Morgunblaðið - 05.01.2009, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.01.2009, Qupperneq 29
dásamlega líf og getum nýtt okkur það á ýmsa vegu, okkur, vinum og fjölskyldu til hagsbóta. Það er bara þannig að þegar kemur að seinni hluta þess, þá koma ýmsir sjúk- dómar og erfiðleikar inn í myndina sem því miður geta stytt þessa jarðvist okkar og þá þegar tími ætti að gefast til að njóta barna og barnabarna ásamt eiginkonu sinni. Þannig var það með Sævar vin minn, hann hafði svo mörg áform og ætlaði að gera svo margt, en líf- tíminn var honum of stuttur. Hon- um tókst samt að gera ótal margt á lífsleiðinni og láta gott af sér leiða og þess minnumst við í dag, er við kveðjum góðan dreng, sem öllum vildi vel. Ég þakka þann tíma sem við átt- um saman í leik og annars á lífs- leiðinni og geymi ég hjá mér marg- ar góðar minningar um þennan góða vin. Mig langar að ljúka með orðum úr Spámanninum (Kahlil Gi- bran). „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af sléttunni“. Kæra Ragnheiður, börn og systkini hins látna. Við hjónin sendum ykkur öllum hugheilar samúðarkveðjur og guð blessi ykk- ur og styrki í sorg ykkar. Sólmundur Tryggvi Ein- arsson, Astrid Einarsson. Lífið er dýrt, dauðinn þess borgun. (Omar Kajan.) Í dag verður borinn til grafar góður vinur og nágranni til margra ára, sögu- og hagleiksmaðurinn Sævar Helgason. Við fórum saman um langan veg, í útilegur, veiddum, grilluðum og heyrðum sagðar góð- ar sögur, en það sem mest var um vert, við urðum vinir. Síðan skildu leiðir, þú skapaðir þín verk í hljóði meðan aðrir bárust meira á. En þín minning mun lifa. Já, lífið er dýrt, við vitum að þú hefur átt erfiða daga undanfarið og vissum að hverju stefndi, en þetta er leið okkar allra. Ragnheiður og fjölskylda, við samhryggjumst af heilum hug og biðjum afsökunar á þessum fátæk- legu orðum. Sigrún og Eiríkur. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja hann Sævar frænda minn sem var svo barngóður og hlýr. Hann var algjörlega ómissandi á ættarmótunum þegar við vorum lít- il því Sævar var alltaf að finna upp eitthvað skemmtilegt fyrir krakk- ana. Kassabíla, rennibrautir, rólur og alls konar leiki, ferðalög og sög- ur. Hann gerði líka dúkkuhús og ýmislegt fleira og þetta var ótrú- lega vandað með öllum hugsanleg- um smáatriðum. Hann gróf lamb í holu á einu ættarmótinu, eitthvað sem enginn hafði heyrt um þá og grillaði líka einu sinni heilt lamb á því stærsta grilli sem við höfðum séð. Hann gerði þessar samkomur að ævintýraheimi fyrir okkur. Ég svo heppin að fá að kynnast honum betur sem fullorðin mann- eskja eftir að við Sigrún bjuggum í London á sama tíma. Mér fannst það lýsa honum best þegar ég hafði beðið hann að koma með smá skyr og stoðmjólk handa Freyju sem þá var bara nokkurra mánaða. Sævar kom með fulla tösku og þurfti örugglega að borga helling af því fyrir utan það að bera það alla leið til okkar ásamt sínu eigin dóti, þá nýstiginn uppúr veikindum. Hann mátti ekki heyra á þakklæti minnst eða hvað þá meira, þetta þótti hon- um sjálfsagt. Hún litla frænka hans þurfti sko að fá eitthvað almenni- legt að borða, eitthvað íslenskt! Þetta var Sævar fyrir mér, svo hlýr og með svo ótúlega stórt hjarta. Elsku Sigrún mín, Ragnheiður, Siggi og Smári, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og vona að þið finnið styrk til þess að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Björg Jónsdóttir. