Morgunblaðið - 05.01.2009, Page 20

Morgunblaðið - 05.01.2009, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Össur Skarp-héðinssoniðnaðarráð- herra skrifaði at- hyglisverðan pistil á bloggið sitt um helgina. Ráð- herrann færir þar rök fyrir því að undanfarið hafi siðgildi í ís- lenzku samfélagi breytzt. „Þau birtast til dæmis með skýrum hætti í vaxandi umburðarlyndi fyrir ofbeldi í orði og verki,“ skrifar Össur. Hann segir að mótmælendur grípi í vaxandi mæli til ofbeldis og æ fleiri hvetji líka til ofbeldis. „Annað dæmi um breytt sið- gildi er orðbragðið sem á ör- skömmum tíma er orðið alsiða á netinu. Fyrir kemur að langar runur af athugasemdum við greinar á víðlesnum miðlum séu að töluverðum hluta formæl- ingar, bölv og ragn, og stöku sinnum krydda nafnlausir skrif- arar með lítt dulbúnum hót- unum í garð viðkomandi höf- undar,“ skrifar Össur. „Fínu miðlarnir tala stundum um DV einsog sorasnepil. Orðbragðið í DV þegar það gerist verst er þó einsog kristnifræðitexti miðað við þá notkun íslenskunnar sem Morgunblaðið veitir skjól á heimasíðum sem það hýsir á vefsvæði sínu.“ Iðnaðarráðherrann, sem læt- ur sér þó ekki allt fyrir brjósti brenna þegar að orðbragði á netinu kemur, hefur því miður margt til síns máls. Morgunblaðið hefur áratug- um saman verið opinn umræðu- vettvangur, þar sem lesendur hafa átt greiðan aðgang að síð- um blaðsins að segja álit sitt á efni þess eða tjá skoðanir sínar á þjóðmálum. Vefur blaðsins, mbl.is, varð á skömmum tíma vinsælasti vefur landsins og Morgunblaðið hefur viljað skapa einnig þar opinn umræðuvett- vang. Það hefur gerzt með blogginu, þar sem oft fer fram lífleg umræða um fréttir og þjóðfélagsmál, sem stór hópur tekur þátt í; miklu stærri en gæti komizt að á hinu takmark- aða plássi í prentútgáfu Morg- unblaðsins. Það sama á við um aðsendar greinar í Morgunblaðinu og bloggið; að ritstjórn blaðsins vill teygja sig langt í þágu mál- frelsis. Hún vill hins vegar ekki að blaðið eða vefurinn verði far- vegur fyrir svívirðingar, hótanir og hatursfullan málflutning. Þess vegna hefur birtingu greina verið hafnað og bloggum lokað. Ritstjórn Morgunblaðsins er iðulega sökuð um ritskoðun þegar hún tekur ákvarðanir af þessu tagi. Hér er hins vegar um að ræða viðleitni til þess að halda umræðum á siðuðum nót- um og innan ramma laganna. Í skilmálum, sem bloggarar á mbl.is samþykkja þegar þeir skrá bloggið sitt, kemur fram að þeir beri sjálfir ábyrgð á efn- inu á síðum sínum. Engu að síð- ur áskilur Morgunblaðið sér rétt til að grípa inn í og loka bloggi eða loka fyrir at- hugasemdir um fréttir vefjarins, í þágu áðurnefndra sjónarmiða. Eitt dæmi af þessu tagi kom upp um helgina, þar sem lokað var fyrir blogg um tvær fréttir um menn, sem höfðu í frammi ógnanir við mótmæl- endur á Austurvelli. At- hugasemdirnar sem skrifaðar voru við fréttirnar voru að meg- inuppistöðu í anda lýsinga iðn- aðarráðherrans; formælingar, bölv, ragn og hótanir. Eins og oft áður þegar fréttir virðast vekja slík viðbrögð, var lokað fyrir athugasemdir um frétt- irnar. Einhverjir lásu það út úr þeirri ákvörðun að verið væri að bera blak af mönnunum, sem um