Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HannaBirnaKrist- jánsdóttir borg- arstjóri mælti fyrir frumvarpi að fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar á borgar- stjórnarfundi í gær. Áætlunin tekur verulegt mið af hinum nýja veruleika, sem blasir við í efnahagsmál- unum. Skatttekjur lækka og á móti er gert ráð fyrir að draga úr útgjöldum, þannig að rekstur A-hluta borgarsjóðs verði hallalaus. Engu að síður mun borgin hækka stórlega framlög sín til velferðarmála, í ljósi þess að útlit er fyrir auk- ið atvinnuleysi. Nýr borgarstjóri hefur áfram beitt nýjum vinnu- brögðum við vinnslu þessarar fjárhagsáætlunar. Hún bygg- ist á þverpólitískri samvinnu allra flokka, þar sem leitazt var við að forgangsraða í þágu þeirrar þjónustu borgarinnar, sem mestu máli skiptir á krepputímum. Reynt er að verja grunnþjónustuna, störf borgarstarfsmanna og að hækka ekki verðskrár. Lykilatriði í fjárhagsáætl- uninni er að gert er ráð fyrir að borgin nýti ekki heimild til að hækka útsvar. Hol- ræsagjöld og fast- eignaskattar munu ekki hækka heldur. Hér brestur hins vegar samstöðu meirihluta og minnihluta – eða ættum við að segja minni- hluta minnihlutans. Vinstri grænir og frjálslyndir í borgarstjórn hefðu fremur kosið að hækka skattana. „Þessi niðurstaða felur í sér að meirihlutinn virðist al- gjörlega ótengdur veru- leikanum að því er varðar tekjumöguleika sveitarfé- lagsins á erfiðum tímum,“ ályktaði VG í gær. Borgarbúar ættu að þakka fyrir að eiga borgarstjóra, sem stendur í ístaðinu við þessar aðstæður, fer ekki auð- veldu leiðina og hækkar skatta heldur leitar fremur allra leiða til að hagræða. Borgarstjórinn og félagar hennar í meirihlutanum horf- ast líklega í augu við þann veruleika, sem blasir við flest- um borgarbúum; að flestir lið- ir í heimilisbókhaldinu hækka. Vörurnar í búðunum, greiðsl- urnar af lánunum, skattarnir til ríkisins. Það er nóg komið. Borgarstjórinn horf- ist í augu við þann veruleika sem blasir við flestum borg- arbúum} Staðið í ístaðinu Íslendingarhafa sofnað á verðinum. For- varnarstarf vegna alnæmis virðist hafa legið í láginni og ungt fólk gerir sér ekki grein fyrir hættunni sem af sjúk- dómnum stafar. Enn smitast einn Íslendingur á mánuði af veirunni. Í Morgunblaðinu í gær var rætt við fjögur ungmenni í 10. bekk um alnæmi og þau beðin að lýsa hvernig þau sæju HIV- smitaða fyrir sér. „Mjór, föl- ur, samkynhneigður maður,“ var svarið. Í þeirra huga og áreiðanlegra fjölmargra jafn- aldra þeirra, jafnt sem þeirra sem eldri eru, er alnæmi „hommasjúkdómur“ sem þau þurfa ekki að leiða hugann að. Þessi mynd er alröng. Kyn- hneigð fólks segir ekkert til um smithættuna. Gagnkyn- hneigðir smitast af HIV- veirunni við kynmök, rétt eins og samkynhneigðu karlmenn- irnir sem enn virðast tákn- mynd veirunnar. Í fréttaskýringu Unu Sig- hvatsdóttur og Ylfu Kristínar K. Árnadóttur kemur fram að tilfellum meðal gagnkyn- hneigðra hefur fjölgað á síð- ustu árum, á meðan tilfellum í hópi samkynhneigðra hefur fækkað eða fjöldinn staðið í stað. Í viðtali við unga konu, sem smitaðist af HIV- veirunni með óvörð- um kynmökum þegar hún var aðeins 17 ára, kemur fram að vinkonur hennar nota ekki smokkinn, jafnvel þótt þær viti að hún hafi smitast á þennan hátt. Slíkt andvara- leysi er óskiljanlegt. Forvarnarfræðsla gegn HIV er í dag fyrst og fremst á höndum félagsins HIV-Ísland alnæmissamtök. Samtökin heimsækja skóla og ræða við krakkana um hættuna. Hins vegar er kynfræðsla mismikil í skólum og ekki hefur verið um skipulagðar herferðir að ræða, líkt og var á fyrstu ár- um HIV hér á landi. Nú virð- ist hins vegar sem tími sé kominn á slíka skipulagða fræðslu og ekki bara í skól- unum, heldur um samfélagið allt. Smokkurinn er enn besta vörnin. Til að hindra útbreiðslu HIV-veirunnar er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvort það er smitberar. Heilsugæslustöðvar bjóða hverjum sem er ókeypis HIV- próf og ástæða er til að hvetja fólk til að nýta sér þá þjón- ustu. Þörf er á skipulögðu átaki gegn HIV}Sofið á verðinum Í dag er Þorláksmessa. Viku fyrir jól lít- ur alltaf út fyrir að Þorláksmessa verði mesti rólegheitadagur. Þá á allur und- irbúningur jólanna að vera að baki og ekkert að gera nema sjóða hangikjötið, skreyta jólatréð og rölta aðeins um miðborgina fyrir svefninn. Raunin er oft önnur. Gjöfin fyrir Palla frænda er enn ófundin og hvað í ósköpunum á að kaupa fyrir hana Ásdísi sem á allt? Þetta eru ekki stórvægileg vandamál miðað við þau ósköp sem sumir standa frammi fyrir: Að hafa ekki fundið gjöf fyrir makann og aðeins einn dagur til jóla. Það verður að segjast eins og er, hvað sem öllu jafnréttistali og pólitískri rétthugsun líður, að karlmenn lenda mun oftar í þeim hremmingum en konur. Og þegar aðeins einn dagur er til jóla er freistandi að grípa til örþrifaráða. Góður vinur minn byrjaði hjónaband sitt eins og svo margir aðrir; á hverri skartgripagjöfinni eftir aðra. Konan var hin lukkulegasta. Á fjórða hjúskaparári, þegar hann var fullur sjálfstrausts eftir vel heppnaðar gjafir undanfarinna ára, gerði hann þá reginskyssu að kaupa hentuga gjöf. Það skal sagt, honum til varnar, að konan hafði nefnt að hún vildi gjarnan eignast ákveðinn hlut. Hann stökk því til, keypti hlutinn og til að pakkinn yrði veglegri og hlýlegri bætti hann við vettlingum og trefli. Mörg ár eru liðin, en konan minnir hann reglulega á að þarna hafi hann slegið feilpúst. Hann segist hafa lært sína lexíu og æ síðan miðað jólagjafakaupin við þrennt: Gjöfin á að vera hæfilega dýr, úr fínni búð og það allra mikilvægasta: Henni verður að vera hægt að skipta eftir jólin. Þessi saga er tíunduð hér til að karlmenn á síðasta jólagjafasnúningi falli ekki í þá gryfju að verða ofurpraktískir í innkaupunum. Þeir kunna kannski að meta það sjálfir, eins og gamall vinnufélagi sem var alsæll þegar frúin gaf honum nýtt drifskaft í bílinn, en konur eru einfaldlega miklu ólíklegri til að falla í stafi yfir gjöf sem kemur sér mjög vel. Ekki taka mark á því, þegar stór raftækjaverslun auglýsir að ryksuga sé kjörin jólagjöf. Hún er það vissu- lega ef Gunna frænka vill gleðja ungmennið sem var að flytja að heiman, en hún er hin versta gjöf sem hægt er að hugsa sér frá eig- inmanni til frúarinnar. Þegar ég var krakki þótti sjálfsagt að mamma fengi alls konar búsáhöld í jólagjöf. Það var alsiða og mamma kvart- aði ekkert þegar hún tók við rafmagnshandþeytaranum eða ávaxtaskálinni. Hún kunni hins vegar miklu betur að meta persónulegu hlutina, sem voru valdir með hana eina í huga, en ekki hag heimilisins. Nú eru auðvitað erfiðir tímar og vissulega hefur fólk minna á milli handanna en áður. Ekki hvarflar að mér að gera lítið úr því. En á erfiðum tímum er enn mikilvægara en ella að sýna að við hugsum alveg sérstaklega til ástvina okkar þegar við veljum gjafirnar; að hver og einn fái eitt- hvað sem gleður hann og lýsir hug okkar til hans. Gleðileg jól! Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill Hann fékk bók, en hún . . . Enn langt í land með þorskeldi í stórum stíl FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is E rfiðleikar í efnahags- málum heimsins hægja á þróuninni í fiskeldi, ekki síst á dýrari teg- undum eins og þorski. Þeir munu vafalaust leiða til þess að lengri tími líður þangað til íslensk þorskeldisfyrirtæki hella sér að fullu út í aleldi, út frá kynbættum seiðum, sem fiskeldismenn eru þó sammála um að sé framtíðin í þorskeldinu. Einn stór leikandi í þorskeldinu, Brim í Eyjafirði, er að stíga af sviðinu. Þorskeldi hér hefur að stórum hluta byggst upp á áframeldi. Smá- þorskur er fangaður til eldis í sjókví- um og leiddur til slátrunar eftir eitt ár. Undirstaðan er 500 tonna kvóti sem sérstaklega