Morgunblaðið - 05.01.2009, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.01.2009, Qupperneq 33
Velvakandi 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VIÐ HÖFUM ÞEKKST Í LANGAN TÍMA, GRETTIR MJÖG LANGAN MANNSTU EFTIR GÖMLU, GÓÐU DÖGUNUM? ÉG KALLA ÞÁ SAMT ANNAÐ MANNSTU EFTIR ÞVÍ ÞEGAR ÉG FESTI RÓSAKÁLIÐ Í NEFINU Á MÉR? ÞETTA VORU GÖMLU, HEIMSKU DAGARNIR HÁÞRÓUÐ SÁLFRÆÐI- AÐSTOÐ GEIMKÖNNUÐURINN, SPIFF, HEFUR VERIÐ HANDTEKINN AF ÓGEÐSLEGUM GEIMVERUM HANN KEMST BRÁTT AÐ ÞVÍ AF HVERJU HANN VAR HANDTEKINN HONUM VERÐUR FÓRNAÐ... FYRIR GUÐ SEM ÞÆR KALLA „STÆRÐ- FRÆÐI“ KALVIN, UPP Á TÖFLU MEÐ ÞIG HRÓLFUR, ÞEGAR MAÐUR ER ORÐINN JAFN GAMALL OG ÞÚ ÞÁ VERÐUR HÆTTULEGRA AÐ KLIFRA UPP STIGA OG ÞESS HÁTTAR... SÉRSTAKLEGA ÞEGAR STIGINN LIGGUR UPP Í KASTALA ÓVINARINS VILTU HÆTTA AÐ RAULA STEFIÐ ÚR „JAWS“?!? LALLI, VIÐ BUÐUM SITTHORU PARINU AÐ KOMA MEÐ OKKUR Á NEIL YOUNG TÓNLEIKANA. HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA? EF VIÐ VILJUM EKKI VALDA ÞEIM VON- BRIGÐUM ÞÁ... ÞÁ HVAÐ? VERÐUM VIÐ AÐ LEYFA ÞEIM AÐ FÁ MIÐANA OG SLEPPA TÓNLEIKUNUM SJÁLF NEEEIII! ÞAÐ ER EINA LAUSNIN ÉG HEF ENGAN ÁHUGA Á VERÐLAUN- UNUM SEM JAMESON LOFAÐI ÞAÐ SEM ÉG SAGÐI Í SJÓN- VARPINU VAR SATT... ÉG ELSKA HANN! Ó... MARY JANE, ER ÞETTA MAÐURINN ÞINN? HÚN ER AÐ HORFA Á MANNINN SEM HÚN SEGIST ELSKA EN HEFUR EKKI HUGMYND UM ÞAÐ ÁVALLT er eitthvað um að vera við hafnarbakkann, þar sem þessi bátur svífur í lofti sem fisléttur væri, líklega hefur hann þurft aðhlynningu á landi og er nú á leið til síns heima á sjónum. Morgunblaðið/RAX Við Reykjavíkurhöfn Þjóð í vanda stödd ÞÓNOKKUÐ stór hluti landsmanna ætl- ast til þess af alþing- ismönnum að þeir hugsi fyrst og fremst um land og lýð og þjóðarhag, þegar þeir sem kjósendur gefa einhverjum frambjóð- andanum atkvæði sitt í kjörklefanum. En svo eru aðrir sem krossa við þann frambjóðand- ann sem þeir telja að muni hygla sér fyrir greiðann. Það er versl- að með atkvæðið, ann- aðhvort í von um að komast í náðina eða að viðhalda áður fengn- um forréttindum í þjóðfélaginu. Skiptir þá ekki máli þótt það sé á kostnað samfélagsins. Enn aðrir greiða sitt atkvæði af gömlum vana og láta sig engu varða þótt kynslóðaskipti hafi orðið á listanum og hugmyndafræðin ým- ist horfin eða gjörbreytt. Frægt var á sínum tíma, þegar einn frambjóðandinn sem var svo stálheppinn að geta treyst á slíka kjósendur, sagði að þeir gætu boðið fram heypoka. Hann myndi örugg- lega ná kjöri. Já … Svo eru það þeir sem ná kjöri og komast inn á þing, þeir eru látnir heita því í upp- hafi þingsetu sinnar að hlýða sam- visku sinni fyrst og fremst. En þá kemur mjög fljótlega í ljós að flest- ir þeirra sem eru þangað komnir með fulltingi tveggja síðarnefndu fylkinganna, að þeir virðast enga samvisku hafa. Það kemur í ljós að þeir eru ekki ein- staklingar, heldur hjörð sem lætur reka sig þangað sem