Árdís - 01.01.1949, Síða 76

Árdís - 01.01.1949, Síða 76
74 ÁRDÍ S Tilgangurinn með ferðinni var að kynnast starfsfyrirkomulagi í Camp Nawakwa, sem er án efa sú fullkomnasta stofnun af því tagi á þessu meginlandi. Mrs. Henrickson hefir flutt erindi og skrifað um þetta bæði í Sameininguna og Parish Messenger. Hún mun flytja erindi, sem verður bæði skemtilegt og fróðlegt, á þessu þingi; einnig vildi ég geta þess, að hún gaf til baka þá peninga, sem borg- aðir voru í ferðakostnað hennar, ($105 gefið í „general Camp fund“). Þakka ég henni fyrir hönd félagsins að gefa bæði tíma og allan kostnað þessu viðvíkjandi. Við verðum að vera óþreytandi í þvi að auka við þekkingu okkar viðvíkjandi því hvernig bezt má starfa að okkar sumarbúðastarfi. í því efni erum við ófróðar, en tækifærin til lærdóms eru mörg ef við hagnýtum okkur þau. Ársritið okkar Árdís var vinsælt og myndarlegt þetta síðasta ár, nokkuð efnis meira og með fleiri myndum en áður hefir verið. Ritstjórarnir Mrs. Benson og Mrs. Henrickson lögðu sig fram til að ritið yrði sem bezt að efni og frágangi. Mrs. Ingunn Gillies sem tók við ráðsmensku ritsins hefir unnið að því starfi með sérstakri árvekni og alúð. Hefir hún eytt í það feikna tíma alt árið í gegn. Útgáfan er mikið kostnaðarsamari en áður hefir verið en verðið þó ekki hækkað. Árdís hefir verið gefin út í 16 ár og á nú nokkurn sjóð. Vonum við að eins lengi og útgáfu verður haldið áfram geti það borið sig fjárhagslega. Þær konur, sem að útgáfunni hafa unnið gegnum árin, hafa lagt töluvert á sig með öllu endurgjalds- laust. Á þessu þingi verðum við að íhuga hvaða leið verður fær viðvíkjandi útgáfu ritsins. Ég vakti máls á því á síðasta þingi að sjóður yrði myndaður, sem nota skyldi til að styrkja þau börn sem þess þyrftu við til dvalar í sumarbúðunum. Þessu var vel tekið og gjafir hafa komið úr ýmsum áttum í þann sjóð, 1 fyrra sumar var borguð nokkur upphæð úr sjóðnum. Eins og skýrsla féhirðis mun sýna er nokk- ur upphæð í hennar höndum nú. „Childrens Trust fund“ er sjóðurinn nefndur, ég veit, áður en varir verður hann orðinn yfir þúsund dalir ef kvenfélög og einstaklingar styrkja hann árlega með smágjöfum. Á hinni fullkomnu hannyrðasýningu í fyrra var eitt af því sem til sýnis var, rúmábreiða, með nöfnum allra þeirra kvenna, sem þing sátu sumarið 1947. Voru nöfnin af eigin hönd skrifuð færð á efnið og saumuð. Önnur hver ferhyrna sýndi sólaruppkomu. — Versið „Um sólarupprás æfi þinnar — Þig árla kallar Drottinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.