Árdís - 01.01.1949, Side 33
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
31
þangað sóttu menn á vetrin úr öðrum hlutum nýlendunnar. Mikl-
eyjarbúar voru þannig betur settir en aðrir nýlendumenn í þá
daga, en þó gátu þeir ekki veitt sér nema brýnustu nauðsynjar
íyrstu árin.
Amma mín, Margrét á Reynistað, sagði mér frá því hve hún
hefði saknað þess að fá aldrei kaffisopa, en svo hugkvæmdist henni
að brúna hveitikorn, mylja það og nota það sem kaffi og þótti
henni það allgott. Te var búið til úr laufum af lyngi; það var nefnt
Indíána te. Lögur úr birkitrjám var soðinn niður og notaður sem
sykur. Brauðgerðin var einföld fyrst í stað — ílatkökur steiktar
ofan á stóarlokunum.
Eina kú hafði afi minn keypt á Gimli þegar hann kom 1876,
og átti hann þá eftir aðeins 25 cent í vasanum. Þeir, Sigurður
Erlendsson og hann réru með fjölskyldur sínar á smábát frá Gimli
og norður til Mikleyjar — 40 mílur. Kýrin var með í ferðinni,
hefir sennilega verið teymd norður með ströndinni og svo lagt á
stað með hana á dalli eða fleka yfir til eyjarinnar. Myrkur skall á
áður en eyjunni var náð og kýrin varð viðskila við bátinn og
bjóst enginn við að sjá hana framar. Ferðafólkið náði landi vestan-
verðu á eyjunni, kynti eld og bjó um sig eins og bezt það gat, en
illa leið því, því sárt var að missa kúna. — Nokkru seinna heyrir
það ógurlegan skruðning í skóginum, eins og einhver afarstór
skepna væri að brjótast í gegnum hann. Má nærri geta að því
hefir ekki orðið um sel. Skepna þessi ryðst nær og nær, rekur upp
ógurlegt öskur og hleypur til þeirra. Þar var þá kýrin komin;
hún hafði getað svamlað til lands, en á öðrum stað, og sótti svo
þangað sem eldurinn var. Þetta var mikið lán því kýrin var sannar-
leg búbót og kom sér vel fyrir fleiri; mjólkinni var skipt upp á
milli fjögra og fimm fjölskyldna.
Fyrsta veturinn, þegar hungrið svarf sem sárast að fólkinu,
var amma mín einn dag að ganga meðfram skógarjaðrinum. Þá
sér hún hvar villidýr, sennilega úlfur eða minkur, kemur úr
skóginum með héra (rabbit) í kjaftinum. Hún grípur þegar lurk
og ræðst að dýrinu og nær af því héranum; það kvöld gat hún
gefið fólki sínu góða máltíð. Amma mín lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. — Ég minnist þess hve hún var fljót að tína ber;
mun hún fljótt hafa lært að notfæra sér þau, og allt annað matar-
kyns, er umhverfið lét í té. Hún hjálpaði manni sínum til að ryðja