Árdís - 01.01.1949, Síða 32
30
ÁRDÍ S
Fyrsti íslendingurinn, sem fluttist til eyjarinnar vorið 1876,
hét Magnús Hallgrímsson. Hann hafði frétt að sögunnarmylla væri
austanvert á eyjunni og hugsaði sem svo að hann myndi geta
fengið atvinnu hjá myllueigendunum. Þetta reyndist rétt; hér var
rekin sögunarmylla af mönnum frá Selkirk og hún stóð hér um bil
á sama stað og myllan, sem er hér rétt fyrir sunnan kirkjuna. Öll
víkin dregur nafn sitt af henni og er kölluð Mylluvík. Magnús tók
heimilisréttarland og er það landið, sem er rétt fyrir norðan kirkj-
una og grafreitinn. Hann nefndi bæ sinn Ingólfsvík eftir syni sín-
um, Ingólfi, er heitinn var í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni, fyrsta
landnámsmanni íslands. — Fjöldi íslendinga fluttist til eyjarinnar
þetta ár — 1876.
Ekki höfðu landnámsmenn eins mikið gagn af myllunni eins
og þeir höfðu gert sér vonir um. Umsjónarmaður hennar var Skoti
að nafni, Tom Hillgrow. Hann þóttist hafinn yfir þennan öreiga
aðkomulýð og var illur viðureignar. íslendingar uppnefndu hann
þegar og kölluðu hann geðilla Tom. En svo henti það Tom að hann
varð ástfanginn í íslenzkri stúlku, sem Hanna hét; þau giftust og
er ekki ósennilegt að hann hafi verið geðbetri við Islendinga
eftir það.
Sjálfsagt hafa landnámsmenn getað fengið eitthvað af borðvið
til húsagerðar frá myllunni; þar var líka smáverzlun. En þetta
fólk hafði litla sem enga peninga meðferðis; fátæktin var nístandi,
sulturinn svarf sífelt að því. Þar við bættist hýbýlakuldi. Fyrsti
veturinn var einn sá mesti snjóavetur, sem sögur fara af. En ægi-
legastar voru þó hörmungar bóluveikinnar, sem barst þann vetur
til eyjarinnar. Sagt er að þrjátíu manns hafi dáið úr henni; þeir
hvíla á Kirkjubóli, suður á eyjunni. Mun það láta nærri að fimti
hver maður hafi dáið, eftir voru aðeins 115 manns. —
En nú fer ofurlítið að rofa til. Eyjarmenn mega vera geðilla
Tomma þakklátir fyrir eitt; hann kendi þeim að veiða undir ís,
en hann hafði sjálfur lært það af Indíánum. íslendingar komust
fljótt upp á að fiska sér til matar og annan veturinn, sem þeir
voru hér, kom innlendur maður á hestum með hveitimjöl og lét
þá fá einn sekk fyrir 56 hvítfiska og þar með hófust fiskiviðskipti
íslendinga og hinn mikli fiskiútvegur þeirra á Winnipegvatni.
Fiskimiðin við Mikley og norðan við Mikley voru talin ágæt og