Árdís - 01.01.1949, Qupperneq 87
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
85
SKÝRSLA SKRIFARA
Kæru félagssystur!
Þar sem að aðrar embættiskonur gefa svo fullkomnar skýrslur
yfir starf Bandalagsins, þá verður mín skýrsla örstutt.
Bandalaginu tilheyra 20 kvenfélög og 8 einstaklingsmeðlimir.
Þessum 20 félögum tilheyra 750 meðlimir. Eins og skýrslur félag-
anna sýna þá starfa þau með dugnaði og trúmensku, að kirkju
og sunnudagaskóla málum, að heima og erlendu trúboði og að
líknar og menningarmálum. Þau sýna mikinn áhuga fyrir öllum
þeim málum sem B.L.K. hefir á dagskrá, einkanlega fyrir „Sunrise
Lutheran Camp“. Þau hafa mikið unnið að fjársöfnun fyrir sumar-
búðirnar, eins og féhirðis skýrslurnar sýna.
Við vonumst eftir tveimur kvenfélögum í viðbót í hópinn í
framtíðinni, en þau eru kvenfélag lúterska safnaðarins í Vancouver
og Dorcas félag tilheyrandi Fyrsta lúterska söfnuðinum í Winnipeg.
Þessu síðarnefnda félagi, sem var stofnað á s. 1. ári, tilheyra um 90
ungar konur með brennandi áhuga fyrir starfinu, og ótakmarkað
starfsþrek þess til stuðnings.
Stjórnarnefnd B. L. K. hélt tvo aðalfundi á árinu, sem voru
báðir vel sóttir. Þær gjörðu ráðstafanir viðvíkjandi þingi þessu
og útnefndu nefnd til þess að útvega eldhús hjálp fyrir sumar-
búðirnar. Þær íhuguðu skýrslu sunnudagaskólanefndar, grundvalla
laganefndar, Árdísarnefndar, o. s. frv. Þær ráðstöfuðu útbúnaði
og prentun á 500 „camp folders“. Þær ákvörðuðu að bjóða sunnu-
dagaskólum í nágrenni við Sunrise Camp, að halda sitt árlega
„picnic“ þar í sumar. Fjögur boð voru send út, en aðeins einn s.
skóli tók boðinu, nefnilega, Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg,
sem dagsetti það 26. júní.
Mrs. Þjóðbjörg Henrickson flutti skemtilegt og fróðlegt erindi
um dvöl hennar í Camp Nawakwa í Pennsylvania.
Á síðari fundinum þá tilkynnti ég stjórnarnefndinni að ég gæfi
ekki kost á mér aftur sem skrifari Bandalagsins, og þegar út-
nefningarnefndin símaði mér þá gaf ég þeim ákveðið svar að ég
tæki ekki embættið aftur. Mér finst vera tími til kominn að breyta
um, þar sem að ég er nú búin að sinna þessu starfi í 8 ár, með
bremur forsetum. En ég get sagt það með sanni að ég hef haft