Árdís - 01.01.1949, Page 26

Árdís - 01.01.1949, Page 26
24 ÁRDÍ S Konan hefir aldrei verið betur mentuð en nú; haft meira frelsi né svigrúm á heimssviðinu en einmitt nú. Það er fyrst og fremst kirkjunni að þakka, svo því fólki sem starfað hefir og starfar að viðhaldi hennar, síðan þeim konum og körlum, sem unnið hafa að þessari miklu lausn. En vandi fylgir vegsemd 'hverri og það er um að gera, að muna það ávalt að trúin og siðgæðið, er áttavitar, sem aldrei má sleppa af hafskipinu mikla: Lífsfleyinu. Hafðu Guð í huga og minni, Hafðu Guð fyrir augum þér, Hugsaðu um Guð í hverju sinni, Heyrir Guð og til þín sér, Virtu Guð í valdstjórn þinni Og vittu að hann þinn herra er. Svo ætla ég að segja ykkur dálitla sögu að endingu. Hún er ekki löng og ég býst ekki við að hún komist inná leikhúsin. Fremsti bærinn í Syðradal, í Bolungarvík, ísafjarðarsýslu, á Islandi, heitir Gil. Gil stendur vestanvert í dalnum og er umkringt fjöllum á þrjá vegu. Margir búendur hafa búið þarna. Hvort þar er nokkur nú veit ég ekki. Um miðja nítjándu öld, bjuggu þar hjón Halldór og Margrét að nafni. Þau þóttu bæði vænar manneskjur. Einu sinni stóð til kirkjuferð á Gili. Fimm ára dreng langaði mikið til kirkjunnar. Ekki hefir vakið fyrir dregnum neitt annað en til breytingarlöngun. Það hefir á þeim árum og á þessum stað, ekki verið neitt um skemtanir annað en það sem börn gátu leikið sér 'heima fyrir eða þá að fá að fara með fullorðna fólkinu í dálítið ferðalag. Kirkjuferð hefir líklega verið nærri því það eina, sem kom til greina. Drenginn langaði sárlega til að fara, en- hann átti engar spari buxur. Maður heyrði að börnin hefðu verið um fjórtán að tölu og engin saumamaskína til- hafði bókstaflega ekki komið í héraðið. Sumar konur myndu nú kanske telja það rétt, að segja drengnum að hætta að skæla og steinþegja, sitja heima og 'horfa í kring og tala við hin börnin. Drengurinn vissi um hvað til var að skemta sér við heima, það var alt þaulreynt. Hann langaði til að kanna nýja stigu, sjá ljósahjálm, heyra mikinn söng, sjá mann í fallegum fötum. Margt fólk- Hann hafði heyrt um þetta alt og hann grét mikið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.