Morgunblaðið - 23.12.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 23.12.2008, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 SJÚKRATRYGGINGASTOFNUN og heilbrigðisráðueytið munu bjóða tannlæknum áframhald á „litla samningnum“ út árið 2009 (for- varnarskoðun 3ja og 12 ára barna). Tannlæknafélag Íslands mælir þó gegn því að tannlæknar skrifi undir framlengingu samningsins því að með því að skrifa undir væru tannlæknar að samþykkja aðgerð- ar- og sinnuleysi stjórnvalda í þess- um málaflokki. „Viljaleysi, framtaksleysi og sinnuleysi stjórnvalda þegar kemur að tannheilsugæslunni kemur enn og aftur í opna skjöldu og það virð- ingarleysi sem skjólstæðingum tannlækna er sýnt svíður sárt. Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist þeirri skyldu sinni að tryggja við- unandi tannheilsu íslenskrar æsku,“ segir í tilkynningu. Tannlæknar skrifi ekki undir samning BJÖRN Bjarnarson dómsmála- ráðherra hefur kynnt ríkisstjórn- inni tillögur um skuldaaðlögun, þ.e. breytingar á nauðungar- samningskafla gjaldþrotaskipta- laga. Í tillögunum felst að ein- staklingur sem er ófær um að standa í skilum með skuldbind- ingar sínar geti leitað nauðasamn- ings um skuldaaðlögun við kröfu- hafa sína með aðstoð umsjónar- manns. Með skuldaaðlögun eru skuldir einstaklings lagaðar að greiðslu- getu hans, t.d. má kveða á um al- gera eftirgjöf samningskrafna, hlutfallslega lækkun þeirra eða gjaldfrest á þeim svo eitthvað sé nefnt, segir í tilkynningu. Kynnir tillögur um skuldaaðlögun VIGDÍS Finnbogadóttir afhenti í fyrradag styrk úr minningarsjóði bróður síns, Þorvaldar Finnbog- arsonar. Styrkinn, 250.000 krón- ur, hlaut að þessu sinni Arnar Björn Björnsson, nemandi á þriðja ári í umhverfis- og bygg- ingarverkfræði við Háskóla Ís- lands. Styrkurinn er veittur fyrir hæstu meðaleinkun í verkfræði að loknu öðru námsári. Afhenti styrk úr minningarsjóði Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn í kvöld, á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 17:45 og leggur gangan af stað stundvíslega kl. 18. Að venju munu friðarhreyfing- arnar selja kyndla á Hlemmi í upp- hafi göngunnar. Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi. Morgunblaðið/Jim Smart Blysför á Þorlák Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KALL Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS), eftir stórauknum ríkisútgjöldum til að örva hagvöxt hefur vakið athygli. Haft er eftir hon- um á vef AGS að meiri útgjöld þurfi í húsnæðismálum, auka þurfi atvinnu- leysisbætur, lækka skatta á lágtekju- fólk og fara í stórframkvæmdir í mörgum löndum. Af tveimur slæmum kostum hefur hann sagst vilja að rík- issjóðir verði skuldsettir í skiptum fyrir að samdrátturinn í heimshag- kerfinu verði minni og skammvinnari. Á sama tíma er dagskipunin til Ís- lendinga að skera niður og gæta að- halds. Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir ekki óeðlilegt að ráð Strauss-Kahn til ólíkra landa séu ólík. Ísland sé nú komið í hóp skuldugustu ríkja. Hann segir líka augljóst að sjóðurinn hafi tekið eftir og sé að bregðast við þeirri gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir á liðnum árum, ekki síst á kröfur hans um niðurskurð í ríkisútgjöldum. „Við sjáum það hér að ekki eru nú gerðar sérlega strangar kröfur um aðhald í ríkisbúskapnum á árinu 2009.“ Reyndar hefði verið full ástæða til að ganga lengra í niðurskurði að sögn Ólafs. „Vegna þess að niðurskurður- inn er „niðurskurður frá útgjalda- áformum“ að einhverju leyti. Ekki eru heldur stigin sérlega þung skref í átt að aukinni tekjuöflun ríkissjóðs og vegna þess að okkur er þröngur stakkur skorinn vegna þess hvað rík- issjóður er orðinn skuldugur.