Árdís - 01.01.1949, Side 61
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
59
Sem vott um framtak hennar og dugnað má geta þess að um margra
ára skeið starfrækti hún hattaverzlun fyrir konur, og fórst það vel
úr hendi. Einnig var hún frumkvöðull að stofnun hannyrðafélags
meðal Vestur-íslenzkra kvenna.
Þeim hjónum, Sveini og Ovídu varð sex barna auðið; þrjú
þeirra dóu í bernsku, tvö á æskualdri, en ein dóttir Ida lifir, á hún
heima að 16 Queens Apts., Winnipeg. Stundaði hún móður sína af
frábærri alúð í löngu sjúkdómsstríði 'hennar, enda var mikið ástríki
með þeim mæðgum.
Ovída var hress og glaðleg alt til hinztu stundar. Henni þótti
vænt um lífið, en hún óttaðist ekki dauðann. Enda þótt henni væri
fullljóst að vistaskiftin stóðu henni nærri talaði hún að jafnaði ekki
mikið um þau mál, enda átti hún þá sannfæringu að dauðinn er í
sjálfu sér ekki til. Það sem við nefnum „dauðann“ var henni að-
eins þáttaskifti í þróun lífsins. Um það bera vott síðustu orðin sem
hún talaði við dóttur sína, er hún gat þess að nú mundi hún brátt
sofna „síðasta blundinn“ og flytja „á annað 'heimili.“ Koma þessi orð
mjög vel heim við ummæli frelsarans um þetta efni, enda var Ovída
heitin ótvírætt vel kristin kona.
Hún var jarðsungin frá kirkju sinni, Fyrstu lútersku kirkju í
Winnipeg, sem hún hafð ávalt tilheyrt, á mánudaginn 14. marz að
viðstöddu fjölmenni. Sakir hrörleika var manni hennar, sem nú á
heima í Arborg, ekki unt að fylgja henni til grafar, en þau höfðu
kvaðst hinzta sinni, eins og þeim var báðum ljóst, skömmu áður,
er hann kom í heimsókn til þeirra mæðgna.
Her many dear unselfish traits
She showed day after day.
Will live in treasured memories
That will not pass away.
And many lives will be more blessed
Because they’ve, known a while
The beauty of her character.
The sweetness of her smile.