Morgunblaðið - 13.01.2009, Side 28

Morgunblaðið - 13.01.2009, Side 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Nú er fegursta ástarævintýri sem til hefur verið lokið. Síðustu orð sög- unnar eru svo fögur að ekkert skáld hefði geta spunnið upp betri endi. Prins þinna drauma kom og sótti þig á afmælisdegi sínum og færði þig í heiðurssætið sér við hlið, í veislunni okkur ofar. Minningarnar eru svo margar sem ég á um þig, elsku amma mín. Þær eru svo sem ekki stórmerkilegar fyrir þá sem lesa þetta en fyrir mér eru þær ævintýri sem ég vil lesa aftur og aftur. Asparfellið er aðalsögusviðið í minningum mínum. Það var ævintýraland fyrir litlu ömmustelpuna sem gat eytt tímunum saman inni í fataherberginu, fundið ömmulyktina sem var af öllu, skoðað skartgripina þína og mátað þá þegar leyfi fékkst og stundum í laumi. Mér leið eins og drottningu þegar ég fékk að prófa hálsmenin þín og eyrnalokk- ana, kjólana og veskin. Það var ein- hver undraverður sjarmi yfir öllu sem þú áttir. Ég gleymi aldrei þegar við sátum við eldhúsborðið í Asparfellinu, borð- uðum ömmupönnsur og drukkum úr litlu glösunum. Þó við litlu ömmubörnin værum flest öll komin á unglingsaldur drukkum við ennþá úr agnarsmáu glösunum sem þú lést okkur alltaf fá og sagðir: „Þið getið þá bara fengið ykkur aftur í glösin ef þetta er ekki nóg“. Síðan gafstu okkur systrum sitt glasið hvorri þegar þú fluttir og úr því drekk ég þegar lífið hefur leikið mig grátt og alltaf líður mér betur eftir á. Ég gleymi seint, þegar ég var einu sinni sem oftar á leið upp á spítala, að þú lánaðir mér nistið þitt með klukk- unni á og sagðir að það mundi passa upp á mig fyrir þig. Þegar ég var með nistið var ekkert sem gat skaðað mig eða hrætt mig. Yfir því bjó einhver undraverður töframáttur. Síðar gafstu mér úrið þitt, og yfir því búa þessir sömu töfrar sem enginn getur eflaust útskýrt en við tvær skiljum það. Þú varst svo mikill grallari og alltaf gastu komið manni á óvart. Margrét Ó. Hjartar ✝ Margrét Ó. Hjart-ar fæddist á Þing- eyri við Dýrafjörð 2. júlí 1918. Hún lést á Vífilsstöðum 19. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Egils- dóttir f. 13. sept- ember 1893, d. 21. nóvember 1980 og Ólafur Ragnar Hjart- arson Hjartar, f. 24. maí 1892, d. 26. febr- úar 1974. Systkini Margrétar voru Svan- hildur, f. 1914, d. 1966 og Hjörtur, f. 1917, d. 1993. Margrét giftist 21. maí 1940 Ei- ríki Pétri Ólafssyni, skipstjóra, f. 19. desember 1916, d. 11. apríl 1975. Börn þeirra eru Þórður, f. 1940, Margrét, f. 1941, Edda, f. 1947, Sigríður, f. 1951, Björk, f. 1959 og Sæunn, f. 1961. Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarna- barnabörn eru 74. Útför Margrétar fór fram í kyrr- þey. Eins og þegar ég kom að heimsækja þig á 19 ára afmælinu mínu og sagði þér frá partíi sem ég ætlaði að halda um kvöldið. Ég var að labba út og halla hurðinni eins og van- inn var þegar þú kall- aðir; Hrefna mín, ég heyri þá í þér í nótt! Og viti menn, klukkan hálf þrjú að nóttu hringir síminn og á skjánum stendur; Amma aspó calling. Ég svaraði skellihlæjandi, en ekki varstu eins kát á hinum enda línunnar: „Hrefna, þú skalt skammast þín fyrir að bjóða ekki einu sinni þinni eigin ömmu í partí“. Í fyrstu brá mér en svo skellt- irðu uppúr á þinn einstaka hátt. Það sem ég hef hlegið að þessu síðan. Þetta varst þú í hnotuskurn. Þú varðst að vita allt, vera allstaðar og helst einu skrefi á undan öllum öðr- um. Þú hafðir líka yndi af því að monta þig af okkur ömmubörnunum enda stór og fríður hópur. Sama hvert af- rekið var. Hrós frá ömmu var mesta hrósið. Þú ert ein merkilegasta manneskja sem ég hef kynnst á minni stuttu ævi, og ég veit að ég mun líklegast aldrei kynnast manneskju sem kemst ná- lægt því að vera jafn falleg sál og þú ert. Amma, manstu litla leyndarmálið okkar? Ég hvíslaði að þér hið örlaga- ríka kvöld að ég mundi standa