er úthlutað til þessa verkefnis. Meginhlutinn hefur farið til Hraðfrystihússins – Gunnvarar (HG) og Álfsfells í Ísafjarðardjúpi og nokk- urra smærri fyrirtækja á Vest- fjörðum. Einnig hefur verið úthlutað til fyrirtækja á Norður- og Austur- landi. Ef miðað er við að þorskurinn tvöfaldi þyngd sína í sjókvíunum ætti þessi kvóti að skila um þúsund tonn- um af þorski upp úr sjó á ári. Það hef- ur ekki náðst þar sem kvótinn hefur ekki verið nýttur til fulls. Á árunum 2006 og 2007 voru fönguð um 400 tonn af lifandi þorski. HG og Álfsfelli hefur gengið einna best að ná sínum skammti enda er mikið af smáfiski við Vestfirði og sjó- mönnum hefur gengið ágætlega að fást við verkefnið þótt bátar og tækja- búnaður mætti vera betri. Valdimar Ingi Gunnarsson, sjáv- arútvegsfræðigur hjá Hafrann- sóknastofnuninni, telur að um 700 tonn af þorski verði fönguð í ár, það er að segja kvóti ársins og eftirstöðvar frá fyrri árum. Það þýðir að búast má við heldur aukinni slátrun á næsta ári, ef allt gengur að óskum, eða um 1500 tonnum. Stöðnun í þrjú ár Stöðnun hefur verið í þorskeldinu síðustu ár, heildarframleiðslan verið á bilinu 1400 til 1500 tonn og er búist við svipuðum tölum í ár. Samhliða áframeldinu hafa þrjú fyrirtæki stundað seiðaeldi og fram- leiðslu úr þeim, svonefnt aleldi. Það eru HG, Brim og HB Grandi. Þau hafa bæði látið veiða þorskseiði fyrir seiðaeldisstöðvar sínar og keypt ræktuð seiði. Þannig hafa HG og Brim rekið saman seiðaeldisstöð á Nauteyri. Fyrirtækin eru að fara yfir stöðuna um þessar mundir og meta fram- haldið. Ljóst er að það mun fækka í hópnum því Brim hefur ákveðið að gera tímabundið hlé á fiskeldisrekstri sínum. Er nú verið að slátra upp úr sjókvíunum í Eyjafirði og ekki verður settur þar út fiskur á næstunni. Ágúst Torfi Hauksson fram- kvæmdastjóri segir að ekki hafi feng- ist nógu mikið af góðum seiðum hér á landi. Mikil afföll eru á seiðunum þeg- ar þau eru sett í sjókvíarnar. Það vandamál hefur einnig hrjáð þorsk- eldið í Noregi. HB Grandi hefur einbeitt sér að aleldi, eins og Brim, lætur framleiða seiðin á Reykjanesi og elur áfram í sjókvíum í Berufirði. Enginn bilbug- ur er á forráðamönnum fyrirtækisins, að sögn Kristjáns Ingimarssonar, forstöðumanns fiskeldis. Verðfall á afurðunum vegna minni eftirspurnar eftir dýrari sjávaraf- urðum veldur fiskeldismönnum áhyggjum. Þeir hafa stílað inn á að slátra þorskinum þegar gott verð fæst fyrir afurðirnar og nýta þannig sveigjanleika eldisins. Þetta góða verð hefur hjálpað þeim að takast á við erfiðleikana með seiðaeldið. Valdi- mar metur stöðuna svo að það þurfi að stunda kynbætur í mörg ár enn, áður en fyrirtækin geti farið út í aleldi á þorski í stórum stíl. Talar um miðj- an næsta áratug í því efni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Slæging Starfsmenn slægingarfyrirtækisins Stál og hnífur slátra og slægja eldisþorsk hjá HG í Súðavík. Fiskurinn fer blóðferskur til vinnslu. ÍSLENSKU sjávarútvegsfyrirtækin hafa ekki farið eins geyst af stað í aleldi á þorski og Norðmenn. Þau verða því ekki eins fyrir barðinu á erfiðleikum í efnahagslífi heimsins og norsku þorskeldisfyrirtækin. „Norðmenn fóru allt of glanna- lega í þetta. Þeir lenda því illa í kreppunni,“ segir Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræð- ingur. Hann tekur þó fram að á bak við þorskeldið í Noregi standi öflug fyrirtæki. Hann segir að íslensku sjávarútvegsfyrirtækin hafi verið varkár og sýnt meiri skynsemi. Erfiðleikar við sölu á eldisþorski frá Noregi hafa leitt til verðlækk- unar, sem einnig þrýstir niður verði á hefðbundnum þorskafurðum. Nú er verðið á ferskum eldisþorski orðið lægra en á villtum þorski. Við þessu varar Norges Fiskarlag, heildarsamtök norsks sjávarútvegs, og rifjar upp hugmyndir um sam- ræmt lágmarksverð. FÓRU OF GEYST ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.