Árdís - 01.01.1949, Page 57

Árdís - 01.01.1949, Page 57
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 55 Alt frá fyrstu landnámsárum var leitað til Karólínu Snædal þegar veikindi bar að höndum. Aldrei átti hún svo annríkt, að hún ekki færi í hvaða veðri sem var til þess að hjúkra og hjálpa ná- grönnum sínum, og var maður hennar henni samhentur í því starfi, því hvorugt þeirra mátti neitt aumt sjá svo að þau ekki legðu fram krafta sína til að liðsinna eftir mætti. Börnin, sem hún tók á móti um æfina skiptu eflaust fleiri hundruðum, auk fjölda sjúklinga, sem hún annaðist, oft endurgjaldslaust þegar fátækt fólk átti í hlut. Hjúkrunarstarfið var Karólínu bæði eðlilegt og kært, og hún hafði þá frábæru læknisgáfu að geta grætt og hresst sjúklinga sína bæði á sál og líkama. Hún var fram úr skarandi vandvirk og nærgætin ljósmóðir, kjarkmikil, fljót og úrræðagóð, svo að oftar en einu sinni bjargaði hún sjúklingum frá bráðum dauða með snarræði sínu. Hún ávann sér traust og tiltrú sjúklinga sinna, og æfilanga vináttu margra þeirra, því 'hún var verulega trygglynd og einlæg við þá, sem hún festi vinskap við. Börn og unglingar höfðu mætur á henni, því hún skildi barnseðlið flestum betur og hafði gott lag á að finna það góða í fari þeirra. Karólína kunni vel að meta íslenzkar bókmenntir. Hún hafði mikla unun af íslenzkum ljóðum og kunni margt af þeim. Glað- lynd var hún og víðsýn í skoðunum, sem hún gat sett fram með einurð og skarpleik í samræðum; skemtin og alúðleg við gesti sína og sérlega höfðingleg heim að sækja. Síðustu ár æfinnar var hún rúmföst, og naut þá aðhlynningar á heimili góðra vina sinna í Baldur. Farin að heilsu, lömuð og þreytt eftir margskonar mótlæti og þungar raunir, fékk hún ró- legt andlát í svefni 21. febrúar 1947, og hafði þá fyrir stuttu misst elzta son sinn, það seinasta af tíu mannvænlegum börnum, sem hún hafði orðið á bak að sjá. Vinir Karólínu Snædal munu ávalt minnast hennar með virð- ing og þökk. S. S. ☆ ☆ ☆ ☆ Fögur er foldin heiður er Guðs liimin yndœl pílagríms œfigöng.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.