Árdís - 01.01.1949, Page 12
10
ÁRDÍ S
kona. Skuggi hefir oft fallið á hið virðulega prestsembætti þó það
hafi aðeins verið skipað af karlmönnum. — Skuggi mannlegs ófull-
komleika fellur á alla viðleitni til starfs þegar sú viðleitni er borin
saman við það sem fullkomnað er. —
En konur sækja fram í hinni Lútersku kirkju til starfa á
ýmsum sviðum, sem sunnudagaskólakennarar, sem trúboðar, sem
hjúkrunarkonur, sem kvendjáknar, starfskonur í kirkjulegum fé-
lögum, þær munu reynast verðugar til að fylla hvert það sæti,
sem Guð kallar þær til að skipa.
Þegar við hugsum um þessa baráttu og erfiðleika í framsókn
kvenna á liðnum og yfirstandandi tímum er gott að hverfa í
anda þangað sem Kristur gekk á vegum mannlegs lífs fyrir nær-
fellt tvö þúsund árum: Konurnar færðu til hans börn sín að hann
mætti blessa þau — og lærisveinarnir ávítuðu þær.
— Og Jesús sagði við þá, „bannið þeim það ekki“. í húsi Símonar,
hins hrokafulla Farisea, er konan ásökuð fyrir að brjóta alabasturs
buðk með dýrindis smyrslum yfir höfði Jesú. — „Símon ég hef
nokkuð að segja þér“, segir hann. — „Sá sem mikið elskar er mikið
fyrirgefið — sá sem lítið elskar er lítið fyrirgefið“. Við sjáum hina
sjúku konu snerta klæðafald hans og verða heilbrigða. Við heyrum
hann segja: „Sá yðar sem er syndlaus kasti fyrsta steininum“,
þegar grýta átti hina seku konu. Við Jakobsbrunn heyrum við hann
útskýra djúpa leyndardóma fyrir hinni samversku konu. Við syrgj-
andi ekkjuna segir hann, „grát þú ekki“. Við hina kanversku konu,
segir hann: „Mikil er trú þín, kona“. Við konu er hann að tala
þegar hann segir hin dýrmætu huggunarorð, sem lesin eru við
hverja opna gröf: „Ég er upprisan og lífið“. Konurnar stóðu eftir
við krossinn þegar aðrir höfðu flúið. — Að gröfinni komu þær
þegar aðrir sváfu. — Þetta er undursamlegur aflgjafi fyrir konur
allra alda. Kristur skildi hjartað — hann viðurkendi hverja við-
leitni kvenna til starfs — þeirra kvenna, sem völdu sér hið góða
hlutskipti eins og María gerði. Þetta er hin dýrmæta arfleifð, sem
fallið hefir í skaut hverrar kristinnar konu.
Dagurinn í dag (þegar ég er að skrifa þetta) er 6. júní — og
ég minnist þessa dags fyrir 5 árum. Dagana áður hafði allur
heimurinn beðið með ugg og ótta. Hin stórkostlega árás inn á
meginland Evrópu var fyrir dyrum. Árásin sem meinti sigur eða
ósigur — sem meinti líf eða dauða. Að morgni þess 6. júní færði