Morgunblaðið - 05.01.2009, Síða 41

Morgunblaðið - 05.01.2009, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI YES MAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FOUR CHRISTMASES kl. 8 LEYFÐ PRIDE & GLORY kl. 10 B.i. 16 ára YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ SKOPPA OG SKRÝTLA Í BÍÓ m/ísl. tali kl. 4 - 6 (700 á báðar sýningar) LEYFÐ THE DAY THE EARTH STOOD STILL kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ THE SPIRIT kl. 8 - 10 B.i. 12 ára YES MEN kl. 8 - 10 LEYFÐ MADAGASCAR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ „..BESTA DISNEY-TEIKNIMYNDIN Í ÁRARAÐIR“ L.I.B. – FRÉTTABLAÐIÐ SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI RI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI - S.V., MBL EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA ÍSLENSKT TAL SÝND Á SELFOSSISÝND Í KEFLAVÍK Vel heppnað kreppuskaup KVIKMYND Sjónvarpið Áramótaskaupið 2008 bbbbn Leikstjóri: Silja Hauksdóttir. Ritstjóri: Sigurjón Kjartansson. Aðalleikarar: Bryn- hildur Guðjónsdóttir, Guðjón Davíð Karls- son, Halldóra Geirharðsdóttir, Ilmur Krist- jánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Þor- steinn Bachmann. 55 mín. RUV 2008. SATT best að segja hraus mér í aðra röndina hugur við hinu árlega grín- uppgjöri Sjónvarpsins, Áramóta- skaupinu 2008. Árið sem var að líða var nánast óslitin hrollvekja og harmakvein gjaldþrota, banka- hruna, uppsagna, upplýsingatregðu, náttúruhamfara. Hvítflibbaglæpa- menn leyndust undir fáguðu yf- irborði „útrásarvíkinganna“, sem fóru létt með að nota æðstu menn landsins sem snattstráka. Hvað þá aðra. Allir voru að tapa peningum, hlutabréfum, fasteignum, jeppum, ærunni. Undir þessum ósköpum öllum sat svo Sigurjón Kjartansson og hans fólk, í því erfiða hlutverki að gera grín að tragedíunni svo vér mættum kveðja þetta hörmungarár smæl- andi. Margt hefur verið reynt í liðlega fertugri sögu skaupsins; Sami mað- urinn verið fenginn til að semja allt efnið, lög og texta, það hafa verið tekin fyrir ákveðin „concept“, en smám saman hefur myndast hefð fyrir því að árið er skoðað í spéspegli og það tókst vel, á köflum mjög vel, ekki síst þegar tekið er tillit til ár- ferðisins hjá dvergþjóð, rambandi á barmi allsherjargjaldþrots og tauga- áfalls. Það sem gerði skaupið frábrugðið, fyrir utan hremmingarnar, var breyting á leikaranotkun, Sigurjón og Silja nýttu þrengri leikhóp en venja hefur verið, sem þau gjör- þekkja eftir langvarandi samvinnu við gerð sjónvarpsþátta, og virkaði eins og bensín á eld. Hver og einn hafði í mörg horn að líta og það hvarflar ekki að mér að kippa einum út úr, skaupið var ekki síst sigur leikheildarinnar. Af nógu var að taka hjá höfund- unum á ári samfelldra mistaka og áfalla í peningamálum og stjórnsýsl- unni, það kom því ekki á óvart að bankapeyjar og misvitrir ráðherrar, jafnan nokkrum fetum á eftir at- burðarásinni, fengju bróðurpartinn af gríninu ásamt borgarstjóra- sirkusnum. Það var komið víðar við, æðibunukenndur „skemmriþáttur“, fékk bráðfyndna yfirhalningu, sömu- leiðis það óþolandi hvimleiða fyr- irbrigði, Fréttir úr kauphöllinni, þar sem fréttamenn hafa tíundað í lands- lýð mannsmorðsleiðinlegar upplýs- ingar um stöðuna á stýrivöxtum, genginu, verðbréfum og öðru slíku. Ófögnuðurinn fluttur með bros á vör, á undan íþróttafréttum; Hér dunaði dansinn trylltast í kringum Mammon og áhorfandinn tregaði þá gósentíma þegar hann vissi ekki bet- ur en Dow Jones væri verðbréfa- mangari, FUJI fjall í Japan og NAS- DAQ selalátur á Grænlandi. Þá voru tekin fyrir nútímalegri efni úr heimi unglinganna en nokkru sinni áður og var „facebook“-kaflinn einn sá besti í öllu skaupinu, sömu- leiðis teiknimyndaserían með „mið- borgarstjóranum“, eða hvað hann var nú aftur kallaður, maðurinn með málningarpensilinn. Þess á milli voru óvenju fáir hortittir sem gleymdust jafnóðum í kærkomnu rússíbanagríni, því besta í einhver ár. Skaupið endaði á flottum ABBA- nótum, þar sem hersingin kyrjaði m.a. hástöfum…“vínið á þrotum og þynnkan tekur við …“ Vonandi verða timburmenn þjóð- arskútunnar ögn léttbærari að ári liðnu. Sæbjörn Valdimarsson Ritstjóri og leikstjóri „Sigurjón og Silja nýttu þrengri leikhóp en venja hefur verið … Hver og einn hafði í mörg horn að líta og það hvarflar ekki að mér að kippa einum út úr, skaupið var ekki síst sigur leikheildarinnar.“ 1 Davíð Oddsson – ómissandi á öllum skúrkalistum,hvort sem hann á það skilið eður ei. 2 Stjórnendur bankanna gömlu – hvar eru þeir í dag? Á lúxussnekkju með kaldan í annarri og styrjuhrogn í hinni? 3 Frakkar – fyrir að „hrifsa“ af okkur Ólympíugullið. 4 Egill Helgason – fyrir að vera svona leiðinlegur viðauðmenn sem hafa margoft sagst ætla að axla ábyrgð. 5 Íslendingar – þ.e.a.s. í augum Hollendinga og Breta. 6 Rúv – fyrir að hætta með morgunleikfimina. Svona gera menn ekki! 7 Mótmælendur Íslands – skilja þeir ekki að góðir hlutir gerast hægt? 8 Valur Gunnarsson blaðamaður og Atli Bollason tón-listarmaður og gagnrýnandi – látið krúttin vera. Þau eru minni máttar. 9 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn – skilur ekki að hefðbund-in hagfræði gildir ekki á Íslandi. 10 Menningardeild Morgunblaðsins – fyrir að fíla ekkiMamma Mia! Hvað er ekki að fíla??? Skúrkar ársins Bankamenn Sóla sig nú í fjarlægum löndum og kunna ekki að skammast sín. Morgunblaðið/Kristinn Dabbi kóngur Skúrkur ársins. Mótmælendur Vondir við þá sem klúðruðu málunum. Leikfimi Palli Magg skilur ekki mik- ilvægi morg- unleikfim- innar. Mamma Mia! Bannað að fíla hana ekki. Krútt Ekki dauð.Silfur Gullið hefði litið betur út. 6 7 810 3 1 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.