Árdís - 01.01.1949, Síða 8
6
ÁRD í S
Verksvið kvenna
Erindi eftir Ingibjörgu J. Ólafsson, flutt á þingi■
Bandalags lúterskra kvenna 14. júní 1949
Ein af stærstu gjöfum Guðs til mannanna barna er tækifærin
til starfa. Hver einstaklingur er aðnjótandi þeirrar gjafar, tæki-
færin koma og fara framhjá ef þau eru ekki notuð; ný tækifæri
koma aftur svo lífið allt getur orðið ein óþrjótandi starfstíð.
Með hverjum nýjum degi kemur nýr styrkur að starfa, og allir
ala þá von í brjósti að sá styrkur megi endast til daganna enda.
Verksviðin eru mörg og mismunandi. Mikil blessun mundi
af því hljótast, ef hver einstaklingur fengi að starfa á því sviði þar
sem hann nyti sín bezt, þar sem hæfileikarnir gætu komið í ljós,
þar sem tækifæri væri gefið til að verða til sem mestrar blessunar.
í þessu erindi vildi ég tala um verksvið kvenna; get þó aðeins
snert við einum hluta þess víðtæka sviðs, sem konum er gefið
tækifæri að starfa á. Starfssvið kvenna nú á dögum eru mörg og
mismunandi. Heimilið er að sjálfsögðu þeirra stærsta og þýðingar
mesta starfssvið. Sú kona, sem vanrækir skyldur sínar á því sviði
getur ekki bætt upp fyrir það með neinu öðru starfi. Hafi Guð gefið
henni heimilisreit til að rækta er skyldan fyrsta sú að rækta hann,
á þeim tíma, sem gefinn er þar til uppskerutíminn er fyrir höndum.
En allar konur hafa fundið til þess að það eru viss skilyrði nauð-
synleg til þess að geta int af hendi þær skyldur sem vera ber. —
Hún verður að leita inn á annað svið til þess að þroska anda
sinn. Hún verður að gerast verkamaður í öðrum víngarði til þess
að hún verði betur fær að leysa af hendi skyldur sínar sem sú er
vaka vill yfir heill heimilis síns.' — Það starfssvið er að finna í
hinni kristnu kirkju. — Vildi ég því biðja ykkur sem eruð samein-
aðar í starfi að íhuga með mér tækifærin, sem guð gefur konum
til starfs á starfssviði kvenna innan kirkjunnar.
Leiðin hefir reynst seinfarin og erfið fyrir konuna að fá viður-
kendan þann rétt að hún megi starfa óhindruð við hlið karlmanns-
ins á hvaða starfssviði sem er. Aldirnar liðu hjá í öllum löndum
sem menn bygðu án þess að réttur kvenna væri viðurkendur. —
Karlmennirnir sem fyrir réðu sáu enga ástæðu til að breyta þessu.