefur í frammi of- beldisfullar athafnir í þinghúsinu. Þetta hefur áhrif á ungt fólk og styður áfram ofbeldið sem alið var upp hjá Æskulýðsfylkingunni sál- ugu, sem hann sjálfsagt er runninn frá. Er ekki tilvalið fyrir háskóla- fræðinga að skoða það sem er að gerast inni í þjóðfélagi okkar, áður en það hefur verri og varanlegri áhrif á ungt fólk okkar á heimilum, skólum og atvinnu. Gætum við hugsað okkur þennan formann í stjórnarandstöðinni í hlutverki Geirs H. Haarde í dag? Þorláksmessuslagurinn 1968 og eftirmál Gylfi Guðjónsson skrifar um mótmæli fyrr og nú »Ungar stúlkur úr Æskulýðsfylking- unni voru mjög að- gangsharðar, bæði þarna og síðar. Þær bitu og slógu lögreglumenn og spörkuðu í punginn á þeim ef færi gafst. Gylfi Guðjónsson Höfundur er ökukennari og fyrrv. lögreglumaður. Í HUGA margra er Samfylkingin eini flokkurinn sem hefur það skýrt á stefnuskrá sinni að Íslendingar skuli ganga í Evrópu- sambandið. Þannig er að minnsta kosti mál- flutningur margra for- ystumanna flokksins. En hver er sú stefna sem flokkurinn sjálfur hefur mark- að? Stefnan felst í póstkosningu flokksins árið 2002 og landsfund- arsamþykktum eftir það sem segja meðal annars að samningsmarkmið skuli skilgreind áður en til umsókn- ar kemur. Því verki hefur ekki verið sinnt í hálfan áratug. Öfugt við það sem ýmsir forystumenn halda fram er Samfylkingin því ekki í stakk bú- in til að styðja umsókn um aðild að ESB ef hún ætlar að virða sínar eig- in lýðræðislegu samþykktir. Þrískilyrt kosning meðal flokksmanna Í þessu sambandi er rétt að rifja upp víðtækasta lýð- ræðislega umboð sem flokkurinn hefur gefið forystunni í þessu máli. Það var þegar öllum flokksfélögum gafst kostur á að taka af- stöðu til málsins í póst- kosningu haustið 2002. Að vísu tóku aðeins um 20-30% flokksfólks þátt (eftir því hvernig flokksskráin var met- in), en eigi að síður var þessi kosning einstök á ýmsa lund. Um hvað var kosið? Kosningin var þrískilyrt, eins og þáverandi formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lýsti. Spurt var: „Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslend- ingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugs- anlegur samningur verði síðan lagð- ur fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.“ 81,5% þeirra sem tóku þátt í kosningunni sögðu já við þessu, 15,6% voru á móti og um 3% skiluðu auðu eða ógildu atkvæði. Hvað svo? Landsfundir flokksins hafa ályktað á svipuðum nótum. En hefur eitthvað gerst frekar? Hefur umræðunni verið þokað áfram, t.d. um samningsmarkmiðin, sem var fyrsta skilyrðið? Nei. Á landsfund- inum árið 2003 var ætlunin að fylgja eftir þeim undirbúningi sem átt hafði sér stað með póstkosningunni árinu áður, en landsfundurinn túlk- aði póstkosninguna með þessum hætti: „Á grunni víðtækra upplýs- inga tók síðan almennur flokksfélagi í Samfylkingunni ákvörðun í sögu- legri kosningu haustið 2002 um að setja aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu á stefnuskrá flokksins á grundvelli skilgreindra samnings- markmiða.“ Og ennfremur: „Sam- fylkingin mun því stofna sérstakan 9 manna málefnahóp um Evrópumál sem m.a. skoði ávinning Íslands af aðild að Evrópusambandinu, skil- greini hver helstu samningsmark- mið eigi að vera við aðildarumsókn, meti stöðu EFTA og EES- samn- ingsins og greini áhrif evrunnar á íslenskt efnahagslíf. “ Um hvað vilja menn semja? Sem sagt: Setja skyldi aðild- arumsókn á stefnuskrá á grundvelli skilgreindra samningsmarkmiða og stofna skyldi sérstakan starfshóp til að vinna að þessum samningsmark- miðum. Framkvæmdastjórn flokks- ins kom því síðan í verk að skipa starfshóp um samningsmarkmiðin stuttu síðar. Undirritaður var beð- inn að taka sæti í þessum hópi. Ósk- að var ítrekað eftir því að hann kæmi saman, en af því varð aldrei og því hefur ekkert starf farið fram svo vitað sé. Þess vegna verður ekki séð að Samfylkingin hafi fylgt því eftir sem samþykkt var í póstkosn- ingunni og samþykkt á landsfundi árið 2003, þ.e. að skilgreina svoköll- uð samningsmarkmið sem væru for- senda umsóknar um aðild að Evr- ópusambandinu. Þrátt fyrir það hefur nú mátt skilja á ýmsum þing- mönnum og forystumönnum Sam- fylkingar að nú sé rétt að sækja um aðild. Þar með yrði póstkosningin og samþykkt landsfundar virtar að vettugi. Ætla mætti að í svo stóru máli yrðu lýðræðislegar samþykktir virt- ar. Enn hefur engin sjáanleg vinna farið fram um samningsmarkmiðin meðal flokksmanna með þeim hætti sem samþykkt var í póstkosning- unni 2002 og áréttað í landsfund- arsamþykktum eftir það. Þjóðin veit því enn ekkert um hvað Samfylk- ingin vill semja, þ.e. hver stefna hennar sem flokks er þegar kæmi að því að semja. Í hálfan áratug hef- ur það verið látið hjá líða að skil- greina samningsmarkmiðin. Það eina sem þjóðin veit er að sumir for- ystumenn Samfylkingarinnar þrá það heitast að koma landinu inn í Evrópusambandið. Og nú vilja hinir áköfustu stuðningsmenn aðildar gera það með hraði. Það er auðvelt á tyllidögum að hvetja til opinnar, lýðræðislegrar og ígrundaðrar sam- ræðu. Það getur verið erfitt að fylgja slíkri hvatningu eftir, ekki hvað síst þegar álíka ólga er í sam- félaginu og nú má upplifa. En ætti það ekki að vera lágmarkskrafa í svo stóru máli að það sé undirbúið vandlega í samræmi við lýðræð- islegar samþykktir? ESB-stefna Samfylkingar? Stefán Jóhann Stefánsson skrifar um Samfylkinguna og Evrópumál » Samfylkingin hefur ekki lokið undirbún- ingi í samræmi við lýð- ræðislegar samþykktir og getur því ekki skrifað undir umsókn um aðild að ESB. Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur er varaborgarfulltrúi Sam- fylkingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.