Árdís - 01.01.1949, Side 48
46
Á R D í S
frá íslandi árið 1890, og með fjölskyldu sinni settust þau að i
Garðar byggðinni í N. Dak. Þar tilheyrðu þau um margra ára
skeið Garðar söfnuði. Síðar voru þau í Winnipeg meðlimir Fyrsta
lút. safnaðar. — Magnea og frú Lára Bjarnason voru systur.
☆ ☆ ☆ ☆
Helga Björnson F. 18. jan. 1842 — D. 16. des. 1932.
Kona Jóns Björnssonar frá Héðinshöfða í Þingeyjarsýslu, kom
til þessa lands, ekkja með ungum syni sínum, Kristjáni Benedikts-
syni. Á fyrstu árum í Nýja íslandi giftist hún Jóni Björnssyni og
voru þau með frumherjum Argyle byggðar. Síðustu ár þeirra
bjuggu þau að Baldur, Man. Helga var meðlimur Kvenfélags
Frelsissafnaðar.
☆ ☆ ☆ ☆
Caroline Christopherson F. 11 maí 1856 — D. 9. des. 1923.
Fædd í þessu landi, dóttir William Taylor, bróður John Taylor
umboðsmanns canadísku stjórnarinnar í Nýja íslandi. Seint á
vetri 1876 voru gefin saman í hjónaband af kynblendinga
presti, Sigurður Chirstopherson og Caroline Taylor, brúðhjónin
öðrumegin bólusóttvarnarlínunnar og presturinn hinumegin. Með
Skafta Arasyni og Kristjáni Jónssyni fór Sigurður vestur og nam
fyrstur land í Argyle byggð, og þar bjuggu þau hjón og voru vel
starfandi meðlimir í Frelsissöfnuði. Síðan fluttu Christophersson
hjónin til Crescent, B. C. og bjuggu þar til æfiloka.
Susan, systir Mrs. Christopherson var kona séra Halldórs
Briem. Báðar þær systur töluðu íslenzku og voru heima hjá sér
í íslenzkum félagsskap.
☆ ☆ ☆ ☆
Rannveig Jónasson F. 26. ágúst 1853 — D. 7. ágúst 1916.
Kom frá íslandi 1876 þá nýgift Sigtryggi Jónassyni. Bræður
hennar voru Jóhann og Jakob Briem í þessari álfu og á íslandi,
sálmaskáldið, vígslubiskup séra Valdimar Briem. Hún tilheyrði
Fyrsta lút. söfnuði í Winnipeg, en að öðru leyti gaf hún sig ekki
mikið að félagsmálum. Rannveig var frábærlega vel gefin og víð-
lesin. Á heimili þeirra var gestkvæmt og skemtilegt að koma.