“ Á þessu ríki skilningur meðal fólks. AGS veitti talsvert svigrúm hér Gylfi Magnússon, dósent við Há- skóla Íslands, segir ekki misræmi í orðum Strauss-Kahns og stefnunni fyrir Ísland, þó hann gefi fyrrnefnd ráð ríkjum þar sem fjármálakerfi hafa haldið sér sæmilega og ríkisfjár- mál eru í betra standi en hér. „Eitt af því sem mælir gegn mjög harkalegum niðurskurði er að hann dýpkar kreppuna. AGS viðurkenndi það í rauninni í aðgerðaáætlun sinni fyrir Ísland. Ekki var gerð krafa um að við skærum það harkalega niður að jafnvægi næðist strax á næsta ári eða 2010. Það er gefið talsvert svigrúm til þess að ná jafnvægi seinna. Ég held að það sé af hinu góða,“ segir Gylfi. Reuters Strauss-Kahn Hann vill að ríki auki útgjöld sín til að örva hagkerfi heimsins. Er Ísland þá eyland í niðurskurðinum? Ráðleggur sjóðurinn öðr- um allt annað en Íslandi? Eðlilegt að ráðleggja aukin útgjöld ríkjum sem hafa ráð á því Ólafur Ísleifsson Gylfi Magnússon VERKTAKAR innan Samtaka iðn- aðarins munu fá verðbætur á óverð- tryggða verksamninga sína sam- kvæmt drögum að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Sam- taka iðnaðarins (SI) sem voru sam- þykkt á borgarráðsfundi sl. laugar- dag. Samkomulaginu er ætlað að draga úr hættu á að verktakar segi sig frá verkum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir borgina. Í bók- un meirihlutans um málið segir m.a.: „Þeir verksamningar sem Reykja- víkurborg hefur gert til skemmri tíma en eins árs hafa verið óverð- tryggðir. Undanfarnar vikur hafa fyrirtæki sem gert hafa slíka samn- inga við Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins fyrir hönd félagsmanna sinna gert kröfu um að Reykjavík- urborg verðbæti samingana með vís- an til brostinna forsendna vegna þróunar verðbólgu, gengisstöðu krónunnar og þeirrar kreppu sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ljóst er að verðbæturnar geta auð- veldað fyrirtækjum að ljúka verk- efnum sínum fyrir Reykjavíkur- borg.“ Loks segir í bókuninni að með samningnum sé borginni gert kleift að standa við skuldbindingar sínar gagnvart borgarbúum vegna við- komandi framkvæmda sem annars gætu stöðvast. Ekki sanngjarnt Í bókun Vinstri grænna segir m.a. að samningurinn geri ráð fyrir 250 mkr. útgjöldum í þágu verktaka sem gerðu tilboð í verk á vegum borg- arinnar eftir 1. mars 2008 og ekki verði séð að samkomulagið sé byggt á sanngirnissjónarmiðum, enda séu „verðbætur aftur í tímann við einn aðila umfram aðra í því ástandi sem nú ríkir illa réttlætanlegar. Auk þess stinga 250 ma. kr. aukaútgjöld í þágu verktaka í stúf, nú þegar leitað er allra leiða til hagræðingar“. Jafn- framt segir í bókun VG að í ágúst hafi verið lagt fram bréf í borgarráði frá fjármálaskrifstofu þar sem ekki var talið heimilt að endurskoða og taka upp verðbótaákvæði í stuttum verktakasamningum með tilvísun til útboðsreglna og jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. „Nú, í desember, er skyndilega talið eðlilegt, þrátt fyrir framangreint álit fjármála- skrifstofu, að semja um verðbætur aftur í tímann við Samtök iðnaðar- ins.“ Í bókun Samfylkingar um málið er tekið undir gagnrýni VG auk þess sem hnykkt er á að við núverandi að- stæður séu fullar verðbætur til vel- ferðarþjónustu eitt helsta áherslu- mál Samfylkingarinnar. Þá segir: „Í þessu máli er hins vegar einnig […] rétt að ýmis rök standa til þess að fjárhagslegum hagsmunum Reykja- víkurborgar sé best borgið með því að ljúka deilum um uppgjör óverð- tryggðra verksamninga með sátt.“ Borgarráð samþykkti samkomu- lagið með fjórum atkvæðum gegn einu, Samfylking sat hjá. sia@mbl.is Fá verðbætur á óverð- tryggða samninga Samkomulagi ætlað að draga úr hættu á að verktakar segi sig frá verkum með tilheyrandi aukakostnaði fyrir Reykjavíkurborg Morgunblaðið/Golli Í HNOTSKURN »Ólafur F. Magnússon lýstiandstöðu við forgangs- röðun meirihlutans á sama tíma og velferðarþjónustan í borginni þarf að sæta skerð- ingu. »Hann minnti á tillögur sín-ar um unglingasmiðjurnar Tröð og Stíg sem ekki hafa fengið afgreiðslu í borgarráði og ekki hefur verið horfið frá ákvörðun um fækkun stöðu- gilda og þjónustuskerðingu hjá smiðjunum. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið, í allt sumar fyrir aðeins 6000 kr. Þú ákveður svo hvar og hvenær þú veiðir. Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir. Frí heimsending þegar verslað er á www.veidikortid.is Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.