Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 ✝ Maðurinn minn, HALLDÓR ÞORBJÖRNSSON, Stýrimannastíg 6, Reykjavík, sem lést föstudaginn 26. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. janúar kl. 15.00. Hildur Pálsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR sagnfræðingur, síðast að Dalbraut 27, Reykjavík, lést að kvöldi aðfangadags 24. desember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. janúar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á góðgerðarfélög. Eygló Bjarnardóttir, Ingibjörg Bjarnardóttir, Geir Ólafsson, Erla Bil Bjarnardóttir, Magnús Bjarnarson, Guðrún Helgadóttir, Helgi Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HILMAR BIERING, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 22. desember. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Helga Biering, Hildur og Páll Biering. líðandi stundar og vera þakklát fyr- ir það sem við höfum. Eins og við vitum gera atburðir lífsins ekki boð á undan sér og kannski sem betur fer, því við vorum ekki nærri tilbúin að kveðja þig. Þú varst svo dugleg þegar þú kvaddir okkur með bros á vör. Staðfestir fyrir okkur í hinsta sinn hversu mikil hetja þú varst. Síðastliðið ár má segja að hafi verið þitt besta og allir þeir ótrúleg- ustu hlutir sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú komst okkur öllum á óvart með dugnaði þínum. Við trúð- um varla hvað þú varst kjörkuð og þrautseig. Tilbúin að sanna fyrir okkur hversu megnug þú varst. Síðustu vikur höfum við orðið vitni að þeirri gífurlegu baráttu- konu sem þú hafðir að geyma og sem í raun einkenndi allt þitt líf. Við vitum að þú barðist ekki síður fyrir þig en okkur en við vitum að þú ert á betri stað núna og fyrir það gleðj- umst við. Oftar en ekki þegar við komum inn til þín varstu að hlusta á tónlist og óskum við þess nú heitast að þú dveljir þar sem hún ómar. Þótt húmi um heiðar og voga, mun himinsins stjörnudýrð loga Um ást okkar, yndi og fögnuð, þó andvarans söngrödd sé þögnuð. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Guðrún, Áslaug, Gunnar og fjölskylda, við samhryggjumst ykk- ur af öllu hjarta. Okkar síðustu orð til þín elsku Sigga okkar eru að þín verður sárt saknað. Við kveðjum þig elsku vinkona og þökkum samfylgd- ina. Fyrir hönd starfsfólks og íbúa í Mururima 4, Harpa María Pedersen og Þórey Þormar. Kveðja frá Ásgarði Sigríður Hulda Sigurþórsdóttir hóf störf í Ásgarði handverkstæði í maí árið 1999. Hún Sigga, eins og við kölluðum hana alltaf, féll strax vel inn í hópinn í Ásgarði og varð vel til vina þar. Fyrstu árin hennar í vinnunni fékkst hún við leikfanga- smíði og málun á leikföngum. Þó að henni þætti skemmtilegast að mála þá tók hún þátt í allri þeirri vinnu sem féll til í hvert sinn. Það er margt listafólk í Ásgarði og var hún Sigga engin undantekning þar. Þeg- ar kom að jólum var alltaf leitað til Siggu til að þæfa jólakúlur og mála jólakort sem síðan var selt á jóla- markaði Ásgarðs. Fyrir þremur árum flutti Sigga sig frá trésmíðaverkstæðinu og fór að vinna í Listasmiðjunni okkar þar sem hún fékkst við vefnað, skart- gripagerð, málmsmíði, pappírsgerð og margt annað sem henni þótti skemmtilegt. Einnig þótti henni gaman að koma inn á skrifstofu og fá að skrifa eitthvað