ræddi eða taka einhverja af- stöðu með þeim og framkomu þeirra. Það er fjarri sanni. Meðal annars vegna þeirrar breytingar í umræðuháttum, sem Össur Skarphéðinsson vek- ur athygli á, hefur Morgun- blaðið að undanförnu þrengt að þeim, sem ekki vilja koma fram undir nafni á blog.is. Blaðið leyfir t.d. ekki lengur að blogg- að sé um fréttir á vefnum nema viðkomandi komi fram undir fullu nafni, eins og það er skráð í þjóðskrá. Morgunblaðið hefur ekki áhuga á að verða vettvang- ur fyrir skammir, svívirðingar og hótanir fólks sem ekki þorir að koma fram undir réttu nafni. Blaðið hefur líka gripið til að- gerða gegn þeim, sem villa á sér heimildir á netinu. Um ára- mótin stal einhver óprúttinn bloggari nafni og kennitölu manns í þeim tilgangi að koma á framfæri alls konar svívirð- ingum, klámi og fleiru slíku í athugasemdum og bloggpistlum í hans nafni. Morgunblaðið hef- ur falið lögfræðingi sínum að fara fram á lögreglurannsókn á þessu athæfi. Svipað mál, sem sneri að prentútgáfu blaðsins, kom upp fyrir nokkrum árum. Þá sendi maður inn greinar til blaðsins undir nafni annars manns, sem var illa brugðið þegar hann sá greinar í sínu nafni í blaðinu. Þetta kærði Morgunblaðið til lögreglunnar. Þegar rannsókn hennar beindist að hinum rétta höfundi, kom hann til blaðsins og óskaði eftir að birta í blaðinu yfirlýsingu, þar sem hann gekkst við því að vera höfundur greinanna og baðst afsökunar. Það er ekki alveg einfalt mál að starfrækja opinn umræðu- vettvang á netinu og tryggja um leið að þar sé velsæmis gætt í skrifum. Lítill hópur bloggara, sem fer iðulega yfir strikið, get- ur komið óorði á hinar frjálsu umræður. Afstaða Morgunblaðsins í þessu efni er skýr. Bæði á prenti og á netinu vill blaðið vera farvegur fjölbreyttra sjón- armiða og skoðanaskipta. En það vill ekki verða skólpræsi fyrir þá, sem geta ekki komið fram við náungann af tilhlýði- legri virðingu og tillitssemi. Morgunblaðið vill ekki verða farvegur fyrir svívirðingar, hótanir og haturs- fullan málflutning} Umræðuhættir á netinu F yrir tæpum tuttugu árum reyndi ég að útskýra íslenskt samfélag fyrir indverskum verkfræðingi sem starfaði í svissneskum banka. Hann hét Vevek og leist mjög vel á fyrirkomulagið hjá okkur, þangað til hann spurði hversu margir Íslendingar væru. Svarið kom honum algerlega í opna skjöldu. Hann misskildi töluna í fyrstu, eins og John Cleese í Kaupþingsauglýsingunni. En þegar ég hafði komið honum í skilning um hið rétta, sagði hann með undrunarsvip: How do you build an ecconomy with 250.000 people? Ég sagði hon- um að þetta virtist ganga ágætlega, en hann stóð fast á þeirri skoðun sinni að þetta væri ekki hægt; 250.000 manns gætu ekki myndað burðugt hagkerfi. Þetta var árið áður en Ísland gekk í EES, fáum árum áður en íslenska efnahagsundrið svokallaða fór að spyrjast út á meðal annarra þjóða. Oft hef ég hugsað til Veveks og velt því fyrir mér hvernig svipurinn á honum væri yfir gengi þessa undarlega ríkis í Norður-Atlantshafi. Hann hefur hugsanlega verið kominn að því að skipta um skoðun á lífvænleika örvaxinna hagkerfa þegar svo allt hrundi hér. Kannski hefur hann munað eftir aulalegum