Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 32
32 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 Sudoku Frumstig 6 3 2 9 6 9 7 8 9 4 2 8 6 5 1 2 7 8 3 7 1 9 2 7 4 5 1 3 4 2 9 7 2 6 5 9 4 9 1 6 9 8 1 5 6 2 4 8 1 5 1 2 4 3 8 1 8 8 9 7 5 2 2 7 2 7 8 9 7 8 4 3 4 3 2 7 5 8 7 6 1 4 2 5 9 6 7 4 9 1 8 9 7 2 7 4 2 6 7 3 9 3 7 4 3 2 6 1 9 7 5 8 4 4 1 9 5 8 3 7 6 2 7 8 5 4 6 2 9 1 3 2 5 4 9 7 8 1 3 6 6 7 3 2 4 1 8 5 9 1 9 8 3 5 6 2 4 7 5 3 1 6 2 9 4 7 8 8 4 2 7 3 5 6 9 1 9 6 7 8 1 4 3 2 5 4 9 6 8 1 3 5 7 2 5 2 8 9 6 7 1 4 3 1 7 3 5 4 2 8 9 6 9 6 2 3 7 8 4 5 1 3 8 4 2 5 1 7 6 9 7 5 1 4 9 6 2 3 8 2 4 5 6 8 9 3 1 7 6 3 7 1 2 4 9 8 5 8 1 9 7 3 5 6 2 4 1 6 3 7 9 2 4 8 5 4 2 9 3 5 8 1 7 6 5 8 7 4 1 6 9 2 3 2 1 4 9 6 3 7 5 8 8 3 6 5 4 7 2 1 9 7 9 5 2 8 1 6 3 4 6 5 1 8 7 4 3 9 2 3 4 8 1 2 9 5 6 7 9 7 2 6 3 5 8 4 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 23. desember, 358. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Víkverji lét loksins verða af því aðhöggva sitt eigið jólatré fyrir hátíð ljóss og friðar. Hingað til hefur hann látið sér nægja að festa kaup á því í búð. Hélt kappinn sem leið lá að Fossá í Kjós um hádegisbil á sunnu- daginn en þar er gestum og gang- andi heimilt að höggva tré gegn sanngjörnu verði. Af öllum stærðum og gerðum. Leitin að hinu fullkomna tré var býsna skemmtileg en í henni tóku þátt ásamt Víkverja eiginkona hans og dóttir, að ógleymdum hund- inum sem var í essinu sínu í skóg- inum. Spólaði af einlægri gleði og áhuga. Ekki spillti veðrið heldur fyr- ir en Kjósin skartaði sínu fegursta í snjónum og stillunni. Fjöldi fólks var líka samankominn á Fossá í sömu erindagjörðum og Víkverji. x x x Þegar rétta tréð, ljómandi huggu-leg fura, var komið í leitirnar var ekki annað eftir en að fella það. Það er ofmælt að Víkverji hafi höggvið tréð enda aðeins boðið upp á sagir á Fossá. Hann er fyrir vikið nær því að teljast skógarsagmaður en skógarhöggsmaður enda þótt síð- arnefnda heitið sé tilþrifameira. En það var skemmtileg tilfinning að draga sitt eigið tré á eftir sér út úr skóginum og að bílnum. Hið kjósverska jólatré bíður þess nú að verða sett upp og skreytt í stofunni en sú athöfn fer að venju fram í dag, Þorláksmessu. x x x En böggull fylgir skammrifi.Þannig er nefnilega mál með vexti að Víkverji er tilfinningavera og ekki er laust við að hann hafi þeg- ar myndað innilegri tengsl við þetta tiltekna jólatré en fyrri tré enda ein- hverjir allt aðrir menn höggvið þau. Fyrir vikið skyggir kvíðinn óneit- anlega svolítið á hátíðina nú en Vík- verji finnur að honum á eftir að reynast erfitt að láta tréð frá sér á þrettándanum. Víkverji stefnir eigi að síður skón- um að Fossá að ári. Þá mun hann hins vegar kanna möguleikana á því að slíta tréð upp með rótum og gróð- ursetja það í garðinum eftir jólin. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 kaupstaður, 8 rándýrs, 9 skreyta, 10 keyra, 11 skyldur, 13 horaðan, 15 stjakaði við, 18 sjá eftir, 21 rödd, 22 hristist, 23 tré, 24 reipið. Lóðrétt | 2 óhæfa, 3 sleifin, 4 naddar, 5 þolir, 6 kjáni, 7 hljóp, 12 veið- arfæri, 14 vinnuvél, 15 klár, 16 dýrin, 17 spjald, 18 syllu, 19 yfirhöfnin, 20 forar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skart, 4 knött, 7 yndis, 8 lævís, 9 afl, 11 töng, 13 gróa, 14 ennin, 15 bugt, 17 ýsan, 20 far, 22 rolla, 23 ormur, 24 Seifs, 25 kenni. Lóðrétt: 1 skylt, 2 aldan, 3 tása, 4 koll, 5 örvar, 6 tíska, 10 funda, 12 get, 13 gný, 15 barms, 16 galti, 18 Símon, 19 nærri, 20 fans, 21 rokk. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 O-O 6. Rf3 e5 7. O-O Rbd7 8. Dc2 Rh5 9. Hd1 Rf4 10. Bf1 c5 11. dxc5 dxc5 12. a3 Re6 13. b4 g5 14. Rd5 g4 15. Re1 Rb8 16. Be3 Rc6 17. bxc5 Rcd4 18. Bxd4 Rxd4 19. Dc3 f5 20. exf5 Bxf5 21. De3 Hc8 22. Bd3 Hxc5 23. Hab1 b6 24. Bxf5 Rxf5 25. De4 Dh4 26. Rc3 Rd6 27. De2 Hf6 28. g3 Dh3 29. Re4 Hh6 30. f3 Rxe4 31. Hd8+ Bf8 32. fxe4 Hc7 33. Rd3 Kg7 34. Hf1 Bxa3 35. c5 bxc5 36. Dd2 Dh5 37. Hf5 Dh3 38. Dg5+ Hg6 Staðan kom upp á ísraelska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Stórmeistarinn Maxim Rodshtein (2609) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Israel Caspi (2408). 39. Hg8+! og svartur gafst upp þar sem hann yrði mát eftir 39…Kxg8 40. Dd8+ Kg7 41. Df8#. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Betri hugmynd. Norður ♠K8542 ♥G3 ♦K10 ♣ÁK104 Vestur Austur ♠D1097 ♠Á3 ♥95 ♥K10764 ♦987643 ♦ÁD52 ♣5 ♣G3 Suður ♠G6 ♥ÁD82 ♦G ♣D98762 Suður spilar 5♣. Austur opnar á 1♥ og sú sögn geng- ur til norðurs, sem doblar. Suður stekkur í 3♣, norður sýnir spaðann með 3♠, en hækkar svo 4♣ suðurs í fimm. Útspilið er hjartanía. Eftir opnunina má slá því föstu að austur sé með ásana í hvössu litunum (spaða og tígli), en hins vegar gæti ♦D hæglega verið í vestur. Með tilliti til þess er freistandi hugmynd að svína fyrir ♦D og reyna þannig að fría kóng- inn til að sjá fyrir einum spaða. Þessa hugmynd ber þó að slá út af borðinu fyrir aðra mun betri, sem byggir á ♥8 heima. Til að byrja með er ♥G lagður á níuna og kóngur austurs tekinn með ás. Eftir aftrompun er ♥8 svínað, ♦10 hent í ♥D og hjarta trompað. Þá er sviðið sett til að spila ♦K og leggja upp: Austur verður að spila frá ♠Á eða í tvöfalda eyðu. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Láttu ekki hugfallast þótt sumar hugmyndir þínar hljóti ekki strax fram- gang. Smáviðurkenning getur gert ótrú- lega mikið gott og tryggt þér aðstoð síðar meir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það borgar sig að taka sér tíma til að hugsa málin áður en hafist er handa við framkvæmdir. Settu félaga þinn inn í mál- ið og biddu um hans álit því hann gæti séð lausn sem er þér hulin. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Orð eru til alls fyrst og þú getur ekki ætlast til þess að aðrir hlusti á þig ef þú vilt ekki hlusta á þá. Mundu samt að taka hvíld öðru hverju til þess að ná fyrri orku. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það lítur út fyrir að draumur þinn um ferðalag geti ræst. Láttu aðra ekki hafa áhrif á þig, því þín tilfinning er rétt. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú getur komið tillögum þínum á framfæri við áhrifamikið fólk í dag. Láttu þá ekki komast upp með neitt múður. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Horfur í peningamálum eru betri en oft áður. Rasaðu því ekki um ráð fram heldur mundu að allt hefur sinn tíma. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er til lítils að þvæla um hlutina fram og aftur endalaust. Finndu þér tíma og komdu með skemmtilega uppástungu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þig hefur lengi dreymt um að vinna í lottóinu, en í dag er eins og á viss- an hátt hafi þér tekist það. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Vinnan verður leikur einn þeg- ar yfirmaðurinn bregður sér frá. Hafðu það í huga og vertu í þínu besta pússi til vonar og vara. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag. Og merkileg nokk, engin vinnuverðlaun heldur – þessa dagana. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það skiptir ekki máli hvernig eða hvers vegna þér tekst að ljúka verki. Gefðu þér tíma til að vera með fjölskyld- unni og rifja upp gamlar minningar. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Samræður við vini eru óvenju inni- haldsríkar þessa dagana og fiskurinn hef- ur skoðanir á ýmsu sem hann ætti að láta í ljós. Reyndu frekar að vinna skoðunum þínum fylgi. Stjörnuspá 23. desember 1878 Í Ísafold birtist auglýsing sem samkvæmt Sögu daganna markar upphaf jólaauglýs- ingaflóðsins. Hún var svo- hljóðandi: „Jóla- og nýárs- gjafir. Ýmsir munir mátulegir í jóla- og nýársgjafir eru til sölu við niðursettu verði í Siemsens verslun.“ 23. desember 1933 Lestur jólakveðja hófst í Rík- isútvarpinu. Þennan dag voru „kveðjur fluttar af sjálfum þeim er senda“ og á að- fangadag voru „kveðjur flutt- ar af þul“. Í jólakveðjunum máttu vera, auk jólaóska, „stuttar frásagnir um heim- ilishag og aðra einkahagi“. 23. desember 1968 Til átaka kom í miðborg Reykjavíkur milli lögreglu og fólks sem mótmælti þátttöku Bandaríkjamanna í Víetnam- stríðinu. „Svívirðileg árás lög- reglunnar á almenning,“ sagði Þjóðviljinn. Átök þessi hafa verið nefnd Þorláks- messuslagurinn. 23. desember 1980 Blysför var farin frá Hlemmi og niður Laugaveg í Reykja- vík til að mótmæla vígbún- aðarkapphlaupinu. Slíkar frið- argöngur hafa síðan verið ár hvert á Þorláksmessu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … GÚSTAV Arnar, fyrrverandi forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, ætlar að reyna að ljúka jóla- innkaupunum fyrripart dagsins því að í kvöld ætl- ar hann að fagna sjötíu og fimm ára afmælinu sínu. „Það koma bara nánustu ættingjar og einn eða tveir gamlir vinir. Ég taldi mig vera búinn að gera skyldu mína þegar ég hélt upp á sextugs- afmælið en mönnum fannst snubbótt að halda ekki upp á þetta núna. Það var svolítill þrýstingur frá nánustu ættingjum um að gera eitthvað,“ segir Gústav sem tekur það fram að hann hafi starfað hjá Símanum síðast þegar hann hélt upp á stór- afmæli. Hann var þar yfirverkfræðingur en alls urðu starfsárin hjá Símanum fleiri en 40. „Það voru mörg spennandi verkefni hjá Síman- um þótt launin hafi kannski ekki alltaf verð svo há,“ tekur Gústav fram. Þegar hann var barn þótti honum svolítið slæmt að eiga afmæli á Þorláksmessu. „Það mátti enginn vera að því að koma í afmælið mitt. Framan af komu krakkar en svo lagðist það niður. Svo var stundum súrt í broti að fá ekki stóran pakka á afmælisdeginum. Það var sagt við mig að ég fengi stóra pakkann daginn eftir.“ ingibjorg@mbl.is Gústav Arnar 75 ára Stóri pakkinn daginn eftir Nýirborgarar Reykjavík Fjóla Dís fædd- ist 18. maí kl. 16.58. Hún vó 4.165 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Edda Birg- isdóttir og Helgi Björn Guðmundsson. Reykjavík Máni Snær fæddist 20. apríl kl. 23.54. Hann vó 2.745 g og var 47 cm langur. Foreldrar hennar eru Brynja Dan Gunnarsdóttir og Axel Ás- mundsson. Reykjavík Berta María fæddist 3. júní kl. 22.15. Hún vó 3.375 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Þóra Magnea Helga- dóttir og Guðmundur Þor- kell Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.