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 ✝ Hanna EddaHalldórsdóttir fæddist á Blönduósi 15. september 1958. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 21. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hanna Edda Gret Pálsdóttir húsmóðir, f. á Siglufirði 25.4. 1933, d. 2.9. 1989 og Halldór H. Þor- grímsson rafvirkja- meistari, f. í Reykja- vík 7. 9. 1933, d. 14.2. 2001. Systkini Hönnu Eddu eru Margret Anna, maki Hreinn M. Björnsson, þau eiga 2 börn, Gyða Sigríður, maki Sigurjón Bjarnason, þau eiga 5 börn, Páll Einar, maki Bára M. Sigurgísladóttir, þau eiga 4 börn, Gunnar Sveinn, maki Svenny Helena Hallbjörnsdóttir, þau eiga 4 börn, og Knútur Sæ- berg, maki Valgerður Ólafsdóttir, þau eiga 2 dætur. Hanna Edda kynntist Jóni Agli Sveinbjörnssyni og hófu þau sam- búð í janúar 1999 og gengu í hjónaband 1. janúar 2005. For- eldrar hans eru Sveinbjörn Bárð- dvaldi þar löngum hjá vinkonu foreldra sinna, Stellu og Trausta manni hennar. Þeirra börn voru Hönnu Eddu ætíð sem systkini. Að lokinni hefðbundinni skóla- göngu hélt hún til Svíþjóðar og síðan til Danmerkur og lærði tækniteiknun. Þegar heim var komið fór hún að vinna sem tækniteiknari á verkfræðistofu, hjá borgarverkfræðingi og síðar hjá Landmælingum Íslands þar til hún lét af störfum vegna veik- inda sinna. Hanna Edda var mjög listræn og skapandi strax frá unga aldri. Síðar á lífsleið- inni fór hún að sækja sér meiri þekkingu í myndlist og liggja eftir hana mörg geysifalleg mál- verk. Hönnu Eddu var mjög um- hugað um fjölskylduna og ekki síst systkinabörn þeirra Jóns og bar hag barnanna mjög fyrir brjósti enda sóttu þau til hennar og þótti undurvænt um hana. Meðan heilsan leyfði mætti Hanna Edda í Ljósið, stuðnings- og endurhæfingarsamtök fyrir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra, þar vann hún að hugðarefnum sínum, listinni. Þær stundir gáfu henni mikið og urðu fastur punktur í lífi hennar. Hanna Edda kom alltaf í Ljósið full af gleði og framleiddi hand- verksmuni sem hún gaf fjöl- skyldu og vinum. Útför Hönnu Eddu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. arson flugumferð- arstjóri, f. í Höfða í Mývatnssveit 13.11. 1928, d. 20.3. 2005 og Bergþóra Bene- diktsdóttir hús- móðir, f. á Hofteigi á Jökuldal, 30.4. 1927 og býr nú á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Bræður Jóns Egils eru: Benedikt Geir, maki Sólveig Jónsdóttir, þau eiga 4 börn, Bárður Arnar, maki Ingibjörg Þórisdóttir, þau eiga 4 börn og Gunnar Hrafn, maki Þórdís Þór- arinsdóttir, þau eiga 4 börn. Dóttir Hönnu Eddu og fóst- urdóttir Jóns Egils er Hanna Dóra, nemi á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum við Sund, f. 14. mars 1992. Systkini hennar sam- feðra eru Sara Björg og Ólafur Valur. Hanna Dóra var auga- steinn mömmu sinnar og var henni stoð og stytta ásamt Jóni Agli í veikindum Hönnu Eddu. Hanna Edda flutti frá Blöndu- ósi til Reykjavíkur 