Morgunblaðið - 05.01.2009, Page 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
MIKIL hætta er á
því að rýrnun kaup-
máttar, aukið atvinnu-
leysi og almennur
samdráttur í efna-
hagslífinu bitni helst á
þeim sem síst skyldi.
Samfélagið hefur þar
mestar og ríkastar
skyldur við börnin, að
þétta öryggisnetið í
kringum þau með öllum tiltækum
ráðum. Nú þurfa börnin okkar á
borginni að halda sem aldrei fyrr.
Á undanförnum árum hefur
skóladagurinn lengst. Skólamáltíð-
irnar eru orðnar snar þáttur í
skóladeginum. Öllum er ljóst
hversu mikilvægt það er að börnin
eigi kost á hollum og staðgóðum
hádegisverði. Það er reyndar ekki
aðeins brýnt uppeldislegt atriði
heldur einnig heilsufarslegt. Enn-
fremur er næringin að sjálfsögðu
þýðingarmikil fyrir þroska nem-
enda og starfsorku. Nú þegar
þrengir að fjárhag heimilanna
vegna efnahagssamdráttarins er
hættan mikil á því að þeir líði fyr-
ir sem síst skyldi. Reykjavík-
urborg hefur sammælst um að
setja á stofn verkefnið Börnin í
borginni til að gæta sérstaklega
að því að fylgjast með því hvort
verið sé að skrá börn úr skóla-
matnum. Svo virðist sem blikur
séu á lofti með það nú þegar auk
þess sem skólastjórar nokkurra
skóla hafa nú þegar lýst yfir
áhyggjum sínum af stöðunni. Það
er auðvitað ólíðandi að skólabörn
geti ekki notið skólamáltíða vegna
fátæktar eða annarra félagslegra
aðstæðna.
Gjaldfrjálst í Finnlandi frá
1948
Í Svíþjóð hefur ákvæði um
ókeypis skólamáltíðir verið í
grunnskólalögunum um margra
ára skeið. Í Noregi er hafin um-
ræða um að lögfesta þennan sjálf-
sagða rétt skólabarna. Finnar
hafa boðið upp á ókeypis skóla-
máltíðir allt frá árinu
1948 og leggja
áherslu á mikilvægi
þess til að tryggja
eins og hægt er jöfn-
uð við matarborðið í
skólanum, hollan og
næringarríkan mat
en ekki síður að
kenna börnum góða
borðsiði og fræða þau
um næringu og mat-
arsamsetningu. Virð-
ingu Finna fyrir
skólastarfi og árang-
ur þeirra á mælikvarða PISA má
eflaust að einhverju leyti rekja að
hluta til þessarar góðu venju.
Samtökin Familie og samfund í
Danmörku berjast fyrir ókeypis
hádegismat og segja: „Hollur og
ókeypis matur í skólanum getur
leyst fjölda vandamála sem tengj-
ast offitu og sykursýki meðal
barnanna.“ Samtökin leggja einnig
áherslu á þann vanda að börnin
hafa ekki lært að borða hollan mat
frá því þau eru lítil. Eðlilegast
væri að við færum einnig þá leið
að lögfesta réttinn til skólamáltíða
til að tryggja jafnrétti allra barna,
óháð því í hvaða sveitarfélagi þau
búa og að öllum sveitarfélögum
verði gert kleift að standa straum
af þeim kostnaði sem þessu er
samfara. Reykjavíkurborg getur
gengið á undan með góðu fordæmi
og á hiklaust að gera það.
Jafnrétti til náms?
Á meðan aðeins hluti grunn-
skólabarna hefur aðgang að
skólamötuneytum ríkir ekki full-
komið jafnrétti til náms. Börn sem
eru vel nærð og sæl hljóta að
njóta þeirrar fræðslu sem staðið
er fyrir í grunnskólunum betur en
hin. Skólamáltíðir eiga að standa
öllum börnum til boða, óháð fjár-
hagsstöðu aðstandenda þeirra.
Börn eiga enn síður að vera háð
því að foreldrar þeirra leiti sér að-
stoðar. Þau eiga að hafa skýlausan
rétt til að njóta þeirrar menntunar
sem samfélagið er sammála um að
sé forsenda lífs og starfs í lýðræð-
isþjóðfélagi.
Skólamatur fyrir öll börn
Af þessum sökum teljum við
Vinstri græn að öll rök hefðu stað-
ið til þess að nýta 0,25% útsvars-
hækkun til að standa straum af
gjaldfrjálsum skólamat fyrir öll
börn í borginni, stór og smá. Í
fyrirliggjandi frumvarpi til fjár-
hagsáætlunar er lagt til að þessi
heimild verði ekki nýtt þrátt fyrir
tillögu Vinstri grænna þess efnis.
