Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 ✝ Stefán Guð-mundsson fædd- ist á Mýrum í Skrið- dalshreppi í S-Múl. 30. apríl 1943. Hann lést á Landspít- alanum þriðjudaginn 9. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Sveinsson og Pálína Fanney Stef- ánsdóttir. Systkini Stefáns eru Jónína Salný, f. 1937, Sveinn Oddur, f. 1938, og Guðgeir Halldór, f. 1948. Synir Stefáns og fyrri eiginkonu hans, Sigurrósar Jónsdóttur, eru Guðmundur Jón, f. 1963, d. 1966, og Svanur, f. 1965. Stefán kvænt- ist árið 1971 Báru Egilsdóttur, sonur þeirrra er Guðfinnur, f. 1971. Stjúpbörn Stefáns eru Bjarni Ólafur Bjarnason, f. 1954, Egill Kristján Bjarnason, f. 1955, Hrafnhildur Ólöf Bjarnadóttir, f. 1960, Jón Guðbjörn Bjarnason, f. 1962, og Sævar Bjarnason, f. 1965. Stefán starfaði mestan hluta starfs- ævi sinnar við bíla. Hann lauk prófi í bifvélavirkjun. Starfaði hann undanfarin 35 ár í tengslum við BMW- og Renault- bílaumboðin, síðast hjá B og L. Útför Stefáns fór fram 15. des- ember, í kyrrþey. Nú ertu farinn, pabbi minn. Ég vissi alltaf að það yrði sárt að missa þig en mig óraði ekki fyrir að sökn- uðurinn yrði svo sár. Þú varst svo einstaklega góður maður sem ég leit alltaf upp til og bar takmarkalausa virðingu fyrir. Þú áttir alltaf bros og umhyggju fyrir mig og sýndir án orða að þér þætti vænt um mig. Að horfa á þig berjast í veikindum þín- um staðfesti fyrir mér hvernig mað- ur þú varst. Þú tókst mótlæti með jafnaðargeði og hugrekki og reyndir til hins ýtrasta að gera mig ekki hræddan. Við höfum átt góðar stund- ir saman á ferðalögum okkar og hélt ég lengi í vonina um að gönguferð á Austfjörðum næsta sumar yrði að raunveruleika. Nú verð ég að fara ferðirnar án þín en ylja mér á ferða- lögunum við minningarnar. Það er sárt að finna að það er margt ósagt og þú farinn. Það er svo margt sem ég vildi hafa verið búinn að segja þér áður en þú kvaddir en ég vona að við hittumst aftur seinna og fáum tækifæri til að eiga stund sam- an. Ég hefði líka óskað þess að börn- in mín hefðu notið meiri samvista við þig, þú varst alltaf brosandi og glað- ur með þeim og muna þau þig ekki öðruvísi. Elsku pabbi, síðasta kveðjan þín var „góða nótt“ og ég óska að svefn- inn langi verði góður. Ég bið þess að Guð geymi þig og þú fáir aftur að hitta þau sem þú misstir svo ungur. Bless, pabbi minn, og takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þinn sonur, Guðfinnur Stefánsson. Engillinn minn á jörðu niðri er far- inn þangað sem englar eiga heima. Stefán, tengdafaðir minn, fékk þetta viðurnefni hjá mér og skeytti ég því iðulega við þegar ég ræddi um hann við aðra. Í mínum huga var hann maður sem gat allt. Ég kom ung inn í fjölskylduna og varð mjög hissa að sjá pabba sem bakaði, hengdi upp gardínur og eld- aði matinn, þetta þekkti ég ekki. Það var þó ekki það sem heillaði mig mest við Stefán heldur var það skap- gerðin hans sem einkenndist af ró- lyndi og jafnaðargeði. Hann var allt- af ljúfur og góður við mig og börnin og það var auðvelt að þykja vænt um hann. Í veikindunum var hann ótrúlega sterkur og vildi ekki láta hafa fyrir sér. Í hans huga átti ekki að trufla hjúkrunarfólk að næturlagi eða yf- irleitt fara fram á nokkurn skapaðan hlut. Ég vildi þó að hann hefði beðið mig um að gera meira fyrir sig eða að ég hefði haft frumkvæði að því að gera meira fyrir hann, því ef einhver átti það skilið þá var það hann. Elsku tengdapabbi, ég sakna þín mjög mikið og vildi óska að tíminn þinn hér hjá okkur á jörðinni