Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 -bara lúxus Sími 553 2075 ORLÁKSMESSU m öllum gleðilegra jóla mber - annan í jólum Söngur þessi er mjög merkilegur, ekki að-eins fyrir það, hve gamall hann er, held-ur einkum fyrir hitt, að hann er orktur á Íslandi, eftir íslenzkum rímreglum og undir íslenzkum bragarháttum. Virðist því mjög lík- legt, að lagið við tíðasöng þennan sé íslenzkt, tilbúið af einhverjum hinna kaþólsku klerka, og það því fremur, sem hvorki hefur tekist að finna textann né lagið í nokkrum útlendum nótnabókum frá þeim tíma.“ Þannig hljóðar inngangur séra Bjarna Þor- steinssonar prests á Siglufirði að Þorláks- tíðum, sem kenndar eru við Þorlák helga Þór- hallsson Skálholtsbiskup og birtust í merku safni hans, Íslenzk þjóðlög, sem kom út á Ís- landi í byrjun 20. aldar Þorlákstíðir eru merkustu heimildir okkar um kirkjusöng á Íslandi á miðöldum, og ein- stök þjóðargersemi. Ekki hafði séra Bjarni þó alfarið rétt fyrir sér í tilgátum sínum um uppruna tónlistar- innar. Víst er að texti tíðanna, á latínu, var saminn af íslenskri manneskju, en lögin fengin erlendis frá að miklu eða öllu leyti. og þekkt í tíðasöng enskra svartmunka á 13. öld. Heimildir séra Bjarna um tíðasönginn eru skinnhandrit Þorlákstíða, messubók frá Skál- holtsdómkirkju, varðveitt í stofnun Árna Magnússonar. Texti tíðanna er rímaður, en söngurinn er einraddaður og ritaður með naumum, þeirri nótnaritun sem tíðkaðist á miðöldum.    Þorlákstíðir eru til vitnis um það að á Ís-landi á miðöldum var tíðarandinn fjarri því að vera heimóttarlegur. Þorlákstíðir til- heyra þeim kirkjulega söngstíl sem kallað er Gregorssöngur og kenndur er við Gregor páfa fyrsta sem uppi var á sjöttu öld. Gregor sjálfur hafði ekkert með tíðasönginn þann að gera, en ekki er ólíklegt að Gregorssöngurinn hafi ver- ið kenndur við hann, þar sem Gregor var vin- sæll, og kom á ýmsum umbótum í messuhaldi, og því prýðisgott markaðsbragð að kenna sönginn við hann. Gregorssöngurinn þróaðist meðal frönskumælandi Evrópubúa á 12. öld og náði mikilli útbreiðslu. Það verður að teljast fullvíst að Þorlákur helgi hafi kynnst honum á námsárum sínum í Frakklandi og á Englandi upp úr miðri 12. öld. Var það kannski Þorlákur sjálfur sem kom með sönginn heim til Íslands? Það vitum við ekki með vissu, en þó er vitað að Þorlákur lét ekki þann dag líða, að ekki syngi hann messu, „sér til hjálpar og öðrum“, eins og segir í Byskupasögum Jóns Helgasonar.    Með Þorlákstíðum var evrópsk menning-ararfleifð bundin Íslandi. Lögin voru í þeim tóntegundum sem séra Bjarni kallaði „grískar“, en eru það sem í dag er kallað kirkjutóntegundir. Það merkilega við þróun þeirra í íslenskri tónlist er að smám saman færðist notkun þeirra yfir á veraldlegan söng, og hélst þar langt frameftir öldum, löngu eftir að aðrar þjóðir höfðu tekið upp dúr- og moll- tónstiga. Fjölmörg íslensk þjóðlög eru til dæmis í lýdískri tóntegund – tóntegundinni með stækkaðri ferund – svokölluðum tón- skratta. Á vetrarsólstöðum er skemmst að minnast þjóðlagsins Ljósið kemur langt og mjótt. Þess má geta að kaþólska kirkjan bann- aði þessa tóntegund vegna þess hve tónskratt- inn þótti ljótt tónbil. Það má því ótvírætt þakka Þorláki helga þá víðsýni og þekkingu að vilja efla sönglistina í kirkjunni Hann lést nokkrum árum fyrir aldamótin 1300 en tíða- söngshandritið er talið skráð um öld síðar.    Það var fleira sem Þorlákur biskup helgihafði sér til ágætis. Hann þótti góður maður og guðhræddur og vildi gera öllum gott, ekki síst fátæklingum og ölmusufólki. Í Byskupasögum Jóns Helgasonar segir enn- fremur: „Hann fastaði þá er hann var heima, vakti löngum um nætur og baðst fyrir. Hann var drykksæll svo ekki þraut drykki þá er hann blessaði í veislum. Hann lét kalla saman fátæka menn fyrir hinar hæstu hátíðir 12 eða 9 eða 7 og kom til leynilega að þvo fætur þeirra og þerrði síðan með hári sínu og gaf hverjum þeirra nokkra góða ölmusu áður á brott færi.“ Vinsældir Þorláks voru miklar og sennilega ekki að undra miðað við orðsporið. Á hann var mikill átrúnaður fyrir flekklaust líferni, manngæsku og kærleika. Fimm árum eftir andlátið var Þorlákur helgi Þórhallsson tekinn í dýrlinga tölu á Ís- landi og áheit á hann leyfð. Hann á tvo messu- daga á ári; Þorláksmessu á sumri 20. júlí og daginn í dag, Þorláksmessu á vetri, 23. desem- ber. Jóhannes Páll II páfi útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands 14. janúar 1985 í Reykjavík. Þvoði fætur fátækra og þurrkaði með hári sínu » Vinsældir Þorláks vorumiklar og ekki að undra miðað við orðsporið. Á hann var mikill átrúnaður fyrir flekklaust líferni, kærleika og manngæsku. Þorlákstíðir Úr handriti tíðanna. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Þorlákur biskup Þórhallsson hinn helgi fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð árið 1133. Foreldrar hans voru Þórhallur Þorláksson, bóndi þar, og kona hans Halla Steinadótt- ir. Skólanám stundaði hann fyrst hjá Eyj- ólfi Sæmundssyni í Odda. Hann gekk í munkareglu hl. Ágústínusar og tók sínar fyrstu vígslur ungur að árum. Síðar nam hann í París og einnig í Lincoln á Englandi og varði útivist hans í sex ár. Heimkominn dvaldi hann tvö ár með frændum sínum en varð þá príor í Kirkjubæ önnur sex ár og eftir það ábóti í Þykkvabæ í Álftaveri í sjö ár, er hann var valinn til biskups í Skálholti og gegndi því embætti a.m.k. í fimmtán ár. Þorlákur andaðist 23. desember 1193 sex- tugur að aldri. Heimsmaður á miðöldum Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is SVO gæti farið, vegna niðurskurðar hjá RÚV, að tónlistaratriði yrðu fjarlægð úr Kastljósi. Þar myndi hverfa eitt besta kynningarpláss ís- lenskra tónlistarmanna í sjónvarpi í dag. Einnig myndi þetta skaða tölu- vert þá menningarstarfsemi er RÚV hefur staðið fyrir, því með þessum tónlistarinnskotum þáttarins hefur Sjónvarpið náð að skjalfesta fjöl- breytileika íslenskrar tónlistar vel, enda fá margar sveitir er þar koma fram ekki inni í öðrum þáttum. Þórhallur Gunnarsson, dagskrár- stjóri RÚV, segir að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um málið en viðurkennir að hætta sé á að tón- listin endi undir skurðarhnífnum. „Þetta er ömurlegt“ „Þetta gæti orðið niðurstaðan,“ segir Þórhallur. „Tónlistin er á þessum niðurskurðarlista vegna þess að við greiðum öllum tónlist- armönnum fyrir að koma fram í þættinum samkvæmt kjarasamn- ingum við FÍH [Félag íslenskra hljómlistarmanna]. Það getur því vel verið að ég þurfi að skera hana verulega niður eða bara hreinlega hætta með hana.“ Þórhallur segir að 10-12 milljónir króna fari í þóknun til tónlistar- manna vegna þáttarins á hverju ári, sem sé of mikið miðað við breytta fjárhagsáætlun. Þetta bitni því ekki bara á því tónlistarfólki er hefur at- vinnu af því að leika á hljóðfæri í landinu heldur líka þeim er vilja komast í þáttinn til að kynna afurðir sínar. Samkvæmt þeim samningum er nú gilda við FÍH sé RÚV óheim- ilt að fá tónlistarfólk til að leika frítt. „Þetta er ömurlegt. Við erum eina sjónvarpsstöðin sem borgar tónlist- armönnum fyrir að koma fram, en tónlistarmenn fá að koma frítt fram og kynna sig á hinum stöðvunum. Við erum háð þessu að við þurfum alltaf að greiða. Ég vona að við finn- um einhverjar leiðir út úr þessu, en ég er ekkert rosalega bjartsýnn.“ Sigurgeir Sigmundsson hjá FÍH segir RÚV ekki hafa sent félaginu formlega beiðni um undanþágu á greiðslu. Málið var þó rætt lauslega á stjórnarfundi FÍH í gær, en engin ákvörðun tekin. „Við tökum á mál- inu þegar það kemur inn á borð til okkar. Þetta er ástand sem allir þurfa að bregðast við á einhvern hátt og við reynum að leysa þetta með RÚV í sátt og samlyndi. En við verðum öll að lifa og maðurinn lifir ekki á kynningu einni saman.“ Er tónlistin á leið út úr Kastljósi?  Tónlistaratriði eiga á hættu að hverfa úr sjónvarpsþættinum Kastljósi vegna niðurskurðar hjá RÚV  Forsvarsmaður FÍH segir RÚV ekki enn hafa beðið um undanþágu frá greiðslum til tónlistarmanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Kastljós Kreppan er þegar byrjuð að ógna menningarstarfi RÚV. Nú lítur út fyrir að tónlist verði minnkuð eða fjarlægð úr Kastljósi vegna ástandsins en þátturinn hefur verið eitt helsta kynningartæki tónlistarmanna. Í HNOTSKURN »Þórhallur Gunnarsson gætineyðst til þess að skera tón- listaratriði úr Kastljósi vegna niðurskurðar hjá RÚV. »Hann segir greiðslur til tón-listarmanna fyrir spila- mennskuna vera 10-12 milljónir á ári hverju og ekki sé gert ráð fyrir því í nýrri fjárhagsáætlun. Hann segist vonast til að finna lausn, en er ekki bjartsýnn. »Forsvarsmaður FÍH útilokarekki að hægt verði að finna lausn á málinu en segir tónlist- armenn líka þurfa að lifa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.