fallegt í tölv- unni og prenta það síðan út. Sigga var mjög félagslynd kona og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig. Hún tók þátt í öllu sem var í boði í Ásgarði eins og leikfélaginu og þó að hún tæki ekki að sér hlut- verk síðustu ár þá sat hún alltaf og fylgdist með leikurunum á æfingu. Hún fór í allmarga göngutúra með gönguhópnum og ekki má gleyma vor- og haustferðum okkar þar sem hún naut sín sérstaklega. Síðastliðið ár var Sigga farin að taka það rólega í Ásgarði og sat oft- ast við sitt borð umkringd fallegum hlutum sem henni þótti vænt um og sendi strákana eftir kaffi handa sér sem og þeir gerðu með bros á vör. Það kemur til með að vera mikil sorg hjá okkur í Ásgarði þegar við komum saman eftir jólafríið og vinir Siggu komast að því að hún er farin til skapara síns. Við komum til með að halda fallega minningarstund um hana Siggu okkar og fara yfir liðna tíð og allir munu brosa blítt með yl í hjarta þegar við hugsum um hana. Við sendum samúðarkveðju til fjöl- skyldu hennar og einnig til starfs- fólks og íbúa í Mururima 4 þar sem hún Sigga bjó. Kveðja frá öllum í Ásgarði handverkstæði. Heimir Þór Tryggvason. ✝ Huldar Ágústs-son fæddist á Hvammstanga 13. október 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 24. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin G. Ágúst Hall- dórsson bóndi og húsasmíðameistari, f. 23.11. 1897, d. 20.5. 1976, og Ingibjörg Ingólfsdóttir hús- móðir, f. 17.11. 1900, d. 4.8. 1983. Systkini Huldars eru Kristvin, látinn, Ingunn, látin, Ingólfur, lát- inn, María, látin, Lára, f. 1937, og Sigurlaug, f. 1939. Eiginkona Huldars er Helga Margrét Aðalsteinsdóttir, f. 6.8. 1935, dóttir hjónanna Aðalsteins Árnasonar, d. 1983, og Ingibjarg- ar Bjarnadóttur, d. 1997. Börn Huldars og Helgu eru: 1) Erling Stein- ar, maki Áslaug Ó. Harðardóttir, þau eiga tvö börn. 2) Að- alsteinn, maki El- ísabet S. Kristjáns- dóttir, þau eiga þrjú börn, 3) Ingibjörg Guðný, maki Ólafur Björn Gunnarsson. Huldar útskrifaðist sem vélvirki frá Iðn- skólanum á Akra- nesi árið 1963. Einn- ig hafði Huldar vélstjóraréttindi. Var hann vél- stjóri á bátum frá Akranesi á ann- an tug ára. Eftir sjómennsku starfaði hann hjá Járnblendifélag- inu á Grundartanga, til 67 ára aldurs. Útför Huldars fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Huldar Ágústsson, mágur minn og vinur, er genginn á fund feðra sinna. Mig langar til að minnast þessa manns, sem ég átti samleið með í meira en hálfa öld. Huldar var lið- lega meðalmaður á hæð grannvax- inn, samsvaraði sér vel, dökkur yf- irlitum, kvikur í hreyfingum og var örugglega augnayndi margra kvenna. Hann var Húnvetningur að ætt, fæddur 1934 í Ási á Hvamms- tanga, í húsi er faðir hans byggði stuttu áður en hann fæddist. Til Akraness kom hann með foreldrum sínum 1945 og bjó hér alla sína ævi. Hann, eins og flestir ungir menn á Akranesi á þessum árum, byrjaði snemma að stunda sjóinn. Hann tók vélstjórapróf fljótlega upp úr 1950 og var vélstjóri á ýmsum bátum til 1958 að hann söðlaði um og fór að vinna við byggingu Sementsverk- smiðju ríkisins sem þá var í bygg- ingu. Vann hann þá sem aðstoðar- maður járniðnaðarmanna úr Reykjavík, aðallega við niðursetn- ingu véla verksmiðjunnar. Vorið 1959 hóf ég störf