Um væri að ræða aðeins 1.000
krónur á mánuði af hverjum
400.000 krónum í launum. Þannig
væri í raun um óverulega skatt-
heimtu að ræða sem myndi
tryggja heitan hádegismat fyrir
öll reykvísk börn. Það er okkar
mat að rétt sé að dreifa kostn-
aðinum af skólamáltíðunum á sam-
félagið í heild.
Skref í átt til jafnaðar
Í frumvarpinu sem lagt er fram
er þó komið til móts við börnin í
borginni að frumkvæði okkar
Vinstri grænna þannig að gjaldið
fyrir máltíðina er jafnað við 250
krónur en hefur verið 277 krónur
á máltíð að meðaltali. Auk þess er
mest greitt fyrir tvö börn frá
hverju heimili. Þessi breyting
kostar borgina 69,3 milljónir á
árinu 2009 og er að mati okkar
Vinstri grænna fyrsta skrefið í
áttina að gjaldfrjálsum skóla-
máltíðum sem hafa verið okkar
baráttumál allt frá kosningabar-
áttunni 2006.
Áfangi að gjaldfrjálsum
skólamáltíðum
Svandís Svav-
arsdóttir skrifar um
skólamáltíðir
» Það er auðvitað ólíð-
andi að skólabörn
geti ekki notið skóla-
máltíða vegna fátæktar
eða annarra félagslegra
aðstæðna.
Svandís Svavarsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi.
SKÖMMU áður en
jólaleyfi skall á sam-
þykkti Alþingi laga-
frumvarp sem við
sömdum í sameiningu.
Frumvarpið var flutt af
þingmönnum allra
stjórnmálaflokka á Alþingi, en það
heimilar fjármálaráðherra, fyrir hönd
íslenska ríkisins, að styðja fjárhags-
lega við málsóknir gegn breskum
stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra
gegn íslenskum lögaðilum og íslensk-
um hagsmunum í byrjun október, að-
gerða sem höfðu í för með sér af-
drifaríkar afleiðingar fyrir íslensk
fyrirtæki og íslenskt efnahagslíf.
Framganga Breta
Íslendingar mega ekki gleyma með
hvaða hætti bresk stjórnvöld komu
fram við okkur í þann mund sem fjár-
málakerfið á Íslandi var að hrynja.
Hinn 7. október sl. tóku gildi á Íslandi
svokölluð neyðarlög. Á grundvelli
þeirra tók Fjármálaeftirlitið íslenska
yfir rekstur Landsbanka Íslands hf.,
Glitnis banka hf. og Kaupþings banka
hf. dagana 7.-9. október og setti yfir
þeim skilanefndir. Landsbankinn var
fyrsti bankinn til þess að fara í þetta
ferli en Kaupþing sá síðasti. Hinn 8.
október sl. frystu bresk stjórnvöld
eignir Landsbanka Íslands hf. á
grundvelli ákvæða sem er að finna í
svokölluðum hryðjuverkalögum (e.
Anti-terrorism, Crime and Security
Act 2001). Með því settu bresk stjórn-
völd bankann á stall með hryðju-
verkasamtökum á borð við Al Queda,
Talibönum og löndum á borð við
Norður-Kóreu, Íran og Súdan, sem
stutt hafa við bakið á hryðjuverka-
starfsemi í heiminum. Sama dag
gripu bresk stjórnvöld til aðgerða
sem leiddu til þess að stærsta dóttur-
félag Kaupþings banka hf., Singer &
Friedlander-bankinn, var knúinn í
greiðslustöðvun. Í kjölfarið varð
Kaupþing banki hf. ógjaldfær. Sam-
hliða þessu beittu bresk stjórnvöld
áhrifum sínum í þarlendum fjöl-
miðlum til að gera hlut Íslendinga
sem verstan. Flennifyrirsagnir dag-
blaða og umfjöllun breskra ljósvaka-
miðla hinn 9. október sl. breyttu
vondri stöðu Íslands í skelfilega. Fjöl-
mörg fyrirtæki og einstaklingar glöt-
uðu viðskiptatækifærum og fjár-
munum vegna þessa. Ljóst er að
bresk stjórnvöld og breskir fjölmiðlar
hefðu aldrei hagað aðgerðum sínum
með þessum hætti gegn öflugra ríki
en því íslenska. Eina vörn okkar er sú
að leita réttar okkar fyrir dómstólum.
