Morgunblaðið - 05.01.2009, Side 2

Morgunblaðið - 05.01.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÁSTA Kristín Pálmadóttir lagði leið sína í Byko 30. desember til að kaupa málningu. Hún fékk tvær fötur og hilluverðið var 3.490 kr. Þegar á kassa kom segist Ásta hafa verið rukkuð um næstum tvöfalt verð en hún fékk því framgengt að hillu- verðið yrði látið standa. Ásta áttaði sig tveimur klukkustundum síðar á því að hún þyrfti á meiri málningu að halda. Hún fór aftur í Byko og þá hafði hilluverðinu verið breytt til sam- ræmis við kassaverðið. Ásta segist ekki hafa sætt sig við þennan mikla mun og farið út málningarlaus. 1. janúar skoðaði hún verðið á vefsíðu Byko og þá var sama málning á rúmar 7 þúsund krónur. Síðan lagði Ásta leið sína á útsölu í Byko 3. jan- úar og keypti málningarfötuna á 30% af- slætti. Þá kostaði málningin 3.990 krónur en miðað við það var upprunalega verðið 5.700 krónur. Viðskiptavinir Byko hafa því getað keypt málningu fyrir fimm mismunandi upphæðir þessa fáu daga. Málningar- fata: 5 verð Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is TRYGGVI Axelsson, forstjóri Neytenda- stofu, segir ábendingum um verðhækkanir í aðdraganda útsölu heldur hafa fjölgað. Ástæðan geti verið að verslunareigendur séu gjarnari á að breyta verðmerkingum eða að neytendur séu duglegri að láta vita. „Það tínast inn til okkar ábendingar um að verð sé hækkað fyrir útsölu og svo fært niður í upprunalega verðið á útsölu,“ segir Tryggvi og bætir við að í sumum tilvikum séu verð- merkingar límdar yfir eldri merkingar og því einfalt að sjá hvert verðið var. „Lögin eru skýr og það má ekki auglýsa útsölu nema að um raunverulega lækkun sé að ræða.“ Bannað að blekkja Tryggvi segir ólöglegt að hagræða verði þannig að afslátturinn líti út fyrir að vera meiri en hann er og bendir á að Neyt- endastofa geti beitt sektum gagnvart fyr- irtækjum sem verða uppvís að því að blekkja neytendur vísvitandi. „Það skiptir miklu máli að neytendur séu vel á verði,“ segir Tryggvi og bætir við að allar ábend- ingar séu vel þegnar. Þá sé hægt að koma gögnum til Neytendastofu sem geti auðveld- að að sanna umrætt athæfi. Verð hækkað og lækkað  Útsöluvaran í sumum tilfellum á upprunalegu verði  Varðar við lög að blekkja neytendur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvað kostar? Misdýrt getur verið að mála. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra fordæmir innrás Ísraelshers á Gazaströndina og segir skelfilegt að svo mikils afls- munar sé neytt gagnvart saklausu fólki sem hvergi kemst í burtu og hefur ekki aðgang að nauðþurft- um. „Báðir aðilar hafa gerst brotleg- ir við alþjóðleg mannúðarlög og beint vopnum sínum að almennum borgurum,“ segir hún og vísar til eldflauga sem Hamas beinir að borgaralegum skotmörkum í Ísr- ael. Ójafn leikur „En það er ólíku saman að jafna hvort við erum að tala um heima- tilbúnar eldflaugar eða her sem er einhver sá tæknivæddasti sem um getur. Ísraelar neyta aflsmunar og að auki er Gaza hernumið land sem Ísraelar hafa skyldum að gegna gagnvart. Þar hafa þeir brugðist,“ segir Ingibjörg og bend- ir á að Palestínumenn séu innilok- aðir á svæðinu. „Þó að þeir vildu flýja geta þeir það ekki. Þetta er sú mynd sem við verðum að hafa í huga og við hljótum þ.a.l. að gera ríkari kröfur til Ísraelsstjórnar.