tilburðum mín- um til þess að sannfæra hann um að þetta væri víst hægt. Það er hins vegar fyrst nú sem ég sé alveg nýja hlið á efasemdum Veveks. Í okkur mættust fulltrúar fjölmenn- asta lýðræðisríkis heims og eins af þeim fámennustu. Líf- vænlegt hagkerfi byggist ekki síst á heilbrigðu lýðræði, á aðhaldinu og fjölbreytileikanum sem massinn getur veitt. Íslendingum hefur vafalaust ekki alltaf litist jafn vel á það hvernig hlutirnir eru gerðir í fjölmennasta lýðræðisríki heims, en eftir á að hyggja gleymdum við algerlega að líta í eigin barm. Í fámenninu þótti það jú sjálf- sagt að ráðamenn afhentu vinum sínum rík- isstofnanir og -banka í einkavæðingunni. Í fá- menninu þótti það sjálfsagt að ráða flokksgæðinga til að stýra eftirlitsstofn- ununum. Í fámenninu eru stöðuveitingar yf- irleitt innan vina-, fjölskyldu- og hags- munahópa. Í fámenninu kunna menn ekki að skammast sín. Í fámenninu axlar fólk ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Í fámenninu er almennt lítil virðing borin fyrir „fjöldanum“ og lýðræðinu sem á honum byggist. Gott dæmi er síendurtekið blaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og sérlegs tals- manns umræðustjórnmála, um að hópar mótmælenda og fólks á borgarafundum séu ekki fulltrúar þjóðarinnar. Í fyrsta lagi er þetta merkingarlaust rugl vegna þess að ein- staklingur eða hópur getur strangt til tekið ekki í neinu til- felli verið fulltrúi heillar þjóðar. Í annan stað er þetta auð- vitað vanvirðing við það fólk sem er að reyna að koma skoðunum sínum á framfæri við ráðamenn. Í þriðja lagi er forystumaður ríkisstjórnar með 30% fylgi ekki í neinni stöðu til þess að segja þetta. Ég veit það núna að Vevek hafði rétt fyrir sér, í fámenn- inu hefur fjöldinn ekkert að segja. throstur@mbl.is Þröstur Helgason Pistill Efasemdir Veveks og lýðræðið Horft fram og aftur á krepputímum FRÉTTASKÝRING Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is F er sagan í hring eða í spír- al? Er heimurinn nú kominn aftur til fyrri hluta 20. aldar eða er vandinn allt annars eðlis? Stjórnmálamenn og fræðimenn um allan heim horfa nú bæði í baksýnis- spegilinn og fram á veginn til að greina hina nýju fjármálakreppu, sem Íslendingar hafa orðið þjóða mest varir við. Deilt er um hvort kalla megi kreppuna alþjóðlega og vilja sumir meina að hún sé fyrst og fremst vest- ræn. Þetta er fyrsta kreppan í ára- tugi sem á upptök sín á Vest- urlöndum og t.a.m. er ekki víst að hún muni skella harkalega á löndum eins og Indlandi og Kína. Engu að síður er ljóst að þessi kreppa er langt frá því að vera bund- in við ein landamæri og í þeim skiln- ingi er hún sannarlega alþjóðleg. Að sama skapi mun hún hafa áhrif langt út yfir þau lönd sem hún á upptök sín í. Minna fjármagn verður í umferð, dregið verður úr þróunaraðstoð og íbúar fátækari ríkja munu í takmark- aðri mæli geta leitað í störf á Vest- urlöndum. Í mörgum löndum heims stendur almenningur, og þá ekki síst milli- stéttarfólk, frammi fyrir óvissu um afkomu sína. Ofurlaun, græðgi og áhættufjárfestingar, sem áður voru látin óátalin, sæta harðri gagnrýni. Sökudólga er leitað en um leið reynt að