við það, og því lofa ég. Þín dótturdóttir, Hrefna Mannlífið á Þingeyri við Dýrafjörð var í árdaga síðustu aldar bundið við sjóinn, aflabrögðin, smiðjuna og verslunarstörfin. Kirkjan og kven- félagið tengdu fólkið saman; allir deildu stundum gleði og sorgar. Í litlu húsi á Balanum var æsku- heimili Margrétar frænku minnar og þar átti hún góð ár ásamt systkinum sínum, Svanhildi og Hirti, batt vin- áttubönd sem entust alla ævi, drakk í sig sögu og fróðleik, kunni skil á ætt- um og örlögum allra. Þótt Margrét færi ung til Reykja- víkur – til starfa í danska sendiráðinu þar sem föðurfrænka réð húsum – og byggi í höfuðborginni og á Álftanesi upp frá því var Þingeyri ávallt hennar staður, Dýrfirðingar hennar fólk, tryggðin við átthagana óbifandi. Hún giftist glæsilegum stýrimanni og ást hennar á Eiríki varð ásamt börnunum og fjölskyldunni hinn sterki þráður í lífi hennar. Eiríkur var iðulega fjarri heimilinu, sigldi á Fossum Eimskipafélagsins stríðsárin og lengi á eftir – oft í lífshættu þegar ófriðurinn ríkti á siglingaleiðum; bið hinnar ungu móður erfið, kvíðinn sár. En Margrét var kjarnakona, hug- rökk og sterk, ætíð jákvæð þótt oft væri glímt við erfiðleika. Hún missti Eirík á besta aldri, var ekkja í ára- tugi, hélt samt áfram tryggð við fé- lagsskap sjómannskvenna, sótti sam- komu kvenfélagsins skömmu fyrir andlátið, níræð að aldri. Margrét móðursystir var svo sam- ofin lífi mínu allt frá æskuárum að það eru skýr kaflaskil þegar hún nú kveður, síðust þess góða fólks sem bjó í litla húsinu á Þingeyri. Minning- arnar um heimsóknir til hennar á Njálsgötuna og síðar á Álftanesið fyr- ir röskri hálfri öld eru tengdar bestu stundum æskuára. Hún varð líka eins konar uppáhaldsfrænka Döllu og Tinnu; ferðirnar til hennar á aðfanga- dag fastur liður hjá okkur í fjölskyld- unni – og ætíð beið Margrét með tert- una góðu sem ég kynntist fyrst strákur að vestan. Mér þótti afar vænt um að Mar- grét gat verið með okkur í hvert sinn sem ég tók við embætti þótt hún kæmi aðeins til Bessastaða nú síðast en ekki í Dómkirkjuna og Alþingis- húsið eins og áður. Nálægð hennar á þessum stundum fól í mínum huga í sér kveðju frá æskustöðvum, fólkinu á Þingeyri við Dýrafjörð. Umhyggjan sem Margrét sýndi mér og Guðrúnu Katrínu og síðar Dorrit, Döllu og Tinnu og börnum þeirra var einlæg og sönn. Á kveðju- stundu þökkum við henni og varð- veitum minningar um góða konu sem var kjölfesta í fjölskyldunni, æðru- laus ættmóðir sem hélt gleði sinni og lífsorku til æviloka. Ólafur Ragnar Grímsson. Margrét föðursystir mín er látin. Systkinin voru þrjú, Svanhildur, Hjörtur og Margrét, börn Ólafs R. Hjartar, járnsmiðs á Þingeyri, og Sigríðar Egilsdóttur Hjartar og mjög kært var á milli þeirra. Ég minnist Möggu frænku á fermingarmynd; öll fjölskyldan með fermingarbarnið í miðjunni, fallega stúlku í hvítum kjól með sítt slegið hár. Minnisstæð önn- ur mynd af Möggu; ung kona með dulúðugt bros og glampa í augum og fallegan lítinn hatt á höfði. Magga frænka óx úr grasi og varð lífsglöð og djörf. Eitt sinn sem oftar var haldinn dansleikur. Þar kom frænka mín auga á ungan, ókunnan mann, sem henni leist svo vel á að hún bauð honum upp í dans. Hann vildi ekki dansa en tók upp veskið og sýndi henni mynd. Það var mynd af Möggu, sem hann hafði séð í tímariti nokkru fyrr og lýst yfir að þessi stúlka eða engin önnur yrði konan sín. Þau áttu samt eftir að dansa lífsins dans sam- an, tangó fullan af ástríðu og spennu, en líka fegurð og blíðu. Magga hélt stuttu síðar til Reykjavíkur og varð stofustúlka í danska sendiráðinu hjá frænku sinni, Guðrúnu de Fontenay, en ungi maðurinn, Eiríkur P. Ólafs- son, lauk námi í stýrimannaskólan- um. Farmennskan varð ævistarf Ei- ríks, hann starfaði lengstum á Fossunum en síðar á Fellunum og lauk starfsævinni hjá Olíufélaginu. Fjölskylda okkar fluttist til Reykja- víkur árið 1952 