Morgunblaðið - 05.01.2009, Qupperneq 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
FIMM eru í einangrun á Sjúkrahús-
inu á Akureyri eftir að hafa verið
greindir með nóróveiru. Slíkar
veirur valda iðrasýkingu og smit
berast hæglega manna á milli með
saurmengun, hósta eða munnslími.
„Einkennin eru yfirleitt slæmar
magakveisur, uppköst, niðurgangur
og stundum hiti. Hjá heilbrigðu fólki
gengur sýkingin jafnan yfir á einum
til tveimur dögum en hún leggst
þyngra á fólk sem er veikt fyrir. Af
þeim sökum er mikið lagt upp úr að
einangra fólk, sem ber sýkinguna,
inni á spítölunum svo það flytji ekki
sýkinguna yfir á aðra,“ segir Har-
aldur Briem sóttvarnalæknir.
Algengar sýkingar
Nóróveirur eru algeng orsök iðra-
sýkinga í þjóðfélaginu. Á undanförn-
um árum hafa nóróveirufaraldrar í
vaxandi mæli sett mark sitt á starf-
semi sjúkrahúsa og öldrunarstofn-
ana. Heilu deildirnar geta lokast
tímabundið meðan faraldur gengur
yfir ef sjúklingar eða starfsmenn
veikjast.
Haraldur segir gripið til margvís-
legra úrræða til að sporna við út-
breiðslu sýkingarinnar. „Í venjuleg-
um tilfellum er fólki gert að halda sig
heima og vera ekki að umgangast
aðra of mikið á meðan sýkingin
gengur yfir. Einnig er lögð áhersla á
að gæta vel að hreinlæti. Þetta getur
verið erfiðara inni á sjúkrahúsum,
enda eru það lokaðar einingar. Þar
er þess þó gætt að þrífa alltaf vel þar
sem einhver sýktur hefur verið.“
Þá getur einnig þurft að setja
fólk í einangrun líkt og í fyrr-
nefndu tilfelli á Akureyri. Afar
mikilvægt þykir að þeir sem veikir
eru heimsæki ekki ættingja eða
vini á sjúkrahús eða öldrunarstofn-
anir enda getur slíkt hæglega kom-
ið af stað faraldri innan stofnunar-
innar.
Illskeytt en ekki banvæn
Haraldur segir engin lyf eða bólu-
efni vera til við veirunni skæðu.
„Einkennin dvína fljótt hjá heil-
brigðu fólki og það er jafnan fljótt að
ná sér. En fólk með veikara ónæm-
iskerfi; þeir sem eru veikir fyrir eða
aldraðir, eru berskjaldaðri fyrir veir-
unni og geta veikst illa.“
Skæð nóróveira gerir vart við sig á Norðurlandi
Fimm í einangrun
vegna iðrasýkingar
Morgunblaðið/ÞÖK
Veira Loka getur þurft deildum á sjúkrastofnunum vegna sýkingarhættu.
Í HNOTSKURN
»Nóróveirur eru algeng or-sök iðrasýkinga og til-
fellum hefur farið fjölgandi
síðustu ár.
»Sóttvarnalækni barst ínóvember tilkynning um
alvarlegan nóróveirufaraldur
á sjúkrahúsi á Austurlandi.
CINTAMANI harmar umfjöllun um
framleiðslu fyrirtækisins í Morgun-
blaðinu sl. laugardag og órök-
studdar alhæfingar sem þar koma
fram, að því er segir í yfirlýsingu
frá fyrirtækinu. Í fréttinni sem vís-
að er til gagnrýnir Hanna María
Arnórsdóttir dýralæknir Cintam-
ani fyrir að nota loðfeldi fram-
leidda í Kína í útivistarfatnað.
Skúli J. Björnsson, stjórnar-
maður og einn eigenda, segir að í
kjölfar þessarar fréttar hafi fyrir-
tækinu borist haturspóstar frá
fólki sem kalli starfsmennina öllum
illum nöfnum. Honum finnst þessi
gagnrýni mjög ómakleg. Cintam-
ani hafi spurst fyrir um uppruna
skinnanna og fengið staðfest að
þau séu vottuð.
„Það er okkur mikið hjartans
mál að ekki sé verið að nýta skinn
af dýrum sem fengin eru með þeim
hroðalega hætti sem gefið er í skyn
að við gerum,“ sagði Skúli. „Við
höfum ítrekað sett það skilyrði að
skinnin séu keypt af vönduðum og
viðurkenndum framleiðanda. Við
höfum fengið vottorð um að svo
sé.“ Skúli benti á að helmingur af
öllu leðri sem framleitt er í heim-
inum komi frá Kína. Hann sagði að
velflestir framleiðendur útivistar-
fatnaðar noti skinn þaðan.
„Hún virðist gefa sér að þessi
skinn séu af dýrum sem illa hefur
verið farið með,“ sagði Skúli.
Margt að breytast í Kína
„Þetta er árás á okkur sem erfitt
er að bregðast við. Við höfum skír-
teini frá Kína en það er blásið á
þau. Hún segir að í Kína séu engin
dýraverndarlög en þar eru samt
starfandi mörg dýravernd-
arsamtök og Kínverjum þykir ekki
síður vænt um dýrin sín en okkur.
Ég skil vel að fólk vilji að vel sé
farið með dýr en það er út í hött að
gefa sér að skinnin á okkar úlpum
séu illa fengin eða eins og þarna er
lýst.“
Skúli segir að þau hjá Cintamani
fari reglulega til Kína. Þau heim-
sæki verksmiðjurnar sem fram-
leiða fyrir fyrirtækið og fylgist
með því að þar sé farið eftir
reglum. T.d. að þar starfi ekki fólk
yngra en 18 ára og að allur aðbún-
aður starfsfólks og framleiðsluferl-
ar séu til fyrirmyndar. Finna megi
að ýmsu í Kína en þar sé líka
margt að breytast til hins betra.
Það gerist ekki síst með auknum
viðskiptum við alþjóðleg fyrirtæki
sem geri kröfur um að alþjóðlegir
staðlar og viðmið séu virt.
gudni@mbl.is
Loðdýr Marðarhundaskinn eru m.a. notuð í fataframleiðslu í Kína.
Skinnin eru vottuð