Árdís - 01.01.1949, Page 78
76
ÁRDÍ S
1944 skyldist okkur öllum að nýja leið yrði að finna eða leggja
árar í bát. Við unnum saman — Guð vísaði okkur veginn, leiðir
opnuðust sem leiddu til sigurs. Það voru $939 í sjóði 1944 einnig
átti félagið 4 ekrur af landi í Árnesi. Nú munu skýrslur féhirðis
sýna að heldur meira er í sjóði og bandalagið á skuldlausa hina
fögru eign í Húsavík; 12 ekrur af landi með sjö sumarskálum. Á
þessum árum hefir komið inn um $12,000 til styrktar sumarbúða-
fyrirtækinu. Konur í öllum þeim byggðum og bæjum sem við eig-
um ítök söfnuðu í sjóði í kyrþey. Það var langt frá að nægilegt fé
væri fyrir hendi þegar byrjað var að byggja, óvíst var líka um efni
til bygginga fyrir hömlur þær sem á voru sökum stríðsins. Altaf
voru komnir nægilegir peningar í hendur féhirðis til að borga hvern
reikning, sem henni barst. Með sérstökum áhuga starfaði bygg-
ingarnefndin að verkinu ekki síður en konurnar sem unnu að
því að auka sjóðinn.
Það gleður mig innilega að nú á þessu vori hefir verið lokið
að mestu að klæða veggi og loft minningaskálans að innan, er
skálinn nú virðulegur og viðeigandi að innan sem utan. — —
Ég gleðst innilega að þetta allt er svo vel á veg komið nú, en því
megum við ekki gleyma að stærstu átökin eru ef til vill eftir.
Það gleður mig einnig að félag okkar er sameinað í einingu og
áhuga og ég er sannfærð um að yndæll starfstími er nú fyrir dyrum.
Mörg atvik, mörg nöfn eru óafmáanleg í huga mínum frá
þessum síðustu fimm árum. Margt sem ég nú hér með þakka.
Ég þakka þeim, sem beittu sér fyrir málum í sínu umhverfi. Þakka
féhirðir sumarbúðanna fyrir hvernig hún hljóp undir bagga þegar
okkur varð augljóst að minningarsjóður hermanna mundi ekki
verða nógur til að borga fyrir byggingu minningarskálans. — Svo
síðast þakka ég henni sem hefir setið við hlið mína á þingum
og fundum. Skrifaranum okkar Miss Lilju Guttormsson. Það hefir
verið yndislegt að vinna með henni á fundum og utan þeirra. Verk
sitt sem skrifari leysir hún svo frábærlega vel af hendi.
Ég óska Bandalagi Lúterskra Kvenna blessunar guðs. Starf
þess á ætíð sæti í huga mínum, vona ég að geta sýnt það á einhvern
hátt að ég ber heill félagsins fyrir brjósti.
Síðastliðið sumar endaði margþættur starfsferill Guðrúnar
Johnson. Hún starfaði með miklum áhuga í þessu félagi frá byrj-
un og bar velferð þess fyrir brjósti fram á síðustu stund. Gætum
við ekki á þessu þingi gert eitthvað til að heiðra minningu hennar?