Árdís - 01.01.1949, Side 57
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 55
Alt frá fyrstu landnámsárum var leitað til Karólínu Snædal
þegar veikindi bar að höndum. Aldrei átti hún svo annríkt, að hún
ekki færi í hvaða veðri sem var til þess að hjúkra og hjálpa ná-
grönnum sínum, og var maður hennar henni samhentur í því
starfi, því hvorugt þeirra mátti neitt aumt sjá svo að þau ekki
legðu fram krafta sína til að liðsinna eftir mætti. Börnin, sem hún
tók á móti um æfina skiptu eflaust fleiri hundruðum, auk fjölda
sjúklinga, sem hún annaðist, oft endurgjaldslaust þegar fátækt
fólk átti í hlut. Hjúkrunarstarfið var Karólínu bæði eðlilegt og
kært, og hún hafði þá frábæru læknisgáfu að geta grætt og hresst
sjúklinga sína bæði á sál og líkama. Hún var fram úr skarandi
vandvirk og nærgætin ljósmóðir, kjarkmikil, fljót og úrræðagóð,
svo að oftar en einu sinni bjargaði hún sjúklingum frá bráðum
dauða með snarræði sínu. Hún ávann sér traust og tiltrú sjúklinga
sinna, og æfilanga vináttu margra þeirra, því 'hún var verulega
trygglynd og einlæg við þá, sem hún festi vinskap við. Börn og
unglingar höfðu mætur á henni, því hún skildi barnseðlið flestum
betur og hafði gott lag á að finna það góða í fari þeirra.
Karólína kunni vel að meta íslenzkar bókmenntir. Hún hafði
mikla unun af íslenzkum ljóðum og kunni margt af þeim. Glað-
lynd var hún og víðsýn í skoðunum, sem hún gat sett fram með
einurð og skarpleik í samræðum; skemtin og alúðleg við gesti
sína og sérlega höfðingleg heim að sækja.
Síðustu ár æfinnar var hún rúmföst, og naut þá aðhlynningar
á heimili góðra vina sinna í Baldur. Farin að heilsu, lömuð og
þreytt eftir margskonar mótlæti og þungar raunir, fékk hún ró-
legt andlát í svefni 21. febrúar 1947, og hafði þá fyrir stuttu misst
elzta son sinn, það seinasta af tíu mannvænlegum börnum, sem
hún hafði orðið á bak að sjá.
Vinir Karólínu Snædal munu ávalt minnast hennar með virð-
ing og þökk. S. S.
☆ ☆ ☆ ☆
Fögur er foldin
heiður er Guðs liimin
yndœl pílagríms œfigöng.