Morgunblaðið - 05.01.2009, Síða 25

Morgunblaðið - 05.01.2009, Síða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, JÓN RÓBERT RÓBERTSSON, Austurhlíð, Skálatúni, sem andaðist laugardaginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Skálatúns. Róbert Arnfinnsson, Stella Guðmundsdóttir, Sandra Róberts, Einar Sigurðsson, Alma Ch. Róberts, Þorlákur Hermannsson, A. Linda Róberts, Ólafur Þór Gunnarsson, Agla Björk Róberts, Stefán R. Kristjánsson og fjölskyldur. ÞAÐ eru viss líkindi með jólaguðspjalli kristinnar kirkju annars vegar og því sem guðspjallamenn ríkisstjórnarinnar boða fyrir þessi jól. Í kristni tek- ur Guð á sig allar skuldir mannanna og eru allir sammála því að það sé óverð- skuldað. Guðspjall ríkisstjórnarinnar, er í eðli sínu eins. Þar er það boðað að skuldir skuli greiddar af þeim sem stofnuðu ekki til þeirra. Okkur er eins far- ið og Guði, syndakvittunin er óverðskulduð. Guð gaf son sinn eingetinn fyrir skuldir mannanna. Það stefnir í það sama hjá mér, sjálfsagt munu börnin mín verða negld til æviloka á skuldakrossinn, eins og Kristur forðum daga. Þrátt fyrir að gæska Guðs sé nánast ótakmörkuð er hann þó með reglurnar á hreinu. Því er bara um tvo staði að ræða, helvíti eða himnaríki. Það er ekki neitt miðjumoð. Ein ófrávíkjanleg regla er að Guð getur ekki fyrirgefið þeg- ar syndgað er upp á náðina. Eftir hálfa öld í kristnu samfélagi er það ansi hart að verða sendur í það neðra, óverðskuldað. Ekki syndgaði ég upp á náðina, þ.e. ég keypti mér ekki flatskjá. Jólaguðspjall ríkisstjórnarinnar gengur mest út á að kvitta fyrir syndir þeirra sem syndguðu mest og syndguðu greinilega upp á náðina. Það á sér stað gróf mismunun í dag. Það er verið að fella niður skuldir blygðunarlaust. Það er ekki verið að fella niður skuldir venjulegs fólks, ein- göngu lengt í lánum þess. Milestone fá sennilega niðurfellingu á 55 milljörðum ísl. króna. Fyrir þá fjármuni hefði verið hægt að byggja nýjan Landspítala þar sem lágmarks- mannréttindi sjúklinga hefðu verið uppfyllt, þ.e.a.s. „kamar á kjaft“. Því er ekki að heilsa núna, sjúklingar munu halda áfram að deila bæði kamri og spítalasýkingum. Auðmenn þjást aftur á móti af ákvörðunarkvíða af öðrum toga, þ.e. hver deilir skuldunum með þeim. Fólki ofbýður, það skilur þetta ekki. Ef þú eignast kröfu upp á heilan spít- ala hvers vegna krafan er ekki innheimt. Hvaða hagfræði er það að breyta kröfu í tap sem skattgreiðendur borga? Þar sem augljóslega er verið að hygla einhverjum útvöldum er um spillingu að ræða því jafnræðisreglan er brotin. Almenningur er fullur vantrúar á að þetta sé raunverulega að gerast en það er að síast inn hjá okkur. Almenningur er einnig ráðþrota. Valdhafar vilja ekki gefa okkur kost á að nota eina löglega vopnið okkar, kosningarétt- inn. Þrátt fyrir margbreytileg og síendurtekin mótmælahöld erum við snið- gengin. Valdhafarnir vilja ekki ráðfæra sig við fólkið og finna niðurstöðu „sem dæmist góð af ráðinu og fólkinu“ eins og í Aþenu til forna. Aftur á móti er auðmönnum boðið að borðinu. Reyndar eru þau fundahöld fyrir luktum dyrum andstætt fundum „fólksins“ á Austurvelli. Í aflokuðum kimum þjóðfélagsins er fundin niðurstaða „sem dæmist góð af valdhöfum og auðmönnum“. Almennir borgara eiga þess ekki einu sinni kost að snuðra eins og hver annar rakki og hirða upp mylsnuna, þvílík er þjóðnýting auðmann- anna. Við erum ekki virt viðlits, við erum ekki einu sinni þjóðin. Við erum reyndar nógu góð til að vinna fyrir liðið. Að kalla okkur skríl er rangnefni því samkvæmt mínum kokkabókum erum við þrælar. Ef það er þrælastríð sem þarf þá verður svo að vera, ekki er hægt að halda svona áfram. Syndaaflausn auðmanna eða nýr Landspítali? Gunnar Skúli Ármannsson læknir. DÝRMÆTASTA og