“ Skömmu áður en Ingibjörg sendi frá sér tilkynningu um fordæm- ingu á árásinni sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varafor- maður Sjálfstæðisflokks, í viðtali í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ekki væri unnt að fordæma árásir Ísraelsmanna að svo stöddu. Ríkis- stjórnin hefði ekki rætt málið. Ingibjörg Sólrún segist telja að þar hafi Þorgerður verið að vísa til þess að ríkisstjórnin hafi sem slík ekki tekið afstöðu til innrás- arinnar. Ekki sé mikil hefð fyrir því að það sé gert. halla@mbl.is Morgunblaðið/Reuters Fordæming Utanríkisráðherra seg- ir báða aðila hafa gerst brotlega. Fordæmir árás á Gaza JÓLALJÓSIN fegra umhverfið á fyrstu dögum nýs árs. Þar fór ung konan um á reiðhjóli í gær í þokunni. Hitinn var aðeins þrjár gráður á hádegi í gær og lækkaði niður í eina þegar leið á daginn. Skyggni nam aðeins þrjú hundruð metrum. Þrátt fyrir að hann hafi hangið þurr má búast við úrkomu í dag, bæði sunnan- og vestanlands. Spurning hvort unga konan kýs þá þennan heilsusamlega ferðamáta? Margvísleg ljósin blika í Lækjargötunni Morgunblaðið/Ómar Hjólar um mannlaus gatnamótin í þokunni MOSAIC Fashions er að hefja við- ræður við lánardrottna til að tryggja framtíð félagsins, að því er fram kom í frétt The Sunday Times í gær. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við Morg- unblaðið að Kaupþing væri lang- stærsti lánardrottinn félagsins og hluthafi þar að auki. „Við höfum verið í stöðugum viðræðum við Kaupþing í framhaldi af banka- hruninu á Íslandi,“ sagði Gunnar. Unnið hafi verið að langtíma fjár- mögnun félagsins en menn hafi vilj- að sjá hvernig jólaverslunin yrði áð- ur en lengra yrði haldið. Hún var almennt erfið í Bretlandi en Gunnar sagði að flest vörumerki Mosaic hefðu komið nokkuð vel út eftir jólin og að lausafjárstaða Mosaic væri í lagi. „Það verða klárlega viðræður og við sjáum ekki annað en að félagið haldi áfram uppbyggingu á sínum vörumerkjum og haldi áfram rekstri í öllum sínum búðum,“ sagði Gunn- ar. Hann sagði netverslun hafa gengið mjög vel og uppbyggingu Karen Millen öra. Í fréttinni segir að Mosaic greiði ekki vexti af skuld sinni við Kaupþing, sem er áætluð um 400 milljónir punda (um 70 millj- arðar). Gunnar sagði þetta rangt, félagið stæði í skilum við Kaupþing. Steinar Þór Guðgeirsson, formað- ur skilanefndar Kaupþings, kvaðst ekki geta tjáð sig um viðskipti ein- stakra viðskiptavina þegar hann var spurður hvort það væri rétt hjá breska blaðinu að Mosaic greiddi ekki af lánum. Almennt talað sagði hann að lánasamningar gamla Kaupþings við fjölda fyrirtækja væru enn virkir og það væri m.a. hlutverk skilanefndarinnar að sjá um að staðið væri við greiðslur og afborganir af lánum. gudni@mbl.is Mosaic í stöðugum viðræðum við Kaupþing eftir bankahrun Breska blaðið The Sunday Times segir Mosaic Fashions eiga í erfiðleikum Í HNOTSKURN »Mosaic Fashions er að nærhálfu í eigu Baugs og að einum fimmta í eigu gamla Kaupþings, samtals eiga þau 70%. Aðrir hluthafar eru breskir. »Félagið á m.a. Karen Mill-en, Oasis og Principles. Það er víða í samvinnu við Debenhams og House of Fraser í stórum vöruhúsum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.