Árdís - 01.01.1949, Side 51
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 49
fluttu þau vestur um haf ásamt fjölskyldu sinni, eða þeim parti
hennar sem ekki var farin á undan þeim, en það voru þau, Sigríður,
Ari og Guðmundur. Aðkoma Rebekku og manns hennar í Nýja
íslandi árið 1876 var ekki glæsileg. Engin húsakynni, engir vegir,
enginn bústofn og ofaná alla þá erviðleika bættist veturinn 1877,
með bóluveikina sem geysaði um þessa nýstofnuðu byggð íslend-
inga og hertók svo að segja hvert einasta heimili í henni
Það er undir þessum kringumstæðum og nálega óviðráðanlegu
andstæðum að Rebekka fær eldskírn sína í Ameríku.
Hún var eina konan í byggðinni sem var lærð ljósmóðir og
hafði nokkra æfingu í hjúkrunarstörfum, hvorutveggja hafði hún
lært hjá Þórði Tomsyni lækni á Akureyri, og því líklegust per-
sóna til 'hjálpar í þessum raunalegu og erviðu kringumstæðum ný-
lendu fólksins. Rebekka brást heldur hvorki vonum fólksins né
heldur embættisköllun sinni og er til þess tekið enn í dag hve vel
þessi íslenzka kona reyndist þá í baráttu nýlendu fólksins við örbygð,
dauða og örvænting. Nótt og dag var hún á ferðinni á meðal þess
í vegleysum, vondu veðri og vetrar hörkum, að hjúkra, hughreysta
og að lækna, og þeir vóru víst ekki margir þá í þeirri ungu en
ósjálfbjarga byggð sem ekki dáðu og þökkuðu hina skörulegu en þó
yfirlætislausu og óeigingjörnu framkomu Rebekku.
Árið 1881 fluttu þau Jón og Rebekka til Winnipeg, var Jón þá
orðinn svo veikur að það varð að bera hann út í bátinn sem flutti
þau til Winnipeg. Jón lést þar eftir tveggja vikna legu. I Winnipeg
hélt Rebekka áfram ljósmóður og hjúkrunar störfum þar til að
fæðingarstofnanir og spítalar tóku þau alment að sér. En þótt hin
lærða lífstaða hennar gengi þannig smátt og smátt úr hendi henni
og í hendur hins opinbera, þá lét hún ekki, hugfallast. Lífsskoðun
hennar og lífs þróttur leyfði slíkt ekki, því athafna þrá hennar var
mikil og sú lífsskoðun staðföst að það væri blátt áfram synd gagn-
vart samfélagi því, sem maður væri félagi í og sínu eigin velsæmi
að leggja árar í bát, var afar sterk hjá henni.
Hún bjó sér heimili við Young Stræti í Winnipeg þar sem hún
rak ofurlitla verzlun í mörg á, auk þess tók hún róttækan þátt í mál-
um og athafnalífi íslendinga í borginni fram á svo að segja síðasta
æfidag sinn, með einlægni, festu og rausn.
Rebekka var fædd á Litluströnd við Mývatn, 8. febrúar 1830.