Morgunblaðið - 05.01.2009, Síða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
TUGÞÚSUNDIR ísraelskra her-
manna nutu aðstoðar skriðdreka er
þeir börðust við Hamas-liða á Gaza-
svæðinu á sunnudag. Ísraelski her-
inn umkringdi Gaza-borg snemma í
gærmorgun og skipti strandsvæðinu
í tvennt til að koma í veg fyrir að Ha-
mas-samtökin og önnur herská sam-
tök gætu eflt lið sín. Árásin er
stærsta hernaðaraðgerð Ísraela frá
Líbanonsstríðinu árið 2006.
Tala látinna Palestínumanna er
komin yfir 500 frá því að árásir Ísr-
aela hófust og þar af hafa 87 börn lát-
ist. Á þriðja þúsund hafa særst.
Staðsetning ísraelsku hersveit-
anna hafa að sögn lækna á svæðinu
komið í veg fyrir afhendingu hjálp-
argagna á sjúkrahús Gaza-svæðisins.
Palestínski heilbrigðisráðherrann,
Fathi Abumoghli, sagði í gær að ísra-
elski herinn hamlaði ferðum sjúkra-
bíla og því létu margir lífið áður en
þeir kæmust í hendur lækna. Búist
er við að tala látinna fari ört hækk-
andi
Mikið álag á sjúkrahúsum
„Hingað hefur verið stöðugur
straumur á hverjum degi en síðasta
sólarhringinn hefur fjöldinn þrefald-
ast,“ hefur CNN eftir norska lækn-
inum Erik Fosse, sem starfar á
helsta sjúkrahúsi Gaza-svæðisins.
Fosse sagði að um 30% þeirra sem
komið væri með á sjúkrahúsið væru
börn, látin eða særð. „Við gerum að-
gerðir á göngunum, sjúklingarnir
liggja alls staðar og fólk deyr áður en
það hlýtur meðferð,“ sagði Fosse.
Landherinn réðist til atlögu á
Gaza-svæðinu síðla laugardags og
eru árásirnar á landi annar hluti
áætlunar Ísraela sem legið hafði í
loftinu eftir linnulausar loftárásir lið-
innar viku. Áætlunin miðar að því að
stöðva eldflaugaskot Hamas-
samtakanna á Ísrael.
„Ég get horfst í augu við ykkur öll
í dag er ég segi að stjórnvöld gerðu
allt sem í þeirra valdi stóð áður en
ákvörðun var tekin um að halda að-
gerðunum áfram. Aðgerðirnar
reyndust nauðsynlegar,“ sagði for-
sætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert,
í fyrstu opinberu yfirlýsingu sinni
vegna hernaðaraðgerða Ísraela.
Árásir Ísraela hafa verið gagn-
rýndar af mörgum leiðtogum heims
og er krafan um gagnkvæmt vopna-
hlé sterk. Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna hefur ekki getað komið sér
saman um yfirlýsingu sem hvetur til
vopnahlés. Tillaga um slíka yfirlýs-
ingu frá Líbýu, sem á sæti í ráðinu,
þótti of hlutdræg þar sem ekki var
minnst á eldflaugaárásir Hamas.
Fulltrúar Bandaríkjanna í örygg-
isráðinu sögðu að vopnahlé á þessu
stigi yrði aðeins til að færa stöðu
mála á Gaza-svæðinu aftur í sama
farveg og fyrir innrás Ísraela. Fawzi
Barhum, talsmaður Hamas-
samtakanna, sagði viðbrögð örygg-
isráðsins vera farsa og að örygg-
isráðinu væri stýrt af bandarískum
yfirvöldum.
Varaforseti Bandaríkjanna, Dick
Cheney, varði landhernað Ísraela um
helgina og í viðtali við CBS-
sjónvarpsstöðina sagði hann að loft-
árásir einar dygðu ekki til að eyða
eldflaugaskotpöllum Palest-
ínumanna.
Mótmæli úr báðum áttum
Mótmælafundir vegna árása Ísr-
aela voru haldnir í mörgum borgum
heims. Þúsundir komu m.a. saman í
Beirút, höfuðborg Líbanons og not-
aði lögreglan háþrýstidælur og tára-
gas til að beina hundruðum þeirra frá
bandaríska sendiráðinu.
