Morgunblaðið - 05.01.2009, Page 28

Morgunblaðið - 05.01.2009, Page 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 ✝ Sævar Helgasonfæddist í Vík í Mýrdal 12. júlí 1941. Hann lést 28. desem- ber sl. Hann var son- ur hjónanna Jóhönnu Halldórsdóttur, f. 24.8. 1909, d. 15.2. 1969 og Helga Helga- sonar f. 30.6. 1911, d. 6.10. 1985. Systkini Sævars eru Halldór Héðinn, Helgi Grétar, látinn, Valgeir Ólaf- ur, Bára, Guðjón og Jón Bjarni. Sævar kvæntist Ragnheiði Skúla- dóttur píanóleikara og deild- arstjóra píanódeildar Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, f. 12.3. 1943. Þau eignuðust þrjú börn. 1) Sigurð tónskáld og skólastjóra Nýja tónlistarskólans í Reykjavík, f. 14.2. 1963, kvæntur Dröfn Rafns- starfandi kennara og stjórnanda skapandi tónlistarmiðlunar, f. 20.7. 1963. Börn þeirra eru Rhys Ragnar f. 28.5. 2004 og Sædís Rhea f. 27.3. 2008. Sævar fluttist frá Vík í Mýrdal 12 ára gamall til Njarðvíkur þar sem hann óx úr grasi. Hann stundaði nám við Leikslistarskóla Ævars Kvaran og síðan í 3 ár við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, þaðan sem hann útskrifaðist. Að námi loknu starfaði Sævar í Þjóð- leikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur en einnig með ýms- um öðrum leikhópum, auk þess að leikstýra fjölda leiksýninga víða um landið. Síðar lagði Sævar stund á málaranám hjá Birgi Guðnasyni og lauk hann meist- araprófi í þeirri iðn frá Iðnskóla Keflavíkur. Sævar setti á fót Skiltagerðina Veghús þar sem hann starfaði síðustu þrjá áratug- ina. Sævar Helgason verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dóttur kennsluráð- gjafa, f. 2.3. 1963, dætur þeirra eru Ragnheiður Ösp f. 4.9. 1981, gift Ragn- ari Frey Pálssyni og Sigríður Ösp, f. 11.4. 1989. 2) Jóhann Smári óperusöngv- ari, f. 2.10. 1966, unnusta Jelena Raschke talmeina- fræðingur, Börn hans af fyrra hjóna- bandi eru Sævar Helgi f. 8.3. 1994 og Gunnhildur Ólöf f. 21.8. 1998. 3) Sigrún Sævarsdóttir Griffiths kennari og stjórnandi skapandi tónlistarmiðlunar við Guildhall School and Music and Drama og við Listaháskóla Íslands, f.. 3.6. 1974, gift Paul Stephen Helga Griffiths gítarleikara og sjálfstætt Það var ekkert sem afi gat ekki gert. Það skipti ekki máli hvað það var, ef honum datt það í hug, þá tókst honum að gera það. Hann bjó til lampa úr steinum og rekaviði, var víkingur í bíómynd, bakaði besta rúgbrauð í heimi í áldós, ræktaði gúrkur og tómata, sagði sögur sem slógu út Hollywood has- armyndir, bjó til nákvæma eftirlík- ingu af gömlum frænda sínum úr leirklumpi, smíðaði fimm manna kassabíl sem þaut niður brekkuna í skrúðgarðinum á ofsahraða og svo má lengi telja. Ef eitthvað var í ólagi, þá kippti hann því í lag á óhefðbundinn og sniðugan hátt sem engum hefði dottið í hug nema hon- um. Það er erfitt að lýsa því á blaði hve mikil áhrif Sævar afi hafði á mig og hve vænt mér þótti um stundirnar okkar úti á verkstæði. Þangað kom maður til að teikna og föndra og svo síðar meir í vinnu við ýmis verkefni og skiltagerð. Þegar ég byrjaði svo í Listaháskólanum gat ég alltaf leitað hjálpar hjá afa, hvort sem það var spurning um efnisnotkun eða burðarþol eða ein- faldlega um lífið og tilveruna. Afi hafði alltaf gott svar við öllu. Eftir að afi veiktist hef ég gert það að vana mínum að biðja fyrir honum á kvöldin og rifja í leiðinni upp nokkrar minningar um hann. Mér finnst eins og ég þurfi að skrifa þessar minningar niður í bók svo ég týni þeim ekki því þær eru allar svo góðar