við verksmiðjuna og hittist þá svo á að ég fór einnig að vinna sem aðstoðarmaður járnsmiða úr Reykjavík, og kynnist ég þá nánar þessum mági mínum. Um haustið þegar mikill meirihluti véla verk- smiðjunnar var kominn niður og járniðnaðarmennirnir úr Reykjavík farnir suður, var Huldari og mér boðið að læra vélvirkjum á vegum verksmiðjunnar. Þessi lærdómsár okkar í verksmiðjunni unnum við Huldar mikið saman og kynntist ég þá óvanalegri hæfni hans og lagni við mörg erfið og snúin verkefni. Að loknu námi við SR var okkur boðið að fara til Síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn sem vélvirkjar. Gripum við þetta tækifæri því í boði var ótakmörkuð vinna og góð laun. Vorum við þarna saman frá því snemma vors og fram á haust í 6 mánuði árin 1964 og 1965. Eftir þetta skildi leiðir. Huldar fór norður 2 sumur í viðbót og eftir það starfaði hann sem vélvirki í vélsmiðjum, en mest sem vélstjóri á bátum héðan frá Akranesi, þar af í 11 vertíðir með Oddi Gíslasyni skipstjóra, á Skírni, Sigurvon og Gróttu. Síðustu starfsár sín starfaði hann sem vélvirki hjá Járnblendiverksmiðunni á Grundar- tanga. Ég gat þess fyrr að Huldar hefði óvenjulega hæfni, lagni og snyrti- mennsku við vélar og vélsmíði. Til marks um þetta og í minningu hans spurðist fljótlega á Raufarhöfn og í nágrenni, að kominn væri eldklár járniðnaðarmaður á verkstæðið þar. Komu þá trillukarlar, bændur og fleiri til að biðja hann hjálpar við ým- isleg viðvik. Það var alveg sama hvort hann var beðinn að renna skrúfuöxul í trillu, krumpa legu- klossa á driföxul í traktor, logsjóða eða kveikja saman lítil hálsmen, allt var þetta honum leikur einn. Í ellefu vertíðir samfleytt, með Oddi skip- stjóra, tapaðist aldrei róður vegna vélarbilunar og er það að mínu mati einsdæmi. Og um snyrtimennsku Huldars var sagt; að koma ofan í vél- arrúm hjá honum væri eins og að koma inn í stássstofu. Því miður er það ekki oft sem maður kynnist jafn vönduðum iðnaðarmanni og Huldar var og er þar genginn góður dreng- ur. Helgu og börnum þeirra færum við samúðarkveður. Hafsteinn og Lára. Okkar kynni hófust þegar Huldar Ágústsson ( Hulli eins og við köll- uðum hann) kom til starfa hjá Ís- lenska járnblendifélaginu, stuttu eft- ir að verksmiðjan hóf starfsemi sína. Hulli var vélvirki að mennt og hafði unnið sem slíkur víða hérlendis og einnig erlendis. Þá hafði hann einnig verið vélstjóri, t.d. á Grótt- unni. Hann var mikill fagmaður, sér- staklega vandvirkur og þrifinn. Félagsmálin voru honum kær. Tók hann að sér ýmis trúnaðarstörf fyrir vinnustaðinn og vinnufélagana. Kórmálin voru honum hugleikin, enda söngmaður góður. Hafði hann sungið með Svönunum á Akranesi þegar hann gerðist stofnfélagi Grundartangakórsins. Einnig söng hann með kirkjukórnum. Fyrsta ár Grundartangakórsins fóru söng- og raddæfingar fram á heimili þeirra hjóna, Huldars og Helgu, á Vogabrautinni. Hulli lagði mikið á sig til að fá nýja söngmenn í kórinn. Var undirritaður ásamt fleirum tekinn í söngpróf í vörulyftunni í ofnhúsinu. Lyftan var þá stoppuð á milli hæða. Huldar hafði mjög skemmtilega leik- og frásagnarhæfileika. Eru margar ógleymanlegar sögur sem hann sagði og lék fyrir okkur. Var þá sama hvort sögurnar væru ættaðar af Skaganum, Húnavatnssýslum, Raufarhöfn