hjarð- sveininum þóknast. Og ef einhver óhlýðnast, þá er honum refsað grimmilega. Já, verkin tala. Þegar þessi þæga hjörð hefur setið í makindum um hríð í þingsölum, þá dettur þeim í hug að gera nú eitthvað. En hvað skal það vera? Skilyrð- islaust eitthvað sem ekki styggir foryst- una. Og þá er aðeins eitt öruggt. Að ráðast á lítilmagnann! Augljóst dæmi um þetta er þegar nýkjörnum þingmönnum dettur nú í hug að leiða hina fjölmörgu út úr fjárhagsvandanum sem þeir hafa verið leiddir í. Og töfralausnin er að nota séreignarsparnaðinn (líf- eyrisaukann) til að geta greitt af íbúðalánunum. Hvað svo þegar þessi sparnaður er uppurinn? Það gerist fyrst hjá þeim sem helst þurfa á þessum peningum að halda þegar árin færast yfir. Þá eru þeir illa settir og finna þá illa fyrir því að hafa pissað í skóinn sinn. Hinir sem hafa haft þingfararkaup finna auðvitað ekki fyrir þessu, því þeir eru gulltryggðir með eftirlauna- ósómanum. Sigurjón Antonsson, rafmagnsiðnfræðingur.         Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Leikfimi, bútasaum- ur, handavinna, dagblöð, fótaaðgerð. Dalbraut 18-20 | Leikfimi kl. 10 og postulíns og myndlistanámskeið kl. 9-12 og 13-16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30, hádegisverður kl. 11.40 og kynning kl. 14. Þar verður kynnt fyrirhuguð starf- semi í Gjábakka til vors, FEBK kynnir sína dagskrá og fleiri hópar. Hægt er að koma fram óskum um nýjungar í starf- inu. Allir eru hvattir til að kynna sér hvaða möguleikar eru í boði. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Ganga kl. 10, hádegisverður kl. 11.40 og handa- vinna kl. 13. Á morgun 6. janúar kl. 14 verður kynning á vetrarstarfsemi. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 11, hádegismatur kl. 12, bridsnámskeið fyrir byrjendur í dag og á morgun kl. 13-16, kennari Guðmundur Páll Arnarson, verð kr. 3000. Örfá pláss laus, ekki er tekið við greiðslukortum. Framhaldsnámskeið í næstu viku. Félagsstarf Gerðubergs | Í dag er opið frá kl. 9-16.30, leiðsögn í vinnustofum fellur niður í dag, hefst á morgun, í gler- skurði, umsjón Vigdís Hansen, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50. Frá hádegi spilasalur opinn. Kóræfing fellur niður. Heitt á könnunni allan dag- inn, s. 575-7720. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9 og 10. Frjáls spilamennska kl. 13. Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi alla þriðju- og föstudaga í Grafarvogs- sundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og léttar veitingar kl.10.30, handverks- og bókastofa opin kl.11.30, prjónaklúbbur kl.13, kaffiveitingar kl.14.30, harmonikuhljómsveit Sigríðar Norðkvist skemmtir kl.15. Morgunblaðið/Ómar Silfrastaðakirkja í Árbæjarsafni Upphaflega kirkja á Silfrastöðum í Skagafirði, reist 1842, en flutt í Árbæjarsafn 1960-1961.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.