1964 en hafði tekið ástfóstri við Blönduós og Elsku systir mín og frænka þá er komið að leiðarlokum. Við kveðjum þig hér með nokkrum lín- um. Hugsum til þín og rifjum upp skemmtilegar stundir sem við átt- um með þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð blessi og styrkji þá sem horfa á eftir þér. Lísa og Eydís Ósk. Það var eins og gerst hefði í gær, tárin sem féllu af hvörmum okkar elskulegu vinkonu Eddu, þegar dómurinn kom í upphafi, lyfjameðferð. Hetjan hafði haldið aftur af tárunum svo litla Hanna Dóra sæi ekki þá djúpu sorg mömmu sinnar, þar til fullorðin birtist í dyrunum. En hetjan stóð upp og hristi af sér allt til að halda áfram að elska og njóta lífsins. Svo kom hann Jón, þessi yndislegi maður, inn í líf Eddu. Maðurinn sem hún elskaði og hann sem elsk- aði þær báðar, Eddu og Hönnu Dóru. Lífið snerist á sveif með þeim í nokkur ár. Yndislegar ferðir saman um landið sitt, Jón gerði allt fyrir þær. Gaf þeim nýtt líf, nýja sýn. Ekki bara þeim Eddu og Hönnu Dóru heldur okkur vinun- um sem stóðum álengdar og fylgd- umst með. Þvílík ást. Hún Edda okkar var hetja hversdagsins, hetjan sem barðist í svo mörg ár, en var alltaf glöð, tal- aði alltaf um framtíðina og lífið. Hún var okkur sem eftir stöndum hnípin, kraftmikil kona sem við lærðum af, þó að yngri væri. Gleði Eddu yfir öllu sem við kom vinum hennar var kraftur sem fáum er gefinn. Hún gaf svo mikið og vildi allt fyrir alla gera. Hjá henni voru hlutirnir alltaf ekkert mál. Hún mátti ekkert aumt sjá, var sann- kallaður vinur vina sinna. Hjá okk- ur, engilinn okkar. Áður en mennirnir komu inn í líf okkar áttum við síðasta dag ársins saman með dætrum okkar. Fal- legar minningar koma fram í hug- ann frá gamlárskvöldum liðinna ára, fyrst niðri hjá Eddu og Hönnu Dóru og svo færðum við okkur upp í ris, til Margrétar og Hreins. Fal- legasta myndin af þeim mæðgum, Eddu og Hönnu Dóru, var frá einu gamlárskvöldi uppi í risi á Lang- holtsveginum. Mynd sem geymd verður og römmuð inn, mynd af fallegri konu með dóttur sína, mynd af fallegri og góðri sál. Ekki lét hún Edda okkar neitt fara fram hjá sér, mætti ásamt Jóni sínum í 60 ára afmæli Atla, full af gleði og lífshamingju, við saman með þeim. Þetta varð okkur ógleymanleg stund. Uppi í bústað daginn eftir í tertu, falleg og ham- ingjusöm, falleg mynd af góðu fólki. Í húsbílnum síðastliðið sumar mætt að nýju, átti yndislega tíma og leið vel á ferðalögum. Og vel að merkja alltaf geislaði af henni lífs- hamingjan, ákveðin í að taka eitt skref í einu, en samt stór skref til lífsins. Á milli okkar var sterkur strengur sem enginn gat slitið. Síðustu mánuðir voru henni erf- iðir, en alltaf var spurt frétta af okkur öllum, ekki síst Guðrúnu Ernu, sem hún passaði um tíma og var henni alltaf kær. Í síðustu heimsókninni á líknardeildina var ákveðið að hittast vikuna á eftir í pitsuveislu með dætrum okkar, þvílíkur kraftur. Því miður varð ekki af þeirri veislu. Öll börn, tengdabörn og barna- börn okkar, sem hafa kynnst Eddu vinkonu, senda Hönnu Dóru, Jóni og fjölskyldu einlægar samúðar- kveðjur og lúta höfði í virðing- arskyni við látna hetju. Margar eru perlurnar á vina- bandi okkar, en