Árdís - 01.01.1949, Page 13
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
11
útvarpið þessa örlagaþrungnu frétt að í dögun þann dag hefði
árásin verið hafin. Þúsundir kvenna vissu að þátttakendurnir
voru eiginmenn þeirra, elskhugar, bræður eða synir. — Fegurðin,
friðurinn og vorblíðan, sem umkringdi okkur í þessari álfu þann
fagra morgun þrýsti inn í hugan þeirri hugsun að guð friðarins
vekti yfir drengjunum okkar. — í heimabæ mínum (Selkirk)
barst hljómur frá kirkjuklukkum bæjarins kl. 10 að morgni. Sá
hljómur flutti sérstakan boðskap til þeirra, sem sérstaklega þurftu
á styrk að halda. Fólk yfirgaf störf sín'og streymdi hver til sinnar
kirkju. — Það var undrakraftur í íslenzku sálmunum okkar þann
morgun. — Drottinn minn guð, þú ert bjarg mitt og borg —
Á hendur fel þú honum. Eftir sameiginlega bænarstund hélt fólk
heim til að taka upp störfin á ný, handtökin voru þögul og hlý.
Hinn svonefndi D. Day er hjá liðinn fyrir 5 árum — ófriðnum
á orustuvöllunum er lokið, en ennþá er margt sem sigra þarf. Enn
eru hinir ungu staddir á hættulegum stöðum. — Ennþá virðist alt
leika á reiðiskjálfi. Og ennþá berst hljómur frá kirkjuklukkum. —
Kirkjan kallar! Hún kallar ekki aðeins til sameiginlegra bæna
heldur einnig til sameiginlegs starfs. Verksviðin eru mörg. Mættu
allar kristnar konur skipa sér í fylkingu til starfa ákveðnar og
öruggar. Megi þær allar eiga þá fullvissu að guð friðarins vakir
yfir framtíðinni. Megi þeim auðnast að halda merkinu hátt og
byggja á traustum grundvelli fyrir hina komandi kynslóð.
☆ ☆ ☆ ☆
— Og okkur dreymdi drauma um æðri mátt, um konung kon-
unganna, sem komi bráðum — og beri sannleikanum vitni og gæti
lesið leyndar hugrenningar og elskaði þá, sem aðrir fyrirlíta. Við
bíðum þín, sem boðar líf og frelsi:
Velkominn, velkominn til Jerúsalemborgar Jesús frá Nazaret.
David Stefanson