horfa fram á veginn. Of sósíalískur kapítalismi? Sé litið til hinnar alþjóðlegu um- ræðu er almennt samhljómur um að fjármálakerfið sem Vesturlönd hafa byggt allt sitt á síðustu árin hafi brugðist en deilt er um hvað fór úr- skeiðis. Annars vegar er því haldið fram að regluverkið hafi verið of mik- ið og að fjármálafyrirtæki hafi farið sínu fram í trausti þess að ríkið kæmi til bjargar, eins og yfirleitt hefur ver- ið raunin og skattborgarar þá tekið skellinn. Hið kapítalíska kerfi hafi á endanum verið of sósíalískt. Hins vegar er því haldið fram að regluverkið hafi ekki verið nægjan- lega mikið og raunar meingallað. Barry Eichengreen, prófessor við Berkeley-háskólann í Bandaríkj- unum, segir í grein á vefsíðu Guardi- an að ekki sé hægt að kenna græðgi og spillingu á Wall Street um fjár- málakreppuna, heldur miklu fremur pólitískum ákvörðunum síðustu ára- tuga. Nefnir hann að leyfilegt hafi verið að blanda saman viðskipta- bankastarfsemi og fjármálastarf- semi. Hins vegar, segir Eichengreen, sé ekki hægt að ætlast til þess að fjár- málajöfrar séu ekki gráðugir. Kerfið þurfi þess vegna að taka mið af því. Bandaríkin ekki í forystu Bandaríski hagfræðingurinn Jeff- rey Sachs segir í viðtali við Financial Times að tími „laissez-faire“ kapítal- ismans sé liðinn, þ.e. þeirrar stefnu að ríkið hafi sem minnst áhrif á mark- aðinn. Nú verði litið svo á að rík- isstjórnir heimsins beri ábyrgð gagn- vart fjármálamörkuðum en líka gagnvart þeim sem verr standa í samfélaginu og jafnvel gagnvart fá- tækari íbúum heimsins. Sachs segir jafnframt að Bandaríkin muni ekki taka forystu í þeim efnum. Þau hafi brugðist forystuhlutverki sínu. Vandinn í öllum ríkjum sem krepp- an hefur náð til er hins vegar sá sami og hér á landi. Þó að margir geti bent á hvað fór úrskeiðis fer minna fyrir hugmyndum um hvernig á að bregð- ast við og byggja upp hagkerfin að nýju. Morgunblaðið/Golli Bankalaus þjóð Í löndum víða um heim óttast fólk um afkomu sína vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Íslendingar sáu á bak þremur bönkum. ORSAKIR fjármálakreppunnar eru ekki eina þrætueplið þessa dagana heldur líka hvernig eigi að bregðast við. Innan ríkja gerir gamalkunn einangrunarhyggja vart við sig en flestir hagfræð- ingar vara við henni. Ríki eigi að vinna saman og hagkerfi þeirra séu nú þegar of tengd til að hægt sé að snúa til baka. Gömul meðul dugi ekki við nýjum sjúkdómum. Þrýstingur er á stjórnvöld að veita fé til fyrirtækja og efnahags- lífsins og margir stjórnmálamenn tala fyrir niðurskurði þar sem vel- ferðarkerfið verður verst úti. Segja má að kveðið hafi við nýj- an tón hjá Dominique Strauss- Kahn, yfirmanni Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Auk hinna hefðbundnu hvatninga til ríkja um að ýta und- ir fjármagnsflæði og tryggja lánastarfsemi hefur Strauss-Khan lagt áherslu á að stjórnvöld færi fé til lágtekjuheimila, t.d. með hærri atvinnuleysisbótum og meiri skattfríðindum fyrir lágtekjufólk. Skuldsetning ríkja geti komið í veg fyrir að samdrátturinn í heimshagkerfinu verði að heims- kreppu. HVAÐ SVO?››

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.