Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008
✝ Jóhannes Vil-hjálmsson fæddist
í Sveinskoti á Álfta-
nesi 6. apríl 1936.
Hann andaðist á
Landspítalanum 5.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Halla
Bjarnadóttir frá
Leiðólfsstöðum í
Flóa, f. 17. ágúst
1900, d. 2. janúar
1990 og Vilhjálmur
Páll Vilhjálmsson frá
Tungu við Skut-
ulsfjörð, f. 28. maí 1893, d. 18. júlí
1947. Systkini Jóhannesar eru Vil-
hjálmur Bjarni, f. 1932, Reynir, f.
1934 og Ásthildur Margrét, f. 1937.
Fjölskyldan bjó við heldur kröpp
kjör eins og algengt var í þá daga,
sérstaklega var það mikið áfall þeg-
ar heimilisfaðirinn Vilhjálmur lést,
en þá var Jóhannes 12 ára gamall.
Árið 1952 fór Jóhannes ásamt syst-
ur sinni Ásthildi Margréti til náms í
Eftir nokkurn tíma við búskap-
arstörf hóf Jóhannes að framleiða
gangstéttarhellur. Með bjartsýni
og dugnaði tókst honum að byggja
upp myndarlegt fyrirtæki. Hann
var afar vinnusamur og ósérhlíf-
inn og laginn við að notfæra sér þá
tækni sem að gagni mætti verða
við framleiðsluna.
Jóhannes lenti í alvarlegu
vinnuslysi árið 1981 eða ’82 og var
hann háður hjólastól eftir það.
Hann kvartaði ekki en tókst á við
þessa miklu fötlun af karl-
mennsku. Hann var duglegur við
að gera æfingar til að styrkja lík-
amann frá því að vinnuslysið varð
þar til yfir lauk. Hann ferðaðist
einn á bílnum til annarra landa og
sótti söfn sér til fróðleiks. Hann
var afar lifandi, ef svo má að orði
komast, sótti sinfóníutónleika,
málverkasýningar og íþrótta-
viðburði. En áður en vinnuslysið
varð hafði hann stundað hesta-
mennsku af mikilli alúð. Jóhannes
hafði einnig ánægju af að spila á
gítar og orgel en gerði það mest í
einrúmi.
Útför Jóhannesar var gerð í
kyrrþey.
Sorø Ungdomsskole í
Danmörku. Síðar fór
hann til Östfold í
Noregi og dvaldi hjá
föðursystur sinni,
vann á búgarði henn-
ar og í framhaldi af
því fór hann í skóla í
bústjórnarfræðum og
lauk prófi þaðan.
Jóhannes kynntist
Bodil verðandi eig-
inkonu sinni í Noregi
og að loknu námi
komu þau til Íslands
og settust að og
gengu í hjónaband 1963. Þau slitu
samvistir. Börn þeirra eru: a)
Kristín, f. 23. júní 1965. Börn henn-
ar eru Jasmin Elena og Elias Seb-
astian, fædd 4. desember 2000. b)
Sturla, f. 20. nóv. 1969 sambýlis-
kona Siv Anita Larsen, f. 3. sept-
ember 1971. Börn þeirra eru Alex-
ander, f. 4. apríl 1999 og Eva, f. 2.
ágúst 2003. Sonur Sturlu er Þórir
Gylfi, f. 6. október 1990.
Okkur langar með fáum orðum að
minnast pabba okkar, tengdapabba
og afa. Best munum við ferðalög
hans til okkar hér í Noregi. Honum
þótt sérstaklega gaman að taka
Norrænu yfir hafið til að heimsækja
okkur systkinin og fjölskyldur okk-
ar. Það hindraði hann ekkert að
hann var bundinn við hjólastól, einn
á ferð ók hann um Norðurlöndin og
Evrópu.
Hann var alltaf glaður, jákvæður
og áhugasamur um okkar hagi.
Hann var margfróður og söfn lét
hann ekki fram hjá sér fara. Hann
las um allt milli himins og jarðar og
var mjög fróður um margt og mikið.
Þetta gerði það að verkum að við
höfðum alltaf nóg um að tala. Hann
spilaði bæði á píanó og gítar og mik-
ill tími fór í að finna alls kyns nótur
að lögum sem honum þótti skemmti-
leg. Hann var upptekinn af heil-
brigðu líferni og var alltaf að hvetja
okkur til hins sama. Sjálfur fór hann
út á næstum því hverjum degi í
hjólastólnum til að halda sér í formi.
