Árdís - 01.01.1949, Side 26
24
ÁRDÍ S
Konan hefir aldrei verið betur mentuð en nú; haft meira frelsi
né svigrúm á heimssviðinu en einmitt nú. Það er fyrst og fremst
kirkjunni að þakka, svo því fólki sem starfað hefir og starfar að
viðhaldi hennar, síðan þeim konum og körlum, sem unnið hafa að
þessari miklu lausn. En vandi fylgir vegsemd 'hverri og það er um
að gera, að muna það ávalt að trúin og siðgæðið, er áttavitar, sem
aldrei má sleppa af hafskipinu mikla: Lífsfleyinu.
Hafðu Guð í huga og minni,
Hafðu Guð fyrir augum þér,
Hugsaðu um Guð í hverju sinni,
Heyrir Guð og til þín sér,
Virtu Guð í valdstjórn þinni
Og vittu að hann þinn herra er.
Svo ætla ég að segja ykkur dálitla sögu að endingu. Hún er
ekki löng og ég býst ekki við að hún komist inná leikhúsin.
Fremsti bærinn í Syðradal, í Bolungarvík, ísafjarðarsýslu, á
Islandi, heitir Gil.
Gil stendur vestanvert í dalnum og er umkringt fjöllum á
þrjá vegu. Margir búendur hafa búið þarna. Hvort þar er nokkur
nú veit ég ekki.
Um miðja nítjándu öld, bjuggu þar hjón Halldór og Margrét
að nafni. Þau þóttu bæði vænar manneskjur.
Einu sinni stóð til kirkjuferð á Gili. Fimm ára dreng langaði
mikið til kirkjunnar. Ekki hefir vakið fyrir dregnum neitt annað
en til breytingarlöngun. Það hefir á þeim árum og á þessum stað,
ekki verið neitt um skemtanir annað en það sem börn gátu leikið
sér 'heima fyrir eða þá að fá að fara með fullorðna fólkinu í dálítið
ferðalag. Kirkjuferð hefir líklega verið nærri því það eina, sem kom
til greina. Drenginn langaði sárlega til að fara, en- hann átti engar
spari buxur. Maður heyrði að börnin hefðu verið um fjórtán að tölu
og engin saumamaskína til- hafði bókstaflega ekki komið í héraðið.
Sumar konur myndu nú kanske telja það rétt, að segja drengnum
að hætta að skæla og steinþegja, sitja heima og 'horfa í kring og tala
við hin börnin. Drengurinn vissi um hvað til var að skemta sér við
heima, það var alt þaulreynt. Hann langaði til að kanna nýja stigu,
sjá ljósahjálm, heyra mikinn söng, sjá mann í fallegum fötum. Margt
fólk- Hann hafði heyrt um þetta alt og hann grét mikið.