Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 65
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
63
hjá Helgu dóttur sinni, og manni hennar Jóni T. Arnasyni á 648
Victor Street, Winnipeg, og þar lézt 'hún eftir stutta legu.
Anna heitin var gædd hetjulund. Hún var vinsæl, og hafði
vakandi áhuga fyrir öllum málum samtíðarinnar, einkum hvað
ísland snerti. Hún háði baráttu sína með sóma, og skilur börnum
sínum eftir góða arfleifð í manngildi sínu og æfisögu. V. J. E.
☆ ☆ ☆ ☆
LÁTIN UM ALDUR FRAM
Þessi gjörvulega og ágæta kona, sem hér getur, frú Sigurbjörg
Bilsland, var fædd í Reykjavík 10. júlí árið 1900. Hún var dóttir
þeirra Sigurðar Þórðarsonar og Guðríðar konu hans, eru bæði enn
á lífi og búsett á Gimli; frú Sigurbjörg kom til Winnipeg laust
eftir fermingaraldur, og tók
snemma að ryðja sér eigin
braut; hún bjó yfir faðmvíðum
mannkostum, er svipmerktu líf
hennar til daganna enda; í tóm-
stundum sínum iðkaði frú Sigur
björg hljóðfæraslátt; hún var
hljómnæm og hafði ósegjanlegt
yndi af tónum. Þann 26. okt.
1929 giftist Sigurbjörg eftirlif-
andi manni sínum, John David
Bilsland og voru samfarir þeirra
hinar beztu. Frú Sigurbjörg
átti hið kirkjulega heimili sitt i
Fyrsta lúterska söfnuði og starf
aði í yngra kvenfélaginu af
miklum trúnaði, eins og raunar
í hvaða verkahring, sem var;
hún lézt að heimili sínu 960
Sherburn Street hér í borg þann
Mrs. Sigurbjörg Bilsland 26 janúar síðastliðinn og var
jarðsunginn af séra Valdimar J. Eylands.
Frú Sigurbjörg var harmdauði þeim öllum, sem átt höfðu því
láni að fagna að kynnast henni og eiga hana að vini. E. P. J.