Höfða skal mál
Þegar Alþingi samþykkti áður-
nefnt frumvarp fékk íslenska ríkið af-
dráttarlausa heimild til þess að styðja
þétt við bakið á þeim sem vilja og
geta höfðað mál gegn breskum
stjórnvöldum vegna þeirra forkast-
anlegu aðgerða sem þeir gripu til
gegn Íslendingum og íslenskum
hagsmunum. Verði ráðist í slíka mál-
sókn er auðvitað ekki hægt að gefa
sér fyrirfram hvort hún skilar já-
kvæðum árangri eða ekki. Yrði nið-
urstaða málsóknar jákvæð myndi
hún án vafa styrkja rétt Íslendinga til
þess að sækja skaðabætur úr hendi
breskra stjórnvalda í framhaldinu.
Jafnframt og ekki síður felst gildi
málsóknar á hendur Bretum í því að
skapa styrkan grunn til að koma mál-
stað okkar Íslendinga á framfæri
gagnvart almenningi í Bretlandi og
víðar í Evrópu. Að okkar mati væri
æskilegt að samhliða málsókn yrði
gripið til kynningarherferðar erlend-
is til að ýta undir málefnalega um-
ræðu um stöðu Íslands, forsendur
þess að ákvæðum hryðjuverkalaga
var beitt og hvort líklegt sé að fleiri
þjóðir verði í kjölfarið látnar sæta
sömu meðferð.
Skýr skilaboð
Alþingi Íslendinga hefur á síðustu
vikum og misserum legið undir ámæli
fyrir að vera afgreiðslustofnun fyrir
ríkisstjórnina. Við teljum að með
samþykkt frumvarpsins hafi Alþingi
sýnt þann styrk sem í því býr.
Með því að samþykkja frumvarpið
hefur Alþingi sent breskum stjórn-
völdum skýr skilaboð um að það feli
ríkisstjórninni að styðja fjárhagslega
við bakið á þeim sem vilja og geta
höfðað dómsmál vegna aðgerða
þeirra gagnvart Íslendingum og ís-
lenskum hagsmunum. Með því undir-
strikar Alþingi Íslendinga með form-
legum, táknrænum og afgerandi
hætti að íslenska þjóðin sættir sig
ekki við að þurfa að sæta því að vera
beitt hryðjuverkalögum af annarri
þjóð og sé reiðubúin til þess að berj-
ast gegn því með oddi og egg að þurfa
að sæta slíkri meðferð. Sú þver-
pólitíska yfirlýsing Alþingis verður
vart misskilin.
Við teljum að fylgja þurfi þeirri af-
dráttarlausu yfirlýsingu Alþingis, að
Íslendingar séu ekki hryðjuverka-
menn og sætti sig ekki við að vera
meðhöndlaðir sem slíkir, fast eftir
með málsókn á hendur breskum
stjórnvöldum.
Í mál gegn breskum
stjórnvöldum
Sigurður Kári
Kristjánsson og
Helgi Áss Grét-
arsson skrifa um
málsókn á hendur
breskum stjórn-
völdum
Sigurður Kári
Kristjánsson
» Yrði niðurstaða mál-
sóknar jákvæð
myndi hún án vafa
styrkja rétt Íslendinga
Sigurður Kári er þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins. Helgi Áss er sér-
fræðingur við Lagastofnun HÍ.
Helgi Áss
Grétarsson
Í UPPHAFI nýs árs
renna upp nýir tímar í
þjónustu við þá íbúa
Reykjavíkur sem þurfa
aðstoð inn á heimili sitt
til þess að geta búið
sjálfstætt. Borgarstjóri
og heilbrigðisráðherra
hafa skrifað undir þjón-
ustusamning um að
rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík
verði á hendi borgarinnar. Þar með
verða heimahjúkrun og félagsleg
heimaþjónusta sameinuð undir einni
stjórn og er markmiðið að efla þjón-
ustuna til hagsbóta fyrir borgarbúa.
Samningurinn gildir frá 1. janúar
2009 og á næstu mánuðum verður
unnið að innleiðingu hans.
Þjónusta við þúsundir
einstaklinga
Í Reykjavík njóta nú um þrjú þús-
und heimili félagslegrar heimaþjón-
ustu sem m.a. getur falist í fé-
lagslegum stuðningi og aðstoð við
heimilishald og um eitt þúsund ein-
staklingar njóta nú heimahjúkrunar.
Þeir sem njóta þjónustunnar eru að
miklum hluta aldraðir, en fjöldi ein-
staklinga á öllum aldri nýtur einnig
tímabundið aðstoðar vegna sjúkdóma
eða slysa eða lang-
tímaþjónustu vegna
fötlunar.