og dýrmætar. Sæv- ar afi var yndislegur og góðhjart- aður maður. Ég er óendanlega þakklát fyrir þessi 27 ár sem ég fékk að eiga með honum. Allt sem hann kenndi mér á þessum tíma hefur haft áhrif á mig og mótað hver ég er í dag. Ég hef sterka trú á því að þegar þú hefur jafnað þig eftir ferðalagið langa, elsku afi, þá bíði þín fallegt verkstæði þar sem Snotra og Stefanía taka á móti þér kátar og malandi. Hafðu það gott, afi minn, og njóttu þess að hafa styrk á ný til að skapa og líða vel. Ragnheiður Ösp. Elsku frændi, þá er komið að kveðjustund. Maður vonar alltaf að maður fái lengri tíma. Þegar ég hugsa um okkar fyrstu kynni held ég að ég hafi verið 4-5 ára gamall, þegar þú gafst mér fótstiginn kassabíl sem ég gat keyrt sjálfur. Hann var hrein listasmíði, þú smíð- aðir hann þegar þú varst að vinna í skipasmíðastöð Njarðvíkur. Svo liðu árin og þú varst að hjálpa mömmu og pabba á Hlíðarvegi 14 að smíða arin í stofuna, einnig að mála fígúrumyndir á veggina í her- berginu hjá okkur krökkunum, allt gert í sjálfboðavinnu. Ég var 15 ára þegar ég fór að vinna hjá þér í Veghús Skiltagerð. Það var útivinna um sumarið og að mála húsgögn inni, smíða tunnu- stóla, silkiprenta allskonar fána og minjagripi. Þær voru margar ferð- arnar sem farið var í Víkina. Þú komst oft að heimsækja mig í sveit- ina þegar ég var í Hraungerði hjá því góða fólki þar. Ég fékk að keyra þig og Stebba frænda í Hjör- leifshöfða að veiða fýl, þegar ég var 15 ára. Árið 1974 þegar hringveg- urinn var opnaður í kringum Ís- land, var unnið dag og nótt við að útbúa minjagripi sem við fórum með austur á Skeiðarársand og við seldum þar. Þessi ferð var mjög eftirminnileg, Jóhanna systir, Júl- íus frændi og Helgi Grétar kennari í Iðnskólanum voru einnig með í þessari ferð. Seinna fórum við oft austur í Vík þegar þið systkinin og afi endurbyggðuð æskuheimilið ykkar. Þar ber húsið glögg merki um listahæfileika þína, til dæmis steinveggurinn úti. Það var alveg sama hvað þú gerðir allt lék í þín- um höndum, t.d. lampar úr rekavið, skilti með áletrunum og klukkur sem prýða meðal annars heimilið mitt og margra annarra. Einnig eru mér minnisstæð öll ættarmótin þar sem þú varst hrók- ur alls fagnaðar, smíðaðir kerrubíl sem krakkarnir voru dregnir í, dröslaðist á jeppanum með kerru aftaní og alla grislingana um hóla og hæðir. Þú varst sérstaklega barngóður og tóku margir ættingj- ar sín fyrstu handtök í vinnu hjá þér. Ég fékk hringingu frá þér árið 1987 um að þú gætir útvegað mér vinnu hjá málara í Njarðvík og jafnvel samning. En málin æxluð- ust þannig að ég missti vinnuna um haustið. Árið eftir gerðir þú mér þann greiða að stofna H Helgason málningarþjónustu sf. sem ég hef rekið fram á þennan dag og átti á síðasta ári 20 ára afmæli. Það gekk mikið á fyrsta árið og var ég kom- inn að því að gefast upp þegar þú stappaðir í mig stálinu um að halda áfram og reyndist mér sem besti faðir. Ég verð þér ævilega þakk- látur fyrir það. Þegar maður kom að heimsækja þig í gegnum tíðina fékk maður alltaf fréttir af börn- unum þínum. Þau voru þér alltaf ofarlega í huga. En kletturinn í þínu lífi var hún Ragnheiður, hún stóð ávallt með þér hvað sem á reyndi. En alltaf kemur að kveðju- stund, og mun ég aldrei gleyma góðmennsku þinni. Við Agnes send- um ykkur öllum samúðarkveðjur og megi góður Guð styrkja okkur öll. Helgi Guðjón Steinarsson. Ég sit hér á næturvaktinni og kem engu í verk. Eftir þær sorg- arfréttir, sem ég fékk í dag að hann Sævar hefði