Árdís - 01.01.1949, Page 34
32
ÁRDÍ S
skóginn af landinu; það munu og fleiri landnámskonur hafa gjört,
en það kom sérstaklega til hennar kasta vegna þess að afi minn
hafði fengið beinkröm á íslandi og bak hans var knýtt.
Hinir íslenzku frumherjar voru sterktrúaðir menn, enda hafa
hinir miklu erfiðleikar og djúpu sorgir þeirra komið þeim til að
leita styrktar og varðveizlu hjá æðra mætti en þeirra sjálfra.
Húslestrar voru hafðir um hönd á flestum heimilum á sunnudög-
um; heimilisfólkið klæddist eins snyrtilega og ráð voru á, áður en
það settist niður að hlusta á lesturinn og sýndi þannig virðingu
fyrir sjálfu sér og fyrir athöfninni.
Fimm söfnuðir voru myndaðir í Nýja íslandi 1877 og var
einn þeirra Mikleyjarsöfnuður. Fyrsti prestur, sem hingað kom
mun hafa verið séra Jón Bjarnason, og var frú Lára, hans tryggi
förunautur, með honum. Séra Rúnólfur Marteinsson lýsir greini-
lega þessari fyrstu prédikunarferð séra Jóns um vegleysur Nýja
íslands, í Minningarriti séra Jóns, þau fóru fótgangandi — því
aldrei eignaðist séra Jón hest — norður að ísl. Fljóti og þaðan til
Mikleyjar. Vatnið var nýlagt og hættulegt yfirferðar en ekkert gat
aftrað þessum sterktrúuðu hjónum frá því að sinna köllun sinni.
Þau höfðu skilið við þægileg lífskjör í Minneapolis til þess að verða
við bænum Ný íslendinga um prestsþjónustu.
Þau hjónin heimsóttu byggðarbúa og séra Jón hélt guðs-
þjónustu, sem fimtíu manns sóttu. Að henni lokinni var haldinn
safnaðarfundur og vandaði þá séra Jón um við eyjarbúa út af
siðferðisástandi þeirra. Úr þessu mun þó hafa verið bætt næsta
vetur því þá kom hingað séra Páll- Thorlákson og vígði saman
fern hjónaefni í einu.
Nú henti nýlenduna það ólán að þessir prestar, sem báðir
voru drengskaparmenn og miklum leiðtogahæfileikum gæddir hófu
deilur um ýms trúaratriði og skiptust menn í tvo flokka um alla
nýlenduna, eins í Mikley sem annars staðar; ávalt þegar ágreining-
ur hefir orðið innan Vestur íslenzkrar kirkju, hefir hann berg-
málað hér og haft slæm áhrif á félagslífið eins og annars staðar.
Mikill rígur varð á milli manna í þessari flokkaskiptingu. Hann
bættist ofan á alla aðra erfiðleika. Mikið var nú farið að bera á
óánægju með val þessa nýlendusvæðis. Um þetta leiti varð stór-
flóð, sem eyddi ökrum og skemdi hús bænda. Mörg hundruð manna
tóku sig upp og fluttu burt svo nærri lét að nýlendan legðist í eyði.