Á undanförnum ár-
um hefur það orðið æ
fleirum ljóst að lang-
tímadvöl á sjúkra-
húsum eða annars kon-
ar stofnunum ætti að
vera sá kostur í
umönnun og þjónustu
við einstaklinga sem
eiga við veikindi eða
færniskerðingu að
stríða sem síðast er
nýttur. Að búa við
sjálfstæði og virkni á eigin heimili er
grundvallaratriði til að halda góðri
líkamlegri og andlegri heilsu og líðan.
Mikið og gott starf hefur verið unnið
á þessum vettvangi, m.a. í málefnum
fatlaðra, en stofnanavæðing Íslend-
inga í málefnum aldraðra hefur á síð-
astliðnum áratugum hins vegar verið
töluverð. Segja má að hvergi í þeim
löndum sem við berum okkur saman
við búi hlutfallslega jafnmargir aldr-
aðir á dvalar- eða hjúkrunarheim-
ilum, þrátt fyrir að rannsóknir sýni að
langflestir vilja búa eins lengi og
kostur er á eigin heimili. Nýleg rann-
sókn á vegum heilbrigðisráðuneyt-
isins á vilja þeirra sem eru á biðlista
eftir hjúkrunarheimili sýndi að stór
hluti þeirra sem bíða eftir vistun vill
fremur búa áfram á eigin heimili með
meiri aðstoð.
Þó að þegar hafi hægt á stofn-
anavæðingunni í Reykjavík má gera
enn betur. Það er trú mín að með því
að leggja meiri áherslu á þjónustu
heim, t.d. með þjónustusamningi
þeim sem nú hefur verið undirrit-
aður, sé verið að mæta óskum íbúa og
bæta hag þeirra sem þurfa á þjónust-
unni að halda.
Betri nýting þjónustuíbúða
Á undanförnum misserum hefur
mikið verið byggt af íbúðum sem sér-
hannaðar eru fyrir þá sem eiga við
einhverskonar færniskerðingu að
stríða. Þetta er í samræmi við viðhorf
þeirra sem vilja búa heima lengur og
vilja skapa sér sjálfir aðstæður og að-
gengi sem styrkja þá í því. Það kemur
fram í bæði erlendum sem innlendum
rannsóknum að margir kjósa að flytja
í húsnæði þar sem er gott aðgengi og
nálægð við þjónustu og félagsstarf.
Fólk flytur einmitt í þeim tilgangi að
geta búið lengur á eigin heimili við
sjálfstæði og öryggi. Það auðveldar
veitingu félags- og heilbrigðisþjón-
ustu á heimili fólks þegar aðstæður
eru góðar og um leið eykur það
möguleika fólks á að búa lengur á eig-
in heimili. Með því að færa ábyrgð á
þjónustu heim í borginni á hendur
eins aðila eru um leið styrktar stoðir
þess að efla þjónustu inn í þá þjón-
ustuíbúðakjarna sem byggðir hafa
verið í borginni sem og inn á önnur
heimili.
Næstu skref
Þjónustusamningurinn sem nú hef-
ur verið undirritaður er tilraunaverk-
efni til þriggja ára. Á næstu mán-
uðum verður unnið að innleiðingu
hans og allan samningstímann mun
starfsfólk í heimahjúkrun og starfs-
fólk félagslegrar heimaþjónustu
vinna saman að því að leita lausna og
leiða til veita heildstæða og samfellda
þjónustu heim. Á þann hátt hyggj-
umst við bæta og efla þjónustuna og
auka einnig öryggi hennar. Samning-
urinn verður síðan endurskoðaður
með það í huga að meta hvað hefur
gengið vel og hvar þarf úr að bæta til
að efla enn meira þjónustu heim.
Sem formaður velferðarráðs og
borgarfulltrúi hef ég lagt mikla
áherslu á að þessi samningur verði að
veruleika, enda tel ég að með honum
sé brotið blað í heimaþjónustu í
Reykjavík. Með þeirri samþættingar-
og sameiningarvinnu sem framundan
er verður það enn betri kostur fyrir
Reykvíkinga að búa heima með
stuðningi. Við vitum jafnframt að ef
góður árangur næst verður framhald
á þessu sameiginlega tilraunaverk-
efni ríkis og borgar.
Nýir tímar í heimaþjónustu
Jórunn Frímanns-
dóttir skrifar um
nýjan þjónustusamn-
ing um heima-
hjúkrun
» Að búa við sjálfstæði
og virkni á eigin
heimili er grundvall-
aratriði til að halda
góðri líkamlegri og and-
legri heilsu og líðan.
Jórunn
Frímannsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og er for-
maður velferðarráðs Reykjavík-
urborgar.