Árdís - 01.01.1949, Side 32

Árdís - 01.01.1949, Side 32
30 ÁRDÍ S Fyrsti íslendingurinn, sem fluttist til eyjarinnar vorið 1876, hét Magnús Hallgrímsson. Hann hafði frétt að sögunnarmylla væri austanvert á eyjunni og hugsaði sem svo að hann myndi geta fengið atvinnu hjá myllueigendunum. Þetta reyndist rétt; hér var rekin sögunarmylla af mönnum frá Selkirk og hún stóð hér um bil á sama stað og myllan, sem er hér rétt fyrir sunnan kirkjuna. Öll víkin dregur nafn sitt af henni og er kölluð Mylluvík. Magnús tók heimilisréttarland og er það landið, sem er rétt fyrir norðan kirkj- una og grafreitinn. Hann nefndi bæ sinn Ingólfsvík eftir syni sín- um, Ingólfi, er heitinn var í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanni íslands. — Fjöldi íslendinga fluttist til eyjarinnar þetta ár — 1876. Ekki höfðu landnámsmenn eins mikið gagn af myllunni eins og þeir höfðu gert sér vonir um. Umsjónarmaður hennar var Skoti að nafni, Tom Hillgrow. Hann þóttist hafinn yfir þennan öreiga aðkomulýð og var illur viðureignar. íslendingar uppnefndu hann þegar og kölluðu hann geðilla Tom. En svo henti það Tom að hann varð ástfanginn í íslenzkri stúlku, sem Hanna hét; þau giftust og er ekki ósennilegt að hann hafi verið geðbetri við Islendinga eftir það. Sjálfsagt hafa landnámsmenn getað fengið eitthvað af borðvið til húsagerðar frá myllunni; þar var líka smáverzlun. En þetta fólk hafði litla sem enga peninga meðferðis; fátæktin var nístandi, sulturinn svarf sífelt að því. Þar við bættist hýbýlakuldi. Fyrsti veturinn var einn sá mesti snjóavetur, sem sögur fara af. En ægi- legastar voru þó hörmungar bóluveikinnar, sem barst þann vetur til eyjarinnar. Sagt er að þrjátíu manns hafi dáið úr henni; þeir hvíla á Kirkjubóli, suður á eyjunni. Mun það láta nærri að fimti hver maður hafi dáið, eftir voru aðeins 115 manns. — En nú fer ofurlítið að rofa til. Eyjarmenn mega vera geðilla Tomma þakklátir fyrir eitt; hann kendi þeim að veiða undir ís, en hann hafði sjálfur lært það af Indíánum. íslendingar komust fljótt upp á að fiska sér til matar og annan veturinn, sem þeir voru hér, kom innlendur maður á hestum með hveitimjöl og lét þá fá einn sekk fyrir 56 hvítfiska og þar með hófust fiskiviðskipti íslendinga og hinn mikli fiskiútvegur þeirra á Winnipegvatni. Fiskimiðin við Mikley og norðan við Mikley voru talin ágæt og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.