kvatt okkur í dag. Minningarnar um þann mæta mann sækja stöðugt á mig en þær eru ótalmargar eftir þau 47 ár sem ég hef verið nánast inni á gafli hjá þeim Ragnheiði og Sævari. Sævars verður minnst sem mik- ils lista- og handverksmanns og skarta mörg heimili og staðir verk- um eftir hann. Stofustássið heima hjá mér er einmitt lampi eftir Sæv- ar, sem þau hjónin gáfu mér í fer- tugsafmælisgjöf og er hann úr reka úr Reynisfjöru og stendur á hraun- mola úr Kötlugosinu 1625. Þá eru ófá skilti og listaverk, sem hann hefur gert og eru uppi víðsvegar um bæinn og bera hans merki. Það eru forréttindi að hafa kynnst Sæv- ari og eins og sagt er þá er ekki hægt að verðleggja vináttuna. En Sævar var góður vinur og notalegt að koma á verkstæðið til hans og ræða málin yfir kaffibolla og þiggja góð ráð. Þá eru ógleymanlegar sög- urnar sem hann hafði að segja en hann var góður sögumaður og komu leikhæfileikar hans þá vel fram. Hann hefur kennt mér margt handbragðið í gegnum tíðina, sem ég met mikils. Hugur minn er nú hjá þeirri góðu konu Ragnheiði frænku og hennar fjölskyldu. Ég og mín fjölskylda sendum þeim Ragnheiði, Sigga, Jóhanni Smára, Sigrúnu og þeirra fjölskyld- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur. Megi góður Guð gæta þín Sævar minn. Far þú í friði. Skúli Björnsson og fjölskylda. Elsku Sævar frændi, mikið er ég heppin að hafa átt og kynnst jafn góðum og skemmtilegum frænda og þér. Öll ættarmótin í víkinni sem þú gerðir svo eftirminnileg. Enginn hafði jafn góða frásagn- arhæfileika og þú, enda lærður leikari. Ég er svo miklu fróðari um lífið sem afi ólst upp við í víkinni og síðan amma og þið systkinin. Kassabíllinn sem þú smíðaðir sem var í víkinni var vinsæll hjá börn- unum og var mikið leikið með hann. Alltaf var eitthvað sem ég og fjöl- skylda mín minntumst lengi eftir að hafa verið með þér og stórfjöl- skyldunni þar. T.d. þegar þú varst með stóra kerru aftan í bílnum og krakkarnir fóru í halarófu upp í hana og þú keyrðir alla sandana og niður að strönd. Þú varst lærður málarameistari en varst í raun miklu meiri lista- maður og eru lamparnir frá þér til dætra minna gott dæmi um það. Það var alltaf gott að koma til þín í Veghús, fyrir tveimur árum kom ég með lampa til þín, sem ég erfði eft- ir ömmu og afa í Innri-Njarðvík, til að fá ráðleggingar um hvernig væri best að mála hann dökkan, þú sagðir mér að skilja hann eftir. Þegar ég kom svo aftur sagðir þú mér að ég mætti aldrei breyta um lit á þessum lampa. Þú reyndir eins og þú gast að komast að því eftir hvaða listamann lampinn var en undir honum stóð GK en enginn vissi það, þú sagðir mér að eflaust hefði lampinn verið fyrst kerta- lampi og síðan breytt í rafmagns- lampa. Þú hafðir svo gaman af þessu. Ég komst síðan að því að lampinn er frá árunum í kringum 1900. Fyrir 12 árum veiktist ég og þurfti að liggja inni á spítala, þegar ég kom heim varst þú búinn að koma og skilja eftir gjöf, þú sagðir mér að þú hefðir fundið spýtu sem fyrir skemmtilega tilviljun rak á fjöru Hjörleifshöfða fyrir nokkru þar sem langamma var vinnukona í 2 ár. Ekki var spýtunnar getið sem reka og varla hefði þótt taka því að hirða hana í eldinn hér áður fyrr, þó gast þú grafið á hana bæn og með því aukið gildi hennar. Þetta listaverk þitt horfi ég á daglega á heimili mínu. Með gjöfinni fylgdi bréf sem er fallegasta bréf sem ég hef fengið á ævi minni og á ég það enn. Oft hringdir þú í mig, síðast í febrúar, og alltaf sagðir þú: sæl, frænka, hvað er að frétta? Og síðan áttum við gott spjall. Erfitt var að heimsækja þig á spítalann og heim til þín eftir að þú veiktist þó að baráttuvilji þinn hafi verið mikill. Stoltastur varst þú af börnum og barnabörnum þínum og Ragnheiðar sem öll hafa staðið sig svo vel. Ég ætla að geyma vel í hjarta mínu all- ar góðu minningarnar um þig. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér af ást og hlýju af þeim sem á undan eru farnir. Elsku Ragnheiður, Siggi, Jóhann Smári, Sigrún og fjölskyldur, miss- ir ykkar er mikill en þið eruð sam- hent fjölskylda og það mun birta til á ný. Guð styrki ykkur öll í sorg- inni. Þín frænka Guðlaug Einarsdóttir. Þegar ég frétti að Sævar frændi væri dáinn eftir erfið veikindi fór hugurinn hjá mér að reika um þessa tilveru mannsins og hvað til- veran getur verið óréttlát að taka menn burt á besta aldri frá góðri eiginkonu og börnum. En því miður ræður það ekki alltaf för, en sem betur fer ræður enginn yfir sínu lífsskeiði og verða þeir sem eftir lifa að taka því sem að höndum ber þó að það geti stundum verið ósanngjarnt og þungbært. Ég og systkini mín kynntumst Sævari frænda í foreldrahúsum í Vík í Mýrdal þegar við vorum að heimsækja afa og ömmu sem bjuggu líka í Vík. Og eins komum við bræður við í Víkinni þegar við vorum sendir í sveit. Þegar fjöl- skylda Sævars flutti til Njarðvíkur var mikill samgangur milli heimila okkar enda Helgi, pabbi Sævars, bróðir mömmu. Við Sævar heitinn störfuðum mikið saman á okkar yngri árum í leikstarfsemi hér í Njarðvík og Keflavík. Vorum við í forsvari þar í áraraðir og lékum saman í mörgum leikþáttum og leikritum og stundum var hann leikstjóri. Enda var hann útskrif- aður úr leiklistaskóla Þjóðleikhúss- ins og starfaði þar í nokkur ár. Ég vil nota tækifærið og þakka Sævari fyrir góð kynni, sem aldrei bar skugga á. Sævar var fjölhæfur handverksmaður enda naut hann sín vel við það starf og hann var einnig lærður málarameistari. Það var gaman að skoða hjá honum handverkin á vinnustofunni Veg- húsum. Þegar ég átti leið um kíkti ég inn í kaffi til hans á vinnustof- una. Kæri frændi, ég kveð þig með virðingu og þakklæti. Ragnheiður mín, ég og fjölskylda mín vil votta þér og fjölskyldu þinni innilega samúð á þessari sorgarstundu. Bið góðan Guð að fylgja ykkur. Minningin um góðan eiginmann, föður og vin mun lifa með okkur. Ingólfur Bárðarson og fjölskylda. Elsku Sævar frændi. Mikið er ég heppin að hafa átt og kynnst jafn góðum og skemmtilegum frænda og þér. Öll ættarmótin í víkinni sem þú gerðir svo eftirminnileg. Enginn hafði jafn góða frásagn- arhæfileika og þú, enda lærður leikari. Ég er svo miklu fróðari um lífið sem afi ólst upp við í víkinni og síðan amma og þið systkinin. Kassabíllinn sem þú smíðaðir sem var í víkinni var vinsæll hjá börn- unum og var mikið leikið með hann. Alltaf var eitthvað sem ég og mín fjölskylda minntumst lengi eftir að hafa verið með þér og stórfjöl- skyldunni þar. T.d. þegar þú varst með stóra kerru aftan í bílnum og krakkarnir fóru í halarófu upp í hana og þú keyrðir alla sandana og niður að strönd. Þú varst lærður málarameistari en varst í raun miklu meiri listamaður og eru lamparnir frá þér til dætra minna gott dæmi um það. Það var alltaf gott að koma til þín í Veghús, fyrir tveimur árum kom ég með lampa til þín sem ég erfði eftir ömmu og afa í Innri-Njarðvík til að fá ráð um það hvernig væri best að mála hann dökkan. Þú sagðir mér að skilja hann eftir. Þegar ég kom svo aftur sagðir þú mér að ég