hefði verið ríflegar skammtaður. En sjálf- sagt vill Guð hafa sem flesta engla í Stefán Guðmundsson Elskuleg systir mín Sína hefur nú fengið langþráða hvíld. Á níræðisafmæli hennar hinn 2. nóvember sl. kom stór hópur úr fjölskyldunni saman á Hrafnistu í Reykjavík til þess að njóta með henni dýrmætrar sam- verustundar. Fjölskyldan er söng- elsk mjög og við þetta tækifæri var lagið tekið eins og svo oft áður. Sína ljómaði öll og reyndi að syngja með þegar ættjarðarlögin og aðrir æsku- söngvar hennar voru sungnir. Söng- urinn var alla tíð líf hennar og yndi. Ég var yngsta systir Sínu sem var mér sem önnur móðir og ég á henni svo ótal margt að þakka eins og raunar margir aðrir. Hún var ein- staklega umhyggjusöm og kærleiks- rík og helgaði líf sitt öðrum alla tíð. Síðustu æviár sín dvaldi Sína á Hrafnistu í Reykjavík. Færi ég starfsfólki þar mínar bestu þakkir fyrir umönnunina svo og frændfólki mínu fyrir alla aðstoð og ræktar- semi við elskulega frænku. Í fullri trú á endurfundi eða það sem krist- in kirkja kallar upprisu kveð ég með kærleik og hjartans þökk. Eg er þín syngur sólin þá svífa burt skýin þú ert ástkæra barnið sem brosir og hlær. Eg er þitt hvíslar vatnið við vorgrænan bakkann líknsöm er hönd þín eg lauga þín sár. Eg er þitt segir loftið Vigfúsína Bjarnadóttir ✝ Vigfúsína Bjarna-dóttir, eða Sína, eins og hún var jafn- an kölluð, fæddist á Fjallaskaga, ysta bæ við Dýrafjörð norð- anverðan, 2. nóv- ember 1918. Hún lést á Hrafnistu að morgni 10. desember síðastliðins og var jarðsungin frá Foss- vogskirkju 18. desem- ber. sem leikur um hvelið þú ert ljósberi okkar á kærleikans braut. Eg er þín segir jörðin þegar þarftu mín kæra þú ert barn mitt og burð- ur ástkær blómstur og mold. Þegar vegferð er lokið þegar vefur þig jörð syngja vorfuglar himins um Dýrafjörð. Ingibjörg Bjarnadóttir. Ég kynntist Sínu í gegnum sam- eiginlega frænku okkar hana Rúnu bróðurdóttur hennar. Hún þá orðin gömul kona, ég tæpri hálfri öld yngri og ég man að ég hugsaði að svona myndi ég vilja eldast. Það var hægt að ræða hvað sem var við hana, hún var vel að sér í öllu held ég, menningu og listum, uppeldis- málum, heimspekilegum vangavelt- um eða bara venjulegum dægurmál- um. Hún hafði líka einlægan áhuga á manneskjunni sem hún var að tala við hverju sinni. Myndarskapur var henni í blóð borinn, ég hef ekki enn kynnst konu af hennar kynslóð sem leggur flísar, málar, lagar pípulagnir og gerir yfir höfuð allt sem gera þarf á heimili, en eins og hún sagði sjálf, „þegar maður býr einn þá verður maður að bjarga sér“. Hún Sína var alltaf heilsuhraust, því var það erfitt fyrir hana þegar hún fór að verða hálfjafnvægislaus, eins og hún orðaði það við mig. Hún sagði mér sögu af skiptum sínum við unga lækninn sem hún leitaði til þegar einkennin byrjuðu: „Það er ekki að spyrja að hrokanum í þessu, hann sagði að ég væri bara orðin gömul! Ég sagði að ég þyrfti nú ekki lækni til að segja mér það og hvort hann gæti verið svo vinsam- legur að segja mér af hverju jafn- vægið væri svona. Læknirinn teikn- aði þá mynd af innra eyra og útskýrði nákvæmlega hvað væri að gerast sem hann hefði átt að gera strax, annað er bara niðurlægj- andi.