Þá komu um 12.000 manns saman í
París í gær og veifuðu ísraelska fán-
anum og sungu hebreska sálma til
stuðnings málstað Ísraela og var þar
um að ræða regnhlífarsamtök
franskra gyðinga. Samkoman var var
haldin daginn eftir stór fjöldamót-
mæli gegn Ísrael í París.
Vopnahlé ekki í augsýn
AP
Múgur Fjöldamótmæli voru haldin víða um heim í gær þar sem áframhaldandi árásum Ísraela á Gaza var mótmælt
og leiðtogar fjölmargra ríkja heims hafa hvatt Ísraela og Hamas-samtökin til að lýsa yfir vopnahléi á nýjan leik.
Ísraelar sendu landherinn inn á Gaza um helgina og hefur það vakið sterk viðbrögð þjóða heims
Forsætisráðherra Ísraels segir áframhaldandi aðgerðir nauðsynlegar til að vinna á Hamas
Í HNOTSKURN
»Ehud Olmert, forsætisráð-herra Ísraels, hefur, eftir
samtöl við leiðtoga margra
vestrænna ríkja, hafnað beiðn-
um um að árásum verði hætt.
»Árásir Ísraela á Gaza hafastaðið frá 27.desember síð-
astliðnum og hafa yfir 500
manns látið lífið.
»Loftárásir á Gaza erugerðar einu sinni á 20 mín-
útna fresti að meðaltali og eru
árásirnar fleiri að næturlagi.
Evrópusambandið mun veita þrjár
milljónir evra í neyðarhjálp á Gaza-
svæðinu. Sendisveit frá ESB fór í
gær til Mið-Austurlanda til að
þrýsta á um vopnahlé milli Ísraela
og Palestínumanna. Leiðin liggur
til Egyptalands, Vesturbakkans og
Ísraels. Í sendisveitinni er m.a.
Javier Solana, utanríkismálastjóri
ESB, auk utanríkisráðherra Frakk-
lands og Svíþjóðar.
Óeining leiðtoga aðildarlanda ESB
þótti koma berlega í ljós í gær þar
sem ekki kom frá þeim sameig-
inleg yfirlýsing vegna árása Ísr-
aela. Þessi óeining leiðtoga aðild-
arríkjanna þykir rýra tækifæri
Evrópusambandsins til að vera
leiðandi nú þegar forsetaembætti
Bandaríkjanna er máttlítið við lok
valdatíma George W. Bush. Banda-
rísk yfirvöld hafa varið rétt Ísraela
til að verjast eldflaugaárásum Ha-
mas og sagt samtökin ábyrg fyrir
því að ráðist var inn á Gaza.
Tékkar fara nú með embætti for-
seta ESB og á laugardag sögðu
tékknesk yfirvöld að með árásum
vildu Ísraelar verjast. Á sunnudag
sögðu þeir yfirlýsinguna misskiln-
ing og að þeir deildu almennum
vilja innan Evrópu um vopnahlé.
Carl Bildt, utanríkisráðherra Sví-
þjóðar, gagnrýndi Ísraela harka-
lega í gær fyrir að hafa stigmagn-
að ástandið á Gaza.
Óeining leiðtoganna veikir stöðu ESB
ÞESSI rússnesku karlmenni nutu þess að dýfa sér ofan í ísvök eftir að hafa
slakað á í notalegu gufubaði. Karlarnir stunduðu böðin rétt utan við Péturs-
borg í gær þar sem hitastigið mældist um 13 gráður undir frostmarki. Slík
böð eru vinsæl víða á norðurhveli jarðar og standa Rússar þar nokkuð fram-
arlega en böðin eru iðkuð til heilsubótar. Ísböð eru einnig mjög vinsæl í Finn-
landi þar sem sérstök félög eru gjarnan stofnuð sem hafa eigin aðstöðu til
slíkra baða. Vinsældir ísbaða hafa aukist til muna í Kína og þá sérstaklega í
Songhua-ánni, þar sem um 200.000 manns dýfa sér í ískalda ána á ári hverju.
jmv@mbl.is
AP
Ofan í ískalda vökina
FULLYRÐINGUM um að ástin sé
aðeins stundargleði og dofni með
árunum hefur verið gefið langt nef
af vísindamönnum í New York.
