Árdís - 01.01.1949, Síða 78

Árdís - 01.01.1949, Síða 78
76 ÁRDÍ S 1944 skyldist okkur öllum að nýja leið yrði að finna eða leggja árar í bát. Við unnum saman — Guð vísaði okkur veginn, leiðir opnuðust sem leiddu til sigurs. Það voru $939 í sjóði 1944 einnig átti félagið 4 ekrur af landi í Árnesi. Nú munu skýrslur féhirðis sýna að heldur meira er í sjóði og bandalagið á skuldlausa hina fögru eign í Húsavík; 12 ekrur af landi með sjö sumarskálum. Á þessum árum hefir komið inn um $12,000 til styrktar sumarbúða- fyrirtækinu. Konur í öllum þeim byggðum og bæjum sem við eig- um ítök söfnuðu í sjóði í kyrþey. Það var langt frá að nægilegt fé væri fyrir hendi þegar byrjað var að byggja, óvíst var líka um efni til bygginga fyrir hömlur þær sem á voru sökum stríðsins. Altaf voru komnir nægilegir peningar í hendur féhirðis til að borga hvern reikning, sem henni barst. Með sérstökum áhuga starfaði bygg- ingarnefndin að verkinu ekki síður en konurnar sem unnu að því að auka sjóðinn. Það gleður mig innilega að nú á þessu vori hefir verið lokið að mestu að klæða veggi og loft minningaskálans að innan, er skálinn nú virðulegur og viðeigandi að innan sem utan. — — Ég gleðst innilega að þetta allt er svo vel á veg komið nú, en því megum við ekki gleyma að stærstu átökin eru ef til vill eftir. Það gleður mig einnig að félag okkar er sameinað í einingu og áhuga og ég er sannfærð um að yndæll starfstími er nú fyrir dyrum. Mörg atvik, mörg nöfn eru óafmáanleg í huga mínum frá þessum síðustu fimm árum. Margt sem ég nú hér með þakka. Ég þakka þeim, sem beittu sér fyrir málum í sínu umhverfi. Þakka féhirðir sumarbúðanna fyrir hvernig hún hljóp undir bagga þegar okkur varð augljóst að minningarsjóður hermanna mundi ekki verða nógur til að borga fyrir byggingu minningarskálans. — Svo síðast þakka ég henni sem hefir setið við hlið mína á þingum og fundum. Skrifaranum okkar Miss Lilju Guttormsson. Það hefir verið yndislegt að vinna með henni á fundum og utan þeirra. Verk sitt sem skrifari leysir hún svo frábærlega vel af hendi. Ég óska Bandalagi Lúterskra Kvenna blessunar guðs. Starf þess á ætíð sæti í huga mínum, vona ég að geta sýnt það á einhvern hátt að ég ber heill félagsins fyrir brjósti. Síðastliðið sumar endaði margþættur starfsferill Guðrúnar Johnson. Hún starfaði með miklum áhuga í þessu félagi frá byrj- un og bar velferð þess fyrir brjósti fram á síðustu stund. Gætum við ekki á þessu þingi gert eitthvað til að heiðra minningu hennar?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.