eða Fljótunum. Huldar lét af störfum fyrir nokkr- um árum. Var þá heilsan farin að dvína. Eftir að Huldar lét af störfum, hafa vinnufélagarnir oft minnst á, að nú væri gott að hafa Hulla og fara með eina lauflétta. Við vinnufélagarnir og kórfélag- arnir í Grundartangakórnum þökk- um þér samfylgdina og biðjum þér blessunar Guðs. Sendum Helgu og ástvinum þínum öllum samúðarkveðjur. Björn Jónsson. Höfðinginn af Höfðanum er allur. Ósjálfrátt bregður okkur ávallt við fréttir af láti þeirra sem okkur varða að einhverju marki, þrátt fyrir að þeir hafi átt við langvarandi heilsu- brest að stríða og háð langa og stranga baráttu. Fyrir okkur sem ólumst upp í „Mýrinni“ svokölluðu á Akranesi var Hulli einn af föstu punktum tilver- unnar og ekki síst þar sem hann er faðir eins af okkar bestu vinum. Þau voru ófá skiptin þar sem við sátum á grindverkinu á Vogabrautinni, oftar en ekki langt fram yfir miðnætti og nutum frásagnargáfu Hulla af mönn- um og málefnum á Skaganum. Hann var oftast að sansa eitt og annað í bíl- skúrnum þegar okkur bar að garði enda annálaður þúsundþjalasmiður og nostrari. Bílar hans báru honum enda gott vitni; bifreiðar sem báru númerið E-325 báru af á Skaganum hvað varðaði viðhald og snyrti- mennsku. Moskvitch-inn hans Hulla var einmitt þannig. Varla er hægt að ímynda sér flottari „Moska“, hvorki hér á landi né erlendis, með víniltopp og speglum á frambrettunum ásamt fleiri fylgihlutum, ávallt gljáfægður og stífbónaður. Kúnstir Huldars við að færa sög- urnar í lifandi búning voru einstakar og skipti engu þó að við hefðum heyrt þær áður, slík var stemningin við að heyra hann færa þær í ólíkan búning með leikrænum táningum. Enda finnst okkur að við þekkjum þorra af eldri kynslóðum á Skagan- um í gegnum sögurnar hans Hulla. Við nutum einnig ótakmarkaðs umburðalyndis þeirra hjóna þegar vinahópurinn, oftar en ekki, safnað- ist saman hjá Alla fyrir átök helg- arinnar og því fylgdu senur á fón- inum með tilheyrandi snillingum, og jafnan þurfti að stilla allt í botn. Toppurinn á kvöldinu, áður en farið var í bæinn, var þegar Hulli leit inn til okkar til þess að slá á hávaðann sem jafnan fylgdi okkur. En eitt sinn verða allir menn að deyja – líka Hulli. Um Huldar eigum við aðeins kærar minningar og vilj- um við þakka honum fyrir það sem hann var okkur. Við, ásamt okkar fjölskyldum sendum Helgu, Alla okkar kæra vini, systkinum hans ásamt tengdabörnum og afabörnum, öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur með þessum sálmi sem sr. Sigurbjörn Einarsson biskup orti: Sú von er sterk, hún verður eigi slökkt, að vorið komi þó að geisi hríð. Eins sigrar Drottinn alla ógn og stríð. Og þó að dauðinn hremmi hart og snöggt er hönd að baki, mild og trú og góð, hún leiðir fram til ljóss um myrka slóð. Þótt lán sé brothætt, lífið valt og stökkt er líkn í hverri raun og tári manns því þar er Kristur, kross og páskar hans. Og þegar hylur húmið svalt og dökkt þinn heim og salta döggin vætir kinn þá kemur hann og færir friðinn sinn. Sú von er sönn, hún verður aldrei slökkt, hún vekur þína sál við hinsta ós, að Kristur breytir öllu í eilíft ljós. Blessuð sé minning Hulla á Höfð- anum. Ástvaldur og Hilmar. Huldar Ágústsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.