jafnframt eitt það viðkvæmasta sem við eigum eru börnin. Í því árferði sem við búum við og eigum væntanlega eftir búa við næstu misserin er mikilvægt að gætt sé að velferð þeirra. Þrátt fyrir að ábyrgðin sé fyrst og fremst foreldra gegna skólarnir mikilvægu hlutverki í því að vaka yfir velferð barnanna meðan þau dvelja innan hans. Á næstu mánuðum munu áhrif krepp- unnar fara að gera vart við sig á mörg- um heimilum m.a. vegna aukins atvinnuleysis og minnk- andi kaupmáttar. Við slíkar aðstæður leynast víða hættur m.a. vegna þess að ytri aðstæður taka völdin; glugga- umslögin taka ekki tillit til hvort nægir peningar séu til að kaupa holl- an mat eða ógreiddir reikningar vegna skólamáltíða. Börnin eru dýr- mætasti auður hverrar þjóðar og fyrstu árin geta skipt sköpum fyrir framtíð þeirra og hvort þeim tekst að fóta sig í námi og höndla hamingju þegar fram í sækir. Framundan eru í það minnsta tvö mögur ár þar sem þrengja mun að margri fjölskyldunni, ekki síst barnafjölskyldum. Þegar horft verður yfir þetta tímabil verður árangurinn ekki síst metinn út frá því hvernig okkur tókst að vernda börnin og koma í veg fyrir að stór hópur þeirra bæri merki kreppunnar alla sína ævi. Til þess að koma í veg fyrir alvarlegan skaða er mikilvægt að sett verði í gang aðgerðaráætlun sem hafi það að markmiði að vakta ástandið og grípa inn í áður en börnin eru farin að bíða alvarlegt tjón af efnahagsþreng- ingum foreldra sinna. Sveitarfélögin með skólana í broddi fylkingar verða að halda þannig á að foreldrar geti staðið við sínar skyldur gagnvart þeim með fullri reisn. Tryggja þarf að öll börn geti verið fullir þátttakendur í skólastarfi án tillits til efnahags og öllum börnum sé tryggður heitur há- degismatur. Halda þarf kostnaði niðri og best væri að fella brott greiðslu- hluta foreldra. Telji sveitarfélögin sig ekki geta orðið við því verða allar greiðslur að fara í gegnum skólana þannig að dráttur á greiðslum komi ekki niður á börnunum. Vernda þarf barnið í þessu tilliti og tryggja að við- brögð skólans komi ekki með neinum hætti niður á börnunum sjálfum og raski ekki félagslegri stöðu þeirra og námi. Við eigum að ganga út frá því sem gefnu að foreldrar reyni eftir fremsta megni að tryggja börnum sínum það besta atlæti sem efnahag- urinn leyfir hverju sinni. Öll vitum við að foreldrar geta átt við að etja fé- lagsleg vandamál sem koma niður á farsæld barnanna s.s. vegna óreglu og sjúkdóma, en í slíkum tilfellum er ekki síður mikilvægt að bregðast við. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika er Ísland ríkt land með þróað velferð- arkerfi þar sem starfar margt vel menntað og hæft fólk sem hefur alla burði til að bregðast við með réttum hætti. Hins vegar ber að horfa til þess að fæstir sem þar starfa hafa reynslu af því að starfa við þær aðstæður sem við erum væntanlega að sigla hraðbyr inn í. Því kann að vera skynsamlegt að sækja þekkingu og reynslu til Finna sem gengu í gegnum svipaða erfiðleika fyrir nokkrum árum. Skoða ætti að fá fólk frá Finnlandi til að halda námskeið og fyrirlestra um þeirra reynslu og með hvað hætti þeir brugðust við og hvaða mistök þeir gerðu sem við þurfum að forðast. Verði ekki brugðist rétt við munu mörg börn fara á mis við það sem við höfum skuldbundið okkur til gagn- vart þeim sem þjóð m.a. með sam- þykkt Mannréttindayfirlýsingar og Barnasáttmála Sameinu þjóðanna. Farsæld barnanna er okkar gæfa Þorbjörn Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samiðnar. Það er margs að minnast þegar hugur- inn hvarflar til baka og skrifa á fá- tækleg kveðjuorð til hennar ömmu. Hvernig er hægt að kveðja svo sterka konu og svo stóran hluta af tilveru okkar sem hún amma var? Amma sofnaði svefninum langa hinn 20. desember