og þá varð Magga frænka af holdi og blóði, ekki aðeins frænka á ljósmynd. Þau Eiríkur bjuggu þá á Njálsgötunni og þar sem Eiríkur var farmaður var Magga kaf- teinn á heimilisskútunni og stjórnaði börnunum fjórum með kærleika og ákveðni. Síðar bættust við tvær dæt- ur. Af Njálsgötunni fluttust þau á Álftanes. Þar fékk ég að dvelja í nokkrar vikur, meðan foreldrar mínir fóru til útlanda, og kynntist frænd- systkinunum betur en áður. Þórður, Magga, Edda og Sigga og síðan bætt- ust við Björk og Sæunn. Líf Möggu frænku var ekki alltaf dans á rósum. Hún fékk alvarlega barnsfararsótt við fæðingu þriðja barnsins og beið þess ekki bætur alla ævi. Ótalin eru alvarleg veikindi og innlagnir á sjúkrahús. Eiríkur slas- aðist alvarlega skömmu áður en fjöl- skyldan flutti á Réttarholtsveg. Hann varð óvinnufær í meira en eitt ár en tók aftur við skipstjórn. Hann lést ár- ið 1975. Þrátt fyrir mörg áföll hélt Magga ætíð reisn sinni og léttri lund. Hún varð mikil ættmóðir, sex börn, mörg barnabörn og barnabarnabörn hafa bæst í hópinn. Hún hafði fæðing- ardaga og atburði í lífi afkomenda á reiðum höndum. Síðustu árin dvaldist hún á Vífilsstöðum við góða aðhlynn- ingu. Margrét frænka mín kvaddi líf- ið með reisn. Eftir stutta banalegu sofnaði hún svefninum langa á af- mælisdegi Eiríks hinn 19. desember síðastliðinn. Margréti og Guðrúnu, móður minni, varð vel til vina og þær héldu ætíð góðu sambandi. Ég vil bera börnum og afkomendum Mar- grétar bestu kveðjur Guðrúnar og okkar systkinanna. Sigríður Hjartar. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför BALDVINS JÓHANNSSONAR, Eyrargötu 31, Siglufirði. Anna Hulda Júlíusdóttir, Theodóra Hafdís Baldvinsdóttir, Konráð Karl Baldvinsson, Erla Hafdís Ingimarsdóttir, Sigurður Örn Baldvinsson, Halldóra Jörgensen, Ásdís Eva Baldvinsdóttir, Hörður Þór Hjálmarsson, María Gíslína Baldvinsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Hafrún Víglundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR HJARTAR frá Þingeyri, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 19. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð á Vífilsstöðum. Þökkum auðsýnda samúð. Þórður Eiríksson, Guðbjörg Haraldsdóttir, Margrét Eiríksdóttir, Edda Eiríksdóttir, Gunnar G. Smith, Sigríður Eiríksdóttir, Þórarinn Eyþórsson, Björk Eiríksdóttir, Curtis Olafson, Sæunn Eiríksdóttir, Gísli I. Gíslason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, ÞÓRUNNAR MAGNÚSDÓTTUR sagnfræðings, síðast að Dalbraut 27, Reykjavík. Eygló Bjarnardóttir, Ingibjörg Bjarnardóttir, Geir Ólafsson, Erla Bil Bjarnardóttir, Magnús Bjarnarson, Guðrún Helgadóttir, Helgi Thorarensen. ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, ÞÓRÐUR JÓNSSON, Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 16. janúar kl. 11.00. Páll Þórðarson, Þorbjörg Einarsdóttir, Sigurlaug Þórðardóttir, Birna Þórðardóttir, Jón Þórðarson og fjölskyldur. ✝ Móðir mín, amma og langamma, KRISTÍN ÞORVARÐARDÓTTIR, Dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði, sem lést sunnudaginn 11. janúar, verður jarðsungin frá Grundarfjarðar- kirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00. Sigrún Þóra Indriðadóttir, Kristín Þórsdóttir, Rannveig Þórsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Þórður Guðmundsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ODDNÝ GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Skógarbæ, áður Lautasmára 12, lést á Landspítalanum sunnudaginn 11. janúar. Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 19. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Vilborg Pétursdóttir, Sigurður Haraldsson, Guðmundur Pétursson, Elsa Jónsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Heiðar Vilhjálmsson, Hendrik Pétursson, Marianne Hansen, Halldóra Pétursdóttir, Jóhann Helgason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.