“ Sína reyndi að halda sínu striki, gekk um heima hjá sér með því að styðja sig við húsgögn og veggi en sló ekkert af gönguhrað- anum. Hún nánast henti sér á milli veggja! En það kom að því að hún varð að láta í minni pokann. Þessi sterka kona varð að viðurkenna að hún væri of ósjálfbjarga til að búa ein og flutti inn á Hrafnistu. Ég veit að hún varð aldrei almennilega sátt við það, ekki það að hún kvartaði, það gerði hún aldrei, allavega ekki í mín eyru, hún sagði mér að hún hefði nú heldur kosið að fá bara að fara en að verða svona ónýt. Hún var ákaflega stolt af sínu fólki og hýrnaði alltaf yfir henni þegar talið barst að því. Ég veit að þau lögðu sig fram um að láta henni líða sem best. Ég votta ættingjum öllum og öðrum aðstandendum sam- úð mína. Minning Sínu Bjarnadóttur mun lifa. Ég veit að ég á eftir að halda áfram að segja frá þessari sérstöku konu. Sigurveig Guðmundsdóttir (Veiga). En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Látin er í hárri elli föðursystir mín Sína Bjarnadóttir. Það leita á hugann leiftur af minningabrotum liðins tíma. Mín fyrsta minning um Sínu er af mér sitjandi í fanginu á henni. Ég hef þá verið 5 eða 6 ára. Við systkinin vorum þá nýbúin að missa móður okkar og þótti lítilli stúlku gott að kúra í hlýjum faðmi Sínu. Faðmur Sínu var stór og hjartahlýr og alltaf opinn þeim sem þurftu á huggun og uppörvun að halda. Seinna þegar ég hugði á Kennaraskólanám fékk ég húsaskjól hjá Sínu. Þar voru líka fyrstu tvö árin frænkur mínar úr Eyjafirðin- um, þær Þórlaug og Anna Rósa. Sína var saumakona af Guðs náð og allt lék í höndunum á henni. Hún vann langan og strangan vinnudag á saumastofunni Gefjun og síðar Öll minningarkort – einn vefur www.minningarkort.is ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, HÓLMFRÍÐUR HELGADÓTTIR, Auðbrekku, Hörgárdal, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 18. desember. Útförin fer fram að Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 27. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Bernharð Arnarson, Þórdís Þórisdóttir, Bergvin Þórir, Anna Ágústa, Ísak Óli, Karin Thelma, Bernharð Spörn, Sigríður Ketilsdóttir, Helgi Sigurjónsson og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, GUÐBJÖRG PÁLSDÓTTIR frá Sólbakka, Selfossi, lést á Ljósheimum á Selfossi föstudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 27. desember kl. 11.00. Páll Árnason, Benedikta Guðnadóttir, Sigursteinn Steindórsson, Valgerður Kristinsdóttir, Sigríður Þóra Yngvadóttir, Ingibjörg J. Steindórsdóttir, Sveinbjörn F. Einarsson, Gísli Steindórsson, Þóra Þórmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, DAGBJÖRT HANNA JÓNSDÓTTIR, Silfurgötu 23, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi föstudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju mánudaginn 29. desember og hefst athöfnin kl. 14.00. Sigurður Amlin Kristjánsson, Guðrún Alma Sigurðardóttir, Rannveig Kristín Sigurðardóttir, Axel Garðar Hjartarson, Selma Rós Amlin, Svanur Jóhannsson, Guðmundur Jón Amlin, Lea Rakel Amlin, Sigmar Tryggvason og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐBJÖRN E. GUÐJÓNSSON fv. kaupmaður, Engjateigi 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnu- daginn 21. desember. Fyrir hönd aðstandenda, G. Hafsteinn Guðbjörnsson, Maj-Britt Kolbrún Hafsteinsdóttir, Hilmar Guðbjörnsson, Sveinbjörg Einarsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR HJARTAR frá Þingeyri, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 19. desember. Þórður Eiríksson, Guðbjörg Haraldsdóttir, Margrét Eiríksdóttir, Edda Eiríksdóttir, Gunnar G. Smith, Sigríður Eiríksdóttir, Þórarinn Eyþórsson, Björk Eiríksdóttir, Curtis Olason, Sæunn Eiríksdóttir, Gísli I. Gíslason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.