fáir demantar. En Edda vinkona okkar er demantur sem skín hvað skærast á vinaband- inu. Sofðu vært, elsku vinkona, þín er sárt saknað. Rannveig Sigurðardóttir og Atli Gíslason. Elsku Edda mín. Síðustu daga hef ég gert lítið annað en hugsa um þig og allar yndislegu minningarnar sem ég á með þér. Ég trúi ekki enn að þú sért farin, að ég eigi ekki eftir að sjá þig meira eða heyra röddina þína, þú veist ekki hve oft ég hef óskað þess að þetta væri allt vond- ur draumur sem ég ætti eftir að vakna upp af. Alveg frá fyrstu minningum mínum sem barn var Edda frænka svo innvikluð í allt. Ef það var ein- hver sem komst næst því að vera mamma mín, á eftir minni eigin, varst það þú, í hjarta mínu varstu alltaf mamma númer 2 og þannig verður það alltaf. Ég man þegar ég reimaði skóna í fyrsta skiptið, al- veg að springa úr stolti og þegar ég lærði að hjóla án hjálpardekkja varst þú með mér, alltaf svo til í að hjálpa. Ég man þegar þú föndraðir með mér í skólanum, allar sum- arbústaðaferðirnar sem ég fékk að fara með í og þegar ég mátti kalla þig mömmu þegar við fórum í búð- ir. Þú varst með í gleðinni og þú straukst tárin burtu þegar ég grét út af litlum hlutum eða stórum, frá því ég var lítil stelpa og þangað til ég fullorðnaðist. Þú varst alltaf til staðar, alveg sama hvað, það varst bara þú. Ég gæti skrifað endalaust en orð munu aldrei geta lýst hug mínum til þín, til þess eru ekki til nógu stór orð. En ég held að þú hafir þekkt hjarta mitt og vitað hvað þú varst alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér og hvað mér þótti vænt um þig. Við kveðjumst í bili en ég trúi að í hvert skipti sem ég hugsa til þín verðir þú hjá mér. Ég mun gráta þig því þú varst gleði mín en ég lofa að gleyma ekki að brosa og hlæja líka því þú myndir vilja sjá hamingju en ekki sorg. Eins og Spámaðurinn sagði – En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug lyftist sál mín upp í mót, til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Ég mun varðveita þessi orð. Ég bið til guðs að sólargeislar himnanna faðmi þig hlýju sinni, að stjörnurnar lýsi þér leiðina og að himnanna englar umvefji þig ást sinni – að eilífu. Megi góður Guð gefa Hönnu Dóru og Jóni styrk á þessum erf- iðu stundum og fjölskyldunni allri. Þín Sigrún Edda. Edda frænka hefur ávallt verið okkur kær. Þú hefur alltaf verið stór hluti af okkar lífi. Þið mamma, systir þín, hafið alltaf verið nánar og með ykkur hefur verið mikill kærleikur. Þú umvafðir okkur hlýju og umhyggju alla þína tíð og við höfum átt með þér margar góð- ar stundir. Þú varst alltaf áhuga- söm um hvað við systkinin vorum að fást við. Það var gaman að ræða við þig um daginn og veginn. Oft á tíðum hafðirðu sterkar skoðanir og varst óhrædd við að láta þær í ljós. Þegar svo bar undir vorum við ekki alltaf sammála, en það var alltaf gaman að rökræða hlutina og enduðu umræðurnar oftar en ekki í hlátrasköllum. Elsku frænka, þú barðist eins og hetja í þínum veikindum og það var aðdáunarvert hvernig þú gast tekist á við hlutina með þínu ein- staka æðruleysi, jákvæðni og bjartsýni. Við kveðjum nú hana elsku Eddu og þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér elsku frænka. Megi guð gefa Hönnu Dóru, elsku dóttur þinni, Jóni Agli, systkinum þínum og öðrum ástvinum styrk á þessum erfiðum tímum. Íris Björk Hreinsdóttir og Pálmi Aðalbjörn Hreinsson. Elsku Edda mín. Það er svo margt sem ég get sagt en samt er ég orðlaus yfir að þurfa að kveðja þig svona snemma. Þú áttir eftir að gera svo margt og talaðir alltaf um það hvað þú ætlaðir að gera þegar þú yrðir nú gömul. Ég bara þekki ekki lífið án þín, þar sem við höfum þekkst alla okkar ævi, frá því við vorum bara litla stelpur á Blönduósi, þar sem þú bjóst hjá Stellu og Trausta sem þú kallaðir alltaf mömmu og pabba. Við höfum alla tíð gengið saman í gegnum súrt og sætt, sorg og gleði, að- allega gleði, ferðast mikið saman bæði erlendis og hér heima, þó að- allega hér heima með okkar fjöl- skyldum, þar sem það var okkar aðaláhugamál. Þú málaðir og föndraðir mikið og það eru sem betur fer til margar fallegar mynd- ir eftir þig, og það sem ég á eftir þig er það dýmætasta sem ég á. Margar góðar minningar í mínu hjarta geymi þegar elsku Edda var enn í mínum heimi. Ótal stundir okkar hér er mér ljúft að muna ég vil þakka alla þér ævi-vináttuna. Elsku Jón Egill, Hanna Dóra, systkin og fjölskyldur ykkar, megi guð styrkja ykkur. Anna Valgarðsdóttir. Elsku besta Edda mín, mig setti hljóða um stund þegar ég fékk fréttir af andláti þínu, það er sárt að missa þig í blóma lífsins. Þú hefur verið svo ótrúlega dugleg og unnið hvern sigurinn af öðrum þessi ár sem þú hefur barist við veikindi þín, kannski er það þess vegna sem mér finnst svo óraun- verulegt að ég muni ekki hitta þig aftur hér í þessu lífi. Ég man þegar við kynntumst fyrst sem unglingsstúlkur á Blönduósi, og endurnýjuðum síðan kynni okkar hér í Reykjavík. Þarna vorum við fjórar vinkonur sem héldum hópinn og áttum margar góðar stundir saman. Síðar breyttist stelpuhópurinn þar sem makar okkar bættust í hópinn og styrktust því kynnin á annan veg. Þar sem vinahópurinn hefur oft átt góðar stundir saman á ferðalögum, naust þú þín allra best, því þú elskaðir að ferðast og að vera úti í náttúrunni og það var aðdáunar- vert að sjá þig njóta ferðalaga þinna þrátt fyrir þverrandi þrek. Það var stundum eins og þú fengir aukinn kraft þegar þú komst út í góða veðrið og náttúruna. Þér var margt til lista lagt, mál- aðir margar fallegar myndir og vannst föndurvinnu af ýmsu tagi. Þú varst góður og tryggur vinur með mikla réttlætiskennd. Það var alltaf gott að heyra í þér og að koma á heimili þitt og fjöskyldu þinnar. Þú eignaðist yndislega dóttur, hana Hönnu Dóru sem var gimsteinninn þinn. Einnig hefur Jón Egill eiginmaður þinn staðið sem klettur þér við hlið til síðasta dags. Það var gaman að sjá þig halda upp á fimmtugsafmæli þitt í september, þar sem þú varst svo hress og ánægð. Takk fyrir að fá að kynnast þér elsku Edda og takk fyrir allar ynd- islegu stundirnar kæra vinkona. Guð blessi þig, hvíl þú í friði. Elsku Jón, Hanna Dóra og aðrir ástvinir, megi Guð vaka yfir ykkur og styrkja í missi ykkar. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. (Guðm. Halldórsson.) Árdís, Þór og fjölskylda. Hanna Edda Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.