Árdís - 01.01.1949, Page 5
Inngangsorð
Kœru lesendur mínir!
Er ég nú lít framan í ykkur, gömlu og nýju kunningjana mína,
þá er efst í huga mínum sú ósk að mega vera öflugur milliliður til
þess að starfa að hugsjónum stofnanda míns, Bandalags Lúterskra
Kvenna, sérstaklega þessari, „að efla samvinnu og vinskap á meðal
kvenfélaganna innan hins íslenzka Evangeliska Lúterska kirkju-
félags í vestur heimi“. Ég vil tengja saman hugi ykkar og hjörtu
með ýmsu móti. Ég tilkynni ykkur málefni B. L. K., og úrlausn
þeirra, ég kynni ykkur félagssystrum sem starfa og rita, og minn-
ist þeirra sem látnar eru. Ég birti greinar og kvæði um háleitar
hugsjónir þeirra sem setja markið hátt og stefna að því.
Mér dettur í hug orðtakið, „Sameinaðir stöndum vér en sundr-
aðrir föllum vér“. Vegna þess að meðlimir Bandalagsins eru sam-
einaðir, þá stendur það og hvert fyrirtæki þess, og myndar þannig
sterkan hlekk í kristnu samfélagi. Þess fleiri sem bætast við í
hópinn, þess kröftugri verður hlekkur sá, sem megnar þess meira
að efla einingu í alheims, friðar, menningar og trúmálum.
Davíð segir í helgifaraljóði, í 133ja sálminum: —
„Sjá hversu fagurt og yndislegt það er,
þegar hræður húa saman“ —
„eins og Hermondögg,
er fellur niður á Zíonfjöll;
því að þar hefir Jahve hoðið út hlessun,
lífi að eilífu“.
Þar sem að sameining og einhugur ríkir, þar kemst hvorki
ófriður né sundrung að. Þar sem að háar hugsjónir ríkja og fagrar
hugsanir, þar kemst ekki að það sem er óverðugt okkar hugsunar-
krafti.
Guð blessi ykkur, leiðbeini hugsunum og stefni áformum
ykkar að sameiningu í kristnu starfi.
Ykkar einlæg,
ÁRDÍ S — 1949.