Árdís - 01.01.1949, Side 30

Árdís - 01.01.1949, Side 30
28 ÁRDÍ S Blikmyndir úr sögu Mikleyjar Efiir Ingibjörgu Jónsson Flutt í Mikleyjarkirkju 13. júní 1949 Margar konur, sem sitja þetta tuttugasta og fjórða ársþing Bandalags lúterskra kvenna, hafa ekki áður komið til Mikleyjar. Við hugsuðum sem svo að þær myndu hafa meiri ánægju af ferð sinni ef þær kyntust að litlu leyti sögu eyjarinnar, og völdum því það efni. Erindið verður óhjákvæmilega nokkuð persónulegt og bið ég velvirðingar á því. Ég takmarka efnið að mestu leyti við það, sem ég þekti bezt til og svo við hinn kirkjulega þátt sög- unnar vegna þess að við erum hingað komnar, í vissum skilningi, í kirkjulegum erindum. — Þessi eyja hafði fengið nafnið , Big Island, áður en íslendingar námu hana, því hún er önnur stærsta eyjan í Winnipegvatni — 18 mílur á lengd og 6 mílur þar sem hún er breiðust. — íslendingar, er þeir komu hingað, þýddu strax nafnið, og varð það mun til- komumeira og fegurra á þeirra tungu; þeir nefndu eyjuna Mikley og sjálfa sig Mikleyinga. Litlar sögur fara af Mikley áður en íslendingar komu. Telja má þó víst að hún hafi í aldaraðir, verið áningarstaður frum- byggja landsins, índíánanna, á ferðum þeirra um þetta mikla vatn. Eyjan var vaxin þéttum skógi að austanverðu og þar hefir verið gott til dýraveiða, en að vestan eru grassléttur og er ekki ólíklegt að þar hafi vísundar haldið sig. Steinn hefir fundist hér, sem líkur er þeim, er Indíánar notuðu til að rota þessar skepnur. Eftir að Hudson Bay félagið stofnaði loðskinna verzlun sína á 17 öld, sóttu Indíánar til York Factory víðsvegar af sléttunum með vörur sínar. Þeir mæltu sér oftast mót á Winnipegvatni. Þeir, sem komu ofan Assiniboine og Rauðána, munu oft hafa lent barkarkænum sínum við þessa strönd, slegið upp tjöldum sínum, kynt elda, haldið veizlur og dansað, eins og þeirra var venja, því þeir voru glaðsinna menn og frjálslegir, og gerðu sér litlar á- hyggjur út af morgundeginum. Ekki eru menn sammála um það hverjir hafi fyrstir hvítra manna komið á þessar slóðir. Þykir sumum líklegt að íslendingar hafi komist á skipum sínum frá Hudsonflóanum til Winnipeg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.