Árdís - 01.01.1949, Síða 59
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
57
þektu hana vel, sæju henni bregða fyrir í svipbrigðum hennar og
augnaráði.
Hún var prýðilega skýr kona og kunni vel að meta menn og
málefni, og tók einlægan og ákveðinn þátt í málum þeim, sem hún
áleit mestu varða. Las mikið, einkum á yngri árum og reyndar
alla æfi sína, góðar íslenzkar bækur, sérstaklega ljóð eldri ís-
lenzku skáldanna og hafði næman smekk fyrir fögru máli og hrein-
um hugsunum og ann hvorutveggja heilhuga.
Trygg og vinföst var hún svo að það þurfti meira en lítið að
koma fyrir til þess að hún riftaði trausti sínu, eða sliti vinabönd,
°t'm hún einu sinni hafði fest.
Hún var dagfarsprúð kona, fálát og orðvör og stundaði hús-
stjórn sína með hinni mestu prýði.
Ingibjörg Björnsdóttir Frímannsson var fædd í Finnstungu í
Húnavatnssýslu á íslandi 26. júní 1861. Foreldrar hennar voru
Björn Ólafsson, (bróðir séra Arnljóts Ólafssonar) og kona Björns,
Anna Lilja Jóhannsdóttir. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum
þar til hún flutti vestur um haf og til Winnipeg árið 1891.
Árið 1895 kvæntist hún Benedikt Frímannssyni frá Vatnsenda
í Húnavatnssýslu, mesta gáfu og myndarmanni og bjuggu þau í
Winnipeg þar til árið 1898 að þau fluttu til Gimli í Manitoba, þar
sem þau áttu prýðilegt heimili og Benedikt stundaði kjötverzlun
í 19 ár unz hann lézt 1. nóv. 1917. Eftir fráfall manns síns bjó
Ingibjörg áfram á Gimli þar til að hún flutti til dóttur sinnar,
Óskar Lovísar Fenton í Struthers, Ohio í Bandaríkjunum, þar
sem að hún dvaldist unz hún lézt 11. júní 1945.
Þeim Ingibjörgu og Benedikt varð einnar dóttur auðið, Óskar
Lovísar. Lærði hún hjúkrunarfræði og kvæntist síðar Ray W.
Fenton lækni frá Struthers í Ohio ríkinu í Bandaríkjunum. Mesta
myndar og mannkosta kona. Eina fósturdóttur ólu þau Ingibjörg
og Benedikt upp, Irene Arnljótsdóttur. Nú, frú H. S. Smith í
Powell River B. C. J. J. B.