sl. eftir erfið veikindi. Hún var orðin þreytt á sál og líkama á löngum veikindum og tilbúin að hverfa til allra ástvina sinna á himnum. Amma var elst í sínum systk- inahópi ásamt tvíburabróður sínum sem drukknaði ungur í sviplegu sjóslysi aðeins 24 ára. Hún kynnt- ist því snemma sorginni. Amma þurfti alltaf að hafa fyrir lífinu, vann mikið alla sína ævi en kvart- aði aldrei. Hún gifti sig ung æsku- ástinni honum Aðalsteini Hanssyni og saman áttu þau sjö börn. Afi var töluvert eldri en hún og sjúklingur seinni hluta ævi sinnar. Amma var þá sú sem fór út að vinna og brauð- fæddi allan barnahópinn. Hún vann rúm 30 ár sem fiskverkakona í Bæjarútgerð Reykjavíkur ásamt því að vera húsmóðir á stóru heim- ili. Í saltfiskinum fékk ég að kynn- ast annarri hlið á henni en það var sem vinnufélagi. Ég var þarna óharðnaður unglingurinn í sumar- vinnu og fann mikið öryggi í því að geta leitað til ömmu sem kunni svo vel til verka og var svo flink í mannlegum samskiptum. Þar sá ég að bæði ungir og gamlir litu upp til ömmu og leituðu eftir félagsskap hennar. Hún var svo mikill mann- þekkjari að það var alveg sama hver átti í hlut allir töluðu fallega um ömmu og flaut ég sjálf töluvert á því að vera barnabarn hennar. Hvenær sem eitthvað bjátaði á, veikindi komu upp eða fagna skyldi merkum tímamótum, var alltaf leit- að til hennar. Amma var nefnilega svo lífsreynd kona og gat sett sig inn í öll heimsins mál. Hún hlustaði og setti sig inn í hlutina og ef henni leist þannig á þá átti hún til að segja: „Þú ert nú svo vel gefin að þú ferð létt með að finna út úr þessu sjálf.“ Þar með flaug maður fullur sjálfstrausts út um dyrnar og leysti málið. Amma bjó stóran hluta ævi sinnar í Grjótaþorpinu og heimili hennar var griðastaður margra. Alltaf var gott að koma í Bröttó og seinna Bræðró að fá sér kaffi og kleinur. Þar eigum við mörg góðar minningar þar sem alltaf var tími til skrafs og ráða- gerða. Amma var sátt við sitt hlutskipti og öfundaðist aldrei út í neinn. Hún vildi aldrei ferðast út fyrir landsteinana sagðist ekkert hafa þangað að gera en óskaði okkur hinum góðrar ferðar og blessunar. Hún hafði óskaplega gaman af því að komast út í náttúruna og skoða falleg blóm og trjágróður. Hún var líka mikil blómakona sjálf og öll blóm þrifust vel í hennar umsjón. Svo var hún sveitastelpa í sér og spurði mig oft hvernig gengi í hestamennskunni. Amma bragðaði aldrei áfengi og hafði lítið gaman af slíkri vitleysu og þurfti þess ekki heldur. Hún var svo kát að eðlisfari og hafði þessa jákvæðu lund sem ekki öllum er gefin. Það kom ber- lega í ljós síðustu mánuði hennar á Borgarspítalanum helsjúk en alltaf brosti hún og þakkaði fyrir alla að- stoð. Guð geymi þig, amma mín Aðalheiður Guðmunda. Guðmunda Oddbjörg Sigurðardóttir ✝ Guðmunda Odd-björg Sigurð- ardóttir fæddist í Jað- arkoti í Flóa 26. september 1920. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 20. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 2. janúar. Elsku Guðmunda amma, loks er þín þrautaganga liðin og ég þakka guði fyrir allar stundirnar okk- ar saman. Þakka þér, amma, fyrir lífið. Þú ert kletturinn minn og ég mun aldrei gleyma þér. Elsku amma, þú varst svo traust og hugsaðir ævinlega um alla. Það skipti ekki málið hver það var. Þú settir náung- ann í fyrsta sætið, passaðir að við fengjum örugglega öll að borða og værum sæl. Mínar bestu æsku- minningar eru um þig á Bræðra- borgarstíg, pönnukökurnar góðu og allar samverustundirnar. Ekk- ert gladdi mig meira en að sjá þig og hvernig þú tókst á móti mér. Þú brostir ávallt út að eyrum, faðm- aðir mig og kysstir. Þú sást ávallt til þess að ég færi saddur heim. Sumarið 2008 var sumarið okkar. Ég kom nánast á hverjum degi í hádeginu og borðaði með þér