Hann var líka sá allra harðasti í
leikfiminni á Grensási og miðaði
sjálfan sig við þá yngri. Hann var
alltaf upptekinn af því að bjarga sér
sjálfur og ekkert annað kom til
greina. Það var mikill gestagangur
heima hjá honum og það leið varla
sá dagur að ekki liti einhver inn. Við
fengum síðan alltaf nýjustu fréttir
að heiman.
Sérstaklega hafði hann mikinn
áhuga á hvernig barnabörnunum
vegnaði og ekki vantaði góðu ráðin
frá honum. Hann sendi þeim einnig
íslenskar bækur.
Sturla minnist allra góðu stund-
anna þeirra saman í Hellusteypunni.
Hann sá líka til þess að ég fékk
áhuga á útiveru og öllum íþróttum.
Hestamennskunni hafði ég líka mik-
ið dálæti á.
Kristín minnist allra umræðn-
anna í gegnum símann seinni árin,
það voru margir klukkutímarnir
sem fóru þar. Stuðningur hans var
ómetanlegur.
Við munum öll sakna hans sárt.
Kveðja
Kristín, Sturla, Siv Anita,
Jasmin, Elias, Alexander,
Eva og Þórir.
Jóhannes Vilhjálmsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
GRÍMUR ÁRSÆLSSON,
Suðurbraut 16,
Hafnarfirði,
var jarðsettur í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum samúð og vinarhug.
Maggý Ársælsdóttir,
Erla Ársælsdóttir,
Ragnar Gíslason
og frændsystkini.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI SIGURÐSSON,
Skagfirðingabraut 23,
Sauðárkróki,
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
föstudaginn 19. desember.
Útförin fer fram frá Reynistaðarkirkju laugardaginn
3. janúar kl. 14.00.
Sigfús Helgason, Guðrún Gunnsteinsdóttir,
Sigurbjörg Helgadóttir, Sigursveinn Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ÓLAFÍA SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Lækjasmára 21,
lést sunnudaginn 21. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svanhvít Ásta Jósefsdóttir, Ásgeir Ólafsson,
Björn Ingi Jósefsson, Dóra Ásgeirsdóttir,
Ólafur Jósefsson, Steinunn Svanborg Gísladóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Faðir okkar,
FILIPPUS ÞORVARÐARSON
fv. leigubílstjóri,
andaðist föstudaginn 19. desember.
Útför verður auglýst síðar.
Sólveig Filippusdóttir,
Hafsteinn Filippusson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐMUNDA ODDBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Bræðraborgarstíg 5,
Reykjavík,
lést á deild B-4 Landspítalanum Fossvogi laugar-
daginn 20. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Halldór S. Aðalsteinsson,
Guðmundur Kr. Aðalsteinsson, María Eygló Jónsdóttir,
Aðalsteinn R. Aðalsteinsson, Bergrós Hilmarsdóttir,
Sigdóra Jóna Aðalsteinsdóttir, Jóhann Guðmundsson,
Ingibjörg Guðrún Aðalsteinsdóttir,
Kristín Pálína Aðalsteinsdóttir, Reynir Baldursson,
Halldór Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR,
Heiðarvegi 56,
Vestmannaeyjum,
sem lést á Landspítalanum 18. desember, verður
jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
mánudaginn 29. desember kl. 14.00.
Hallgrímur Þórðarson,
Þórður Hallgrímsson, Anna Friðþjófsdóttir,
Einar Hallgrímsson, Margrét Íris Grétarsdóttir,
Halldór Hallgrímsson, Guðrún Kristmannsdóttir,
Jónína Hallgrímsdóttir, Þórir Magnússon,
Heimir Hallgrímsson, Íris Sæmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar,
HALLDÓRA ELDJÁRN,
lést að kvöldi sunnudagsins 21. desember á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ólöf Eldjárn,
Þórarinn Eldjárn,
Sigrún Eldjárn,
Ingólfur Eldjárn.
✝
Ástkæri maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
EGILL GUÐMUNDSSON
bóndi frá Króki í Grafningi,
til heimilis á Skúlagötu 40 b,
lést sunnudaginn 21. desember.
Útför verður auglýst síðar.
Svala Marelsdóttir,
Birgir Egilsson, Sigríður Guðlaugsdóttir,
Tómas Egilsson, Ingibjörg Sigurunn,
Elfa Egilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur frændi okkar,
JÓNAS JÓNSSON,
Vífilsstöðum,
Garðabæ,
lést föstudaginn 19. desember.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
9. janúar kl. 13.00.
Systkinabörnin.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum.
Minningargreinar