Morgunblaðið - 05.01.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 05.01.2009, Síða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Útsala ÞAÐ ER einfald- ara og áhættu- minna að taka upp annan gjald- miðil einhliða en að bíða eftir aðild að Evrópusam- bandinu gangi. Þetta segir Sig- urður Kári Krist- jánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, og bætir við að það gæti einnig verið ódýrara að taka einhliða upp evru eða dollara, enda gríðarlega kostnaðarsamt að halda krónunni á floti í lengri tíma. Kostnaður við að taka upp annan gjaldmiðil næmi um 80-100 millj- örðum króna. Snýst um gjaldmiðilinn „Umræðan núna snýst um gjald- miðilinn. Menn eru ekkert æstir í að ganga í Evrópusambandið út af fé- lagsmálastefnu eða landbún- aðarstefnu. Þess vegna eigum við að einbeita okkur að því að skoða kost- ina í þeirri stöðu,“ segir Sigurður Kári og bendir á að með þessu móti gæti skapast sátt milli þeirra sem vilja ganga í ESB út af gjaldmiðl- inum og hinna sem vilja breyta um gjaldmiðil en ekki ganga í ESB. Þannig sé hægt að bregðast við bráðasta vandanum og í framhaldinu megi ræða aðild að ESB. halla@mbl.is Einhliða upptaka einfaldari Sigurður Kári Kristjánsson Mjög dýrt að halda krónunni á floti RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar síð- degis í gær og er áætlað að leiðang- urinn standi í allt að þrjár vikur. Byrjað verður að leita með suður- ströndinni. Þrjú loðnuskip taka þátt í leitinni með Árna Friðrikssyni, það eru Faxi RE, Lundey NS og Börkur NK. Mjög lítið fannst af loðnu í haustleiðangri Hafró eða aðeins 270 þúsund tonn af hrygningarloðnu. Jó- hanna Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið um miðjan desem- ber að staðan varðandi loðnuna væri einfaldlega þannig, að vertíðin eftir áramót væri í algerri óvissu. Leit að loðnu fyrir sunnan Loðna Menn bíða eftir loðnunni. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÍSLENSKA stjórnsýslan er vanbúin til að takast á við þau stóru verkefni sem sinna þarf í kjölfar bankahruns- ins. Ráðuneytin vinna hvert í sínu horni og skipulagt kerfi við ákvarð- anatöku er ekki til staðar. Þetta segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórn- sýslufræðingur og ráðgjafi, en hún hefur m.a. unnið fyrir íslensk og bresk stjórnvöld. Sigurbjörg segir íslensku stjórn- sýsluna ágæta „þegar lífið gengur sinn vanagang“. „En þegar kemur að því að bregðast þarf við einhvers kon- ar áföllum er stjórnsýslan mjög veik,“ útskýrir Sigurbjörg en áréttar að það sé ekki vegna þess að starfsfólk ráðu- neyta sé ekki hæft heldur miklu fremur að ekki sé mikil hefð fyrir því að skipuleggja samstarf þvert á ráðu- neyti. „Aðstæður núna eru mjög óvenjulegar og eðlilega eru engir inn- an stjórnsýslunnar sem hafa tekist á við annað eins. Ríkisstjórnin þarf að standa skil á tímasettum aðgerðum bæði inn á við, gagnvart lands- mönnum, og út á við, gagnvart öðrum þjóðum og Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Á sama tíma er mikið van- traust í þjóðfélaginu. Samanlagt kall- ar þetta skipulag og meira gagnsæi í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Það verður að vera öllum ljóst hvern- ig og hvar ákvarðanir eru teknar og hvenær og við hverja var haft sam- ráð.“ Ráðherrastjórnsýsla til vansa Sigurbjörg segir svo virðast sem ekki sé nægilega vel staðið að sam- ráði, t.d. við aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðuna. „Þetta þarf að vera í skipulögðum farvegi,“ segir hún og telur að standa megi betur að því að koma upplýsingum á framfæri. Huga þurfi að samskiptum við fjöl- miðla og láta ekkert tækifæri ónotað til að koma réttum upplýsingum á framfæri og leiðrétta misvísandi upp- lýsingar í heimspressunni. „Á Íslandi er ráðherrastjórnsýsla þar sem afar sjaldgæft er að einn ráðherra spyrji út í málefni annars. Ákvarðanir eru því oftast ekki teknar í sameiningu en við núverandi aðstæður verða að- gerðir að vera samhæfðar. Áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og að- gerðaáætlun ríkisstjórnarinnar kalla líka á samstarf þvert á ráðuneyti.“ Taka illa við ráðgjöf Stefnumótunarvinnan þarf, að sögn Sigurbjargar, að fara fram inn- an ráðuneyta til að nýta þekkinguna sem best. Ráðherrar eigi að taka stórar stefnumarkandi ákvarðanir út frá áreiðanlegum upplýsingum en ekki að vera sjálfir á kafi upp yfir haus „úti á síldarplani“. Réttar upp- lýsingar verði að liggja fyrir þar sem öllum efasemdarspurningum hefur verið svarað. Að sama skapi verði stjórnvöld að vera opin fyrir gagn- rýni og leiðbeiningum utan frá. „Að vera útlendingur og veita ráðgjöf er alltaf vandasamt. Þetta þekki ég sjálf og heyri nú frá erlendum ráðgjöfum sem ég hef rætt við að þeim þykir áberandi hversu tregir Íslendingar eru til að taka við ábendingum og upplýsingum sem kunna að vera óþægilegar. Þeir séu í mikilli vörn,“ segir Sigurbjörg og áréttar að ein- mitt nú við þessar erfiðu aðstæður sé mikilvægt að geta tekið á móti gagn- rýni, vera tilbúin að læra og tileinka sér ákveðna auðmýkt. Komandi kyn- slóðir eigi eftir að spyrja margra spurninga. Íslensk stjórnsýsla veik Ferli við ákvarðanatöku hér ekki nógu skipulagt, segir stjórnsýslufræðingur Í HNOTSKURN » Á Íslandi eru tólf ráðu-neyti og ráðherra er æðsti yfirmaður hvers og eins þeirra. » Ráðherrarnir sitja í um-boði Alþingis og eru líka þingmenn. » Í mörgum löndum heimser fyrirkomulagið allt öðruvísi og ráðherrar eiga ekki endilega sæti á þingi, t.d. í Bandaríkjunum þar sem for- seti er kosinn í beinni kosn- ingu og velur síðan sína ráð- herra. » Íslenska stjórnsýslan hef-ur verið rómuð fyrir skil- virkni en að sama skapi gagn- rýnd fyrir að ferli við ákvarðanatöku sé ekki nógu ígrundað. Morgunblaðið/G. Rúnar Rétt sé rétt Ráðherrar eiga að geta tekið ákvarðanir út frá áreiðanlegum upplýsingum sem hafa verið sannreyndar, segir Sigurbjörg. MENNINGARSETUR múslíma á Ís- landi kallaði múslíma saman til bæna úti við fyrsta sinni á laug- ardaginn. Tilefni bænanna var efnahagskreppan á Íslandi og að sögn Mohameds Fadhel Meddeb, talsmanns menningarsetursins, býður trú múslíma þeim að ákalla Allah eftir hjálp til handa þjóðum. „Það getur verið hjálp við hvað sem er, “ segir Mohamed. „Þurrkar, stríð, ósamkomulag, efnahagserf- iðleikar, já, hvað sem er.“ Mohamed segir Menningarsetur múslíma á Íslandi hafa verið starf- andi í tæpt ár, en um fjórar vikur eru síðan félagið var viðurkennt opinberlega. „Við lítum á okkur sem hluta af þjóðfélaginu og njót- um hér allra réttinda. Við viljum leggja okkar af mörkum í þessum erfiðleikum,“ segir Mohamed og bætir við að bænahaldið sé þeirra framlag. Mohamed er verkfræðingur og hefur búið á Íslandi í átta ár. sia@mbl.is Bænakall í fyrsta sinn Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.