mætti aldrei breyta um lit á þessum lampa. Þú reyndir eins og þú gast að komast að því eftir hvaða lista- mann lampinn var en undir honum stóð GK en enginn vissi það, þú sagðir mér að eflaust hefði lampinn verið fyrst kertalampi og síðan breytt í rafmagnslampa. Þú hafðir svo gaman af þessu. Ég komst síð- an að því að lampinn er frá árunum í kringum 1900. Fyrir 12 árum veiktist ég og þurfti að liggja inni á spítala, þegar ég kom heim varst þú búinn að koma og skilja eftir gjöf, þú sagðir mér að þú hefðir fundið spýtu sem fyrir skemmtilega tilviljun rak á fjöru við Hjörleifshöfða fyrir nokkru þar sem langamma var vinnukona í 2 ár. Ekki var spýt- unnar getið sem reka og varla hefði þótt taka því að hirða hana í eldinn hér áður fyrr. Þó gast þú grafið á hana bæn og með því aukið gildi hennar. Þetta listaverk þitt horfi ég á daglega á heimili mínu. Með gjöf- inni fylgdi bréf sem er fallegasta bréf sem ég hef fengið á ævi minni og á ég það enn. Oft hringdir þú í mig, síðast í febrúar og alltaf sagðir þú: Sæl frænka, hvað er að frétta? Og síðan áttum við gott spjall. Erfitt var að heimsækja þig á spítalann og heim til þín eftir að þú veiktist, þó bar- áttuvilji þinn hafi verið mikill. Stoltastur varst þú af börnum og barnabörnum þínum og Ragnheiðar sem öll hafa staðið sig svo vel. Ég ætla að geyma vel í hjarta mínu all- ar góðu minningarnar um þig. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér af ást og hlýju af þeim sem á undan eru farnir. Elsku Ragnheiður, Siggi, Jóhann Smári, Sigrún og fjölskyldur, miss- ir ykkar er mikill en þið eruð sam- hent fjölskylda og það mun birta til á ný. Guð styrki ykkur öll í sorg- inni. Þín frænka, Guðlaug Einarsdóttir. Í dag er til moldar borinn góður vinur minn, Sævar Helgason, eftir langvarandi veikindi sem að lokum leiddu hann til dauða. Okkar kunn- ingsskapur nær aftur til þess tíma er við sem ungir drengir ólumst upp í Ytri-Njarðvík, en þangað flutti hann með foreldrum sínum og systkinum frá Vík í Mýrdal. Það leið ekki langur tími þar til við Sævar vorum óaðskiljanlegir vinir og það varði allan þann tíma er við bjuggum í Njarðvíkunum og gott betur. Leiðir okkar skildi svo tíma- bundið er ég fór til náms í Noregi, en við vorum samt alltaf í sambandi og hittumst við ýmis skilyrði og alltaf góður þráður á milli okkar. Sævar var mjög listfengur maður og mjög verklaginn og allt það sem hann tók sér fyrir hendur í þeim efnum lék í höndunum á honum. Hann lauk námi við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og vann drjúgum við leiklistina, enda mat hann leik- listina mikils og ferðaðist víða um landið og setti upp leikrit og stjórn- aði. Hann lauk svo prófi í mál- araiðn og vann einnig mikið í þeirri grein og þótti ákaflega vandvirkur sem slíkur. Hann gerði óteljandi fallega muni úr nær öllu efni sem hann fékkst við og þá einkum úr tré. Sævar var mjög ljúfur drengur og trúr vinum sínum og var gott að geta treyst honum. Hann og Ragn- heiður eiginkona hans eignuðust þrjú börn, sem hafa tileinkað sér söng- og tónlistinni og náð langt í þeim efnum, enda ekki langt að sækja tónlistahæfileikana frá móð- ur sinni. Kæra Ragnheiður, þú hef- ur staðið þig eins og hetja í sjúk- dómsferli manns þíns s.l. ár og veitt honum allan þann stuðning og væntumþykju sem þér er einni lag- ið. Þegar litið er til baka þá er þetta lífsskeið okkar hér á jörðu ákaflega fljótt að líða, en við eigum þó þetta Sævar Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.