há- degismat. Þú varst að vakna og fékkst þér lyfin þín á meðan ég fékk mér ristað brauð, skyr og mjólk. Við sátum saman í eldhús- inu, spjölluðum um veðrið, sveitina og allt milli himins og jarðar. Þetta voru mínar bestu stundir í sumar. Þú elskaðir sumarið, blómin, lykt- ina af grasinu og mannlífið. Amma, þú varst alltaf svo þakklát fyrir allt sem ég gerði fyrir þig og þú skildir ekki að unglingsstrákur gæti vask- að upp, það fannst þér frekar fynd- ið. Þú elskaðir blómin þín og hugs- aðir ævinlega svo vel um þau. Á Bræðró var alltaf hreint og fínt, mér leið vel hjá þér. Amma, þú ert ein kröftugasta kona sem ég hef hitt. Þú barðist hetjulega við veikindin þín, og bug- aðist aldrei. Ekkert gaf mér meira en að fá að halda í höndina á þér og heyra þig syngja þegar þú varst veik. Þú þekktir mig alltaf og varst svo fegin að sjá mig. „Ertu núna kominn, engillinn minn“ varstu vön að segja þegar ég kom til þín niður á spítala. Þú tókst í höndina á mér, hélst þéttingsfast og ég mun aldrei gleyma því sem þú sagðir við mig, þau orð geymi ég á öruggum stað í hjarta mínu, þeim stað sem er ætl- aður þér. Ég er svo sáttur að hafa verið með þér þegar þú fórst. Þú lást svo friðsæl og herbergið fylltist friði, við hlustuðum á sálma, á sálminn þinn. Þú varst svo falleg, ein falleg- asta kona sem ég hef séð. Þú tókst þinn síðasta andardrátt og síðan varstu laus við allar þjáningar. Nú ertu frjáls amma, laus við allt illt. Þú elskaðir Drottin og Jesú, þú kenndir og sýndir mér að óttast ekki dauðann, heldur treysta á Guð og Jesú. Þú varst sátt við þinn hlut og tilbúin í himnagöngu. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá – það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er, dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. Og þegar hann, er mig elskar svo heitt, indælan stað mér á himni’ hefur veitt, svo að hans ásjónu’ ég augum fæ leitt – það verður dásamleg dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halldórsson.) Elsku amma, ég mun ávallt elska þig og dá og minning þín mun æv- inlega lifa björtu lífi í sálu minni. Hvað sem á dynur, þá veit ég að þú ert hjá mér. Ég sakna þín, en ég fagna lífi þínu. Þú ert hetjan mín. Takk, elsku amma, Reynir Hans Reynisson. Skjótt skipast veð- ur. Sjómaðurinn og skipstjórinn Teitur Magnússon er látinn. Teitur var giftur Guðnýju yngstu syst- ur móður minnar, Guðrúnar Sæmundsdóttur, en fjöl- skyldur okkar voru nágrannar og góðir vinir hér um árabil á Flöt- unum í Garðabæ. Ég var heppinn að kynnast Teiti á hans ungdómsárum þegar hann kynntist Guðnýju konunni sinni. Teitur réð mig, unglingsstrákinn, til síldveiða á Dagnýju frá Siglu- firði sem þá var í eigu Þráins Sig- urðssonar útgerðarmanns. Haukur var skipstjóri en Teitur stýrimað- Teitur Magnússon ✝ Teitur Magnússon fæddist íHafnarfirði 29. október 1920. Hann lést á St. Jós- efsspítala í Hafn- arfirði 20. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garðakirkju 30. desember. ur og skipstjóri, ásamt úrvalshópi Hafnfirðinga sem völdust á bátinn. Þetta var stórkost- legt sumar með Teiti. Hann reyndist mér eins og besti faðir. Við fórum norður með rútubíl 25. júní. Teitur sagði mér vel til í öllu og kenndi mér bestu aðferðir í vinnunni og hvernig ætti að forðast slysin. Svo bætti ég við fað- irvorinu á kvöldin þegar farið var í háttinn til að standa við óskir mömmu um að allt gengi vel og slysalaust fyrir sig. Það reyndist rétt. Við Teitur minntumst stundum á þessa síld- arferð til Siglufjarðar en hún var mikið ævintýri fyrir okkur báða og ágóðinn sæmilegur að ferð lokinni – það sem stóð upp úr var þó sam- veran með Teiti. Kæra Guðný og stórfjölskylda – Guð blessi ykkur. Gísli Holgersson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.