Árdís - 01.01.1949, Qupperneq 76
74
ÁRDÍ S
Tilgangurinn með ferðinni var að kynnast starfsfyrirkomulagi í
Camp Nawakwa, sem er án efa sú fullkomnasta stofnun af því tagi á
þessu meginlandi. Mrs. Henrickson hefir flutt erindi og skrifað um
þetta bæði í Sameininguna og Parish Messenger. Hún mun flytja
erindi, sem verður bæði skemtilegt og fróðlegt, á þessu þingi;
einnig vildi ég geta þess, að hún gaf til baka þá peninga, sem borg-
aðir voru í ferðakostnað hennar, ($105 gefið í „general Camp fund“).
Þakka ég henni fyrir hönd félagsins að gefa bæði tíma og allan
kostnað þessu viðvíkjandi. Við verðum að vera óþreytandi í þvi
að auka við þekkingu okkar viðvíkjandi því hvernig bezt má
starfa að okkar sumarbúðastarfi. í því efni erum við ófróðar, en
tækifærin til lærdóms eru mörg ef við hagnýtum okkur þau.
Ársritið okkar Árdís var vinsælt og myndarlegt þetta síðasta
ár, nokkuð efnis meira og með fleiri myndum en áður hefir verið.
Ritstjórarnir Mrs. Benson og Mrs. Henrickson lögðu sig fram til
að ritið yrði sem bezt að efni og frágangi. Mrs. Ingunn Gillies sem
tók við ráðsmensku ritsins hefir unnið að því starfi með sérstakri
árvekni og alúð. Hefir hún eytt í það feikna tíma alt árið í gegn.
Útgáfan er mikið kostnaðarsamari en áður hefir verið en verðið
þó ekki hækkað. Árdís hefir verið gefin út í 16 ár og á nú nokkurn
sjóð. Vonum við að eins lengi og útgáfu verður haldið áfram geti
það borið sig fjárhagslega. Þær konur, sem að útgáfunni hafa
unnið gegnum árin, hafa lagt töluvert á sig með öllu endurgjalds-
laust. Á þessu þingi verðum við að íhuga hvaða leið verður fær
viðvíkjandi útgáfu ritsins.
Ég vakti máls á því á síðasta þingi að sjóður yrði myndaður,
sem nota skyldi til að styrkja þau börn sem þess þyrftu við til
dvalar í sumarbúðunum. Þessu var vel tekið og gjafir hafa komið
úr ýmsum áttum í þann sjóð, 1 fyrra sumar var borguð nokkur
upphæð úr sjóðnum. Eins og skýrsla féhirðis mun sýna er nokk-
ur upphæð í hennar höndum nú. „Childrens Trust fund“ er
sjóðurinn nefndur, ég veit, áður en varir verður hann orðinn yfir
þúsund dalir ef kvenfélög og einstaklingar styrkja hann árlega
með smágjöfum.
Á hinni fullkomnu hannyrðasýningu í fyrra var eitt af því
sem til sýnis var, rúmábreiða, með nöfnum allra þeirra kvenna,
sem þing sátu sumarið 1947. Voru nöfnin af eigin hönd skrifuð
færð á efnið og saumuð. Önnur hver ferhyrna sýndi sólaruppkomu.
— Versið „Um sólarupprás æfi þinnar — Þig árla kallar Drottinn