Árdís - 01.01.1949, Side 10

Árdís - 01.01.1949, Side 10
Kirkjan breiðir armana á móti öllum sem koma vilja, hún kallar alla til starfs, konur sem karlmenn. Hún býður öllum sína hjálp og sinn styrk til starfa. En kirkja Krists á þessari jörðu er skipt í ýmsar kirkjudeildir, — sá tími er liðinn þegar eina félags- bandið, sem tengdi saman kristið fólk var elskan til Krists og þráin til að útbreiða kenningar hans á þessari jörð. — Hinar ýmsu deildir kristinnar kirkju, hafa sínar venjur, sín lög — menn sitja þar í valdasessi og semja sínar lagagreinar sem taka skuli til greina í starfsfyrirkomulagi þeirrar kirkjudeildar. — Það hefir ekki þótt viðeiga að hinar ýmsu kirkjudeildir væru of stórstígar í því að veita konum fullt frelsi til að starfa. En þær konur, sem elska kirkjuna, sem elska höfund hennar og þrá að starfa fyrir hana hafa fundið leið til starfa. í mörgum tilfellum hafa þær myndað sín eigin starfssvið, sem þeim er ráðin hafa haft, hefir ekki þótt viðeiga að mótmæla. Nú er þó orðið mikið rýmra um en áður var á því sviði. Kaþólska kirkjan gefur kvenþjóð sinni mikið starf á ýmsum sviðum. Sameinaða kirkjan í Canada á nú fáeina kvenpresta. Konur prédika í Sáluhjálparhernum, í Hvítasunnufl. og í fleiri af hinum smærri kirkjudeildum. Biskupakirkjan enska hefir sitt kvendjáknastarf, það hefir einnig Lúterska kirkjan á síðari árum. Yfirleitt hefir okkar Lúterska kirkja verið sein að viðurkenna rétt kvenna. — Eða réttara sagt þeir menn, sem þar hafa ráðið hafa verið seinir til þess. Það eru ekki mörg Lútersk kirkjufélög, sem álíta það viðeigandi að konur sitji kirkjuþing sem fulltrúar safn- aða. Okkar ísl. kirkjufélag mun vera eitt af mjög fáum sem leyfa það. Einn hinn virðulegi fulltrúi U.L.C.A., sem sat kirkjuþing okk- ar rak í roga stanz að sjá allar þessar konur sem þing sátu. Ekki vildi ég gera tilraun til að geta til um það hvort honum hefði verið kærara að lýsa þar yfir velþóknun eða vanþóknun á þessu fyrir- brigði! Sjálfsagt erum við allar á einu máli um að þar ættu konur að hafa jafnrétti við karlmenn. Um leið og ég hrósa hinu íslenzka lúterska kirkjufélagi fyrir þetta kemur mér í hug annað atriði. Á hinum fyrstu þingum Bandalags Lúterskra Kvenna var oft á það minnst hvenær sá tími mundi koma að við fengjum jafnrétti við samband unglingafélaga innan kirkjufélagsins, sem hafði verið veittur réttur til að senda tvo fulltrúa á kirkjuþing. Við kærðum okkur ekki um að setja inn beiðni þessu viðvíkjandi, en vorum svo ánægðar með okkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.