Með aðstoð heilaskanna fundu
þeir út að fjöldi para sem hafði
verið í sambandi í yfir 20 ár sýndu
jafnmikil ástríðuviðbrögð og önnur
pör sem höfðu nýstofnað til sam-
bands og töldust því enn í ást-
arbrímanum.
„Niðurstöðurnar brjóta í bága
við hefðbundin viðhorf til ástar-
brímans, sem sýna að hann hverfi
hratt á fyrstu tíu árunum, en við
treystum niðurstöðunum,“ sagði
Arthur Aron, sálfræðingur við
Stony Brook-háskólann í New
York. Um 10% af eldri pörunum
sýndu sömu viðbrögð og ungu pör-
in. jmv@mbl.is
Ástin varir
víst að eilífu
DEILUR Rússa og Úkraínumanna
um flutning og greiðslur fyrir jarðgas
sem nú hafa staðið í nokkrar vikur
eru farin að hafa áhrif á gasflutninga
til Evrópu. Rússar hafa þegar stöðv-
að gasflutninga til Úkraínu og saka
Úkraínumenn um að stela gasi úr
leiðslunum. Rúmenía, Ungverjaland,
Pólland og Búlgaría hafa tilkynnt um
minni þrýsting í gasleiðslum til land-
anna. Nægar birgðir séu þó enn fyrir
hendi. Í Rúmeníu hafa birgðir minnk-
að um 30% en einnig hefur orðið vart
við minnkandi gasflutninga til Tyrk-
lands, Grikklands og Makedóníu.
Gas nauðsynlegt til upphitunar
Rússar sjá Úkraínu fyrir jarðgasi
og sendir jafnframt 80% gasbirgða
sinna til Evrópu um leiðslur sem
liggja um Úkraínu. Mikið er í húfi að
deilur landanna leysist þar sem fjórð-
ungur alls jarðgass í Evrópu kemur
frá Rússlandi og er gasið lífs-
nauðsynlegt til upphitunar húsa að
vetrarlagi. „Gasflutningar til Evrópu
verða að vera áreiðanlegir og fyr-
irsjáanlegir,“ sagði í tilkynningu frá
forsetaskrifstofu ESB. Rússar fóru
þess á leit við ESB í gær að það miðl-
aði málum í deilunni en því hefur ver-
ið hafnað. „Þar sem Naftogaz hleypir
eftirlitsmönnum Gazprom ekki inn í
gasstöðvar sínar sendum við fram-
kvæmdastjórn ESB bréf þar sem far-
ið var fram á eftirlit af þeirra hálfu,“
sagði talsmaður Gazprom.
Úkraínska fyrirtækið hefur neitað
ásökunum Rússa og jafnframt varað
við því að Evrópubúar gætu staðið
frammi fyrir gasskorti innan tveggja
vikna náist ekki sátt í málinu.
Rússar treysta ekki lengur á að
flytja gas sitt um Úkraínu til Evrópu
og leita annarra leiða. Þeir dæla nú
gasi eftir öðrum leiðslum til að koma í
veg fyrir að flutningar til Evrópu
stöðvist.
Ímynd Rússa sem ábyrgra orku-
veitenda þykir í húfi þó að meiri skiln-
ingur á stöðu þeirra þyki ríkja nú en
þegar svipaðar deilur voru uppi fyrir
þremur árum. jmv@mbl.is
Deilt um gasið
Evrópusambandið neitar að sinna eft-
irliti í gasdeilu Rússlands og Úkraínu
Reuters
Núll Rússar hafa klippt á gasflæði
til nágrannalandsins Úkraínu.
Í ÞAÐ minnsta fjórir létust og tugir
særðust eftir að röð öflugra jarð-
skjálfta skók austurhluta Indónesíu
um helgina. Stærsti skjálftinn mæld-
ist 7,6 á Richterkvarða og varð norð-
ur af borginni Manokwari í Vestur-
Papúahéraði. Mikil skelfing greip
um sig meðal íbúanna sem óttuðust
flóðbylgjur en risavaxin flóðbylgja
varð um 230.000 manns að bana fyr-
ir fjórum árum á þessum slóðum.